Klifun lyginnar

Í 24 stundum í dag leggst Óli Gneisti Sóleyjarson á árarnar með Illuga Jökulssyni við að telja Íslendingum trú um að ný þýðing Biblíunnar sé full af breytingum á frumtexta hennar. Þjóðkirkjan standi að þessum breytingum og helstu sérfræðingar þjóðarinnar í frummálum Biblíunnar séu aðeins strengjabrúður. Fræðimennska þeirra er lítilsvirt og vegið dólgslega að starfsheiðri mæts fólks.

Óli Gneisti og Illugi virðast svo vel að sér í grísku að þeir vita betur en fólk með margra ára nám að baki í þeirri tungu. Illugi veit meira að segja betur en grískar orðabækur.

Þó hefur Óli Gneisti vinninnginn í grískukunnáttu eins og hér sést.

Sem dæmi um fölsun Þjóðkirkjunnar á frumtextum Biblíunnar nefnir Óli Gneisti stað í Fyrra Korintubréfi og segir að gríski frumtextinn bendi til annars en þess sem stendur í nýju Biblíúútgáfunni íslensku og segir orðrétt: 

"Gríski frumtextinn bendir einfaldlega til þess að hér sé verið að tala um samkynhneigð (sbr. Sjötíumannaþýðinguna)."

Lesandinn getur ekki ímyndað sér annað en að Óli Gneisti hafi frumtextann fyrir framan sig þegar hann kemst að þessari niðurstöðu, svonefnda Sjötíumannaþýðingu.

En hver er nú þessi Sjötíumannaþýðing sem Óli Gneisti notar til að skoða texta Nýja testamentisins?

Jú, þar er um að ræða gríska þýðingu á textum Gamla testamentisins, en frumtexti þess er á hebresku. Er talið að henni hafi verið lokið um 130 fyrir Krist.

Fyrra Korintubréf var því ekki í Sjötíumannaþýðingunni - né önnur rit Nýja testamentisins.

Verður að teljast til tíðinda þegar íslenskur bókasafnsfræðingur finnur rit í þýðingu sem gerð var löngu áður en ritið var skrifað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er áhugavert að þú lætur kjarna greinarinnar fara framhjá þér.

Lykilatriði greinar Óla er ekki það sem þú nefnir, heldur þetta:

Hvaða þýðingu af biblíunni telur Páll Baldvin vera siðferðilegan grunn lífs okkar? Þá nýjustu? Þá síðustu? Hvernig getur siðferðilegur grunnur lífs okkar breyst eftir því hvaða tíðarandi ríkir í samfélaginu hverju sinni? Bendir það ekki til þess að samfélagið hafi meiri áhrif á biblíuna en biblían á samfélagið? Kristið siðgæði, ef hægt er að tala um slíkt fyrirbæri, er ekki mótað af biblíunni heldur samfélaginu. 

Andmæltu þessu með rökum.

Matthías Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 09:11

2 identicon

Klippt & skorið, stolið og stælt;

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:25

3 identicon

Ég hjó einmitt eftir þessu.  Það vekur furðu að Svavar sneiði hjá því að svara efni greinarinnar og finni þess í stað að smáatriðum.  Mér finnast reyndar meiri tíðindi að stærstum hluta þessa trúarrits er haldið frá fólki en karp um blæbrigði orðanna í téðu trúarriti.

Annars hvet ég alla til þess að lesa biblíuna.  Annað hvort Grænsápubiblíuna eða einhverja aðra útgáfu.  -Það er besta leiðin til að gerast trúleysingi.

Ég þakka þér Svavar eigið að síður fyrir að ástunda "samtal" við okkur trúleysingjana.  Flestir ríkiskirkjuprestar ástunda "þöggun" þegar trúleysi ber á góma...

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:11

4 identicon

Ekki er ég trúuð en ég veit hins vegar að margir kristnir menn telja Biblíuna ekki grunn trúar sinnar heldur boðskap Jesús Krists.  Spurningin um hvaða þýðing Biblíunnar sé rétt hefur enga merkingu fyrir þessu fólki. Biblían er aðeins verk mannanna í augum þessa fólks.  Hún er ekki óumbreytanleg heldur samsett úr ýmsum ritum.  Við megum ekki gleyma að boðskapurinn um Jesú var munnmæla boðskapur þar til menn tóku sig til og bjuggu til Biblíuna.

Ásdís Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:55

5 identicon

Jæja Svavar. Fattarðu ekki vísunina mína?

Orðin sem arsenokoitai er sett saman úr eru notuð í Septúagintunni þar sem greinilega er að verið að tala um samkynhneigð. Og bendir ekki allt til þess að Páll hafi þekkt LXX? Jú, og vísaði oft í hana.

Hér er textinn úr Sjötíumannaþýðingunni með gömlu þýðingunni á þeim köflum.

Kai os an koiméthé meta arsenos koitén gynaikos - Og leggist maður með karlmanni sem kona væri

Kai meta arsenos ou koiméthés koitén gynaikeian - Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég fylli reyndar þennan flokk sem Ásdís talar um, það er að segja að telja kærleiksboðskap Krists eins og hann kemur fram í Nýja Testamentinu þungamiðju kristninnar, í stað þess að hengja sig í ritningarstaði sem hægt er að toga og teygja á ýmsa vegu. Að vísu byggir Kristur sinn boðskap á gömlum grunni þeirrar trúar sem hann var alinn upp í, það er að segja Gyðingdómi, en boðskapur hans er einfaldur, tær og ferskur enn í dag.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:35

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hans, það er að segja Krists, ekki Gyðingdómsins.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:37

8 identicon

Sæl Ásdís.  Ef að það er rétt að kristnir líti ekki á biblíuna sem grunn trúar sinnar og tengi einungis við boðskap Jesúsar, Hversvegna heldur þú að Gamla Testamentið sé í trúarriti þeirra kristnu?  Jesús er alltaf að vísa í Gamla Testamentið og það nýja verður ekki skilið án samhengis við Gamla Testamentið.

Grundvallaratriði eins og fórnardauði Jesúsar er skýr vísun í ritúöl Gamla Testamentisins.  En í því er gert ráð fyrir því að alltaf þurfi að "friða" guðinn annars sé ógæfa yfirvofandi.  Pældu aðeins í þessu.  Í kristinni heimsmynd er gert ráð fyrir því að vegna þess að guð drap son sinn, ert þú hólpin frá endalausum þjáningum í víti...  Það sér hver heilvita maður að þetta er bara rugl. 

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:39

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Óli Gneisti: Ég tel óumdeilt að Páll hafi þekkt Septúagintu og hafirðu verið að vísa til þess í grein þinni er sú vísun mjög óljós.

Orðin sem þú talar um, arseno & koiten, þýða karlmaður & rekkja en orðið sem Páll notar í nefndum texta er þau orð samsett. Sú mynd er mjög sjaldgæf í grískum textum frá þessum tímum og umdeilt hvernig eigi að þýða "arsenokoiten". Þar getur verið um að ræða kynmök karla, kynmök við drengi eða ýmsa kynferðislega misnotkun.

Samt er nokkuð á tæru að með arsenokoiten er ekki verið að tala um samkynhneigð, þvert á það sem þú fullyrðir í grein þinni. Bæði konur og karlar geta til dæmis verið samkynhneigð en arsenokoiten virðist fyrst og fremst eiga við um karla - eins og fyrri hluti orðsins sýnir.

Um málið má lesa hér:

http://kirkjan.is/skjol/samkynhneigdogkirkja/clarence-glad-1-kor-6-9-11.pdf

Svavar Alfreð Jónsson, 31.10.2007 kl. 14:19

10 identicon

Á meðan maðurinn lifir á þessari jörð trúi ég ekki að það þurfi búa til fleiri helvíti.  Annars er ég ekki trúuð en trú annarra hefur aldrei farið fyrir brjóstið á mér á meðan fólk reynir að hafa kærleika og umburðarlyndi að leiðarljósi - en ég fer ekki fram á meira en að reyna því meira legg ég ekki á sjálfa mig.  

"Jesús er alltaf að vísa í Gamla Testamentið og það nýja verður ekki skilið án samhengis við Gamla Testamentið."

Þarna er þú að skilgreina trú annarra.  Ef einhver ákveður að trúa á því sem Jesús boðaði og lítur svo á Biblían (Nýja testamentið) varðveiti hluta af boðskap Krists og að sá hluti verði skilin án samhengis við GT þá er það hans trú.  Eina skilyrðið til að teljast kristin er að trúa á Jesús Krist - hvað felst svo í því má deila um.

Mér finnst áherslan á GT hjá frjálslyndum kristnum vera að minnka og áhugi að vakna á ritum um boðskap Krists sem ekki fóru í Biblíuna.  Viðhorfið um óskeilkuleika orðsins er að hverfa hjá þessum hóp. En þetta er nú bara skynjun.

Ásdís Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:28

11 identicon

Ég var reyndar búinn að sjá það að "samkynhneigð" væri ónákvæmt (en ekki rangt) hjá mér, bara fljótfærni. En þú sérð að á vísun minni í Sjötíumannaþýðinguna að ég var augljóslega að tala um karlmenn.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:50

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skil ég þetta rétt, kallar Svavar Alfreð hann Óla Gneista lygara þar sem Óli talar um samkynhneigða í staðin fyrir samkynhneigða karlmenn?

Það væri áhugavert að fara yfir skrif Svavars með sömu nákvæmni og dómhörku.

Matthías Ásgeirsson, 31.10.2007 kl. 15:39

13 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þú skilur þetta ekki rétt, Matthías. Það ósanna í málinu er að Þjóðkirkjan hafi beitt sér fyrir breytingum á merkingu texta Biblíunnar, eins og sést á upphafsorðum færslunnar.

Hugtakið "samkynhneigð" kemur ekki fyrir í Biblíunni, hvorki um karla né konur. Það væri sögufölsun að bæta því inn í hana.

En þér er velkomið að lúslesa skrif mín. Þú hefðir sennilega bara gott af því.

Svavar Alfreð Jónsson, 31.10.2007 kl. 16:07

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"A curse on him who is lax in doing the LORD's work! A curse on him who keeps his sword from bloodshed!"  -- Jeremía 48:10, 

Mottó Gregory VII. páfa

--------------------------------------------------

"What profit has not that fable of Christ brought us!"

Leó páfi X (Encyc. Brit., 14. útg. xix, bls. 217) 

"Ég er umkringdur af klerkum sem tönnlast á því að konungsríki þeirra sé ekki af þessum heimi en samt láta þeir greipar sópa um allt sem þeir komast yfir."

---Napóleon Bonaparte

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 16:14

15 identicon

Ágæta Ásdís.  Sá sem velur og hafnar hugmyndum sem er að finna í Biblíunni. Ástundar það sem kallað er “cherry picking”.  Sumt er valið, öðru er sleppt.  Ég hef aldrei skilið fólk sem ástundar svoleiðis trú.  Það er hvort í senn óheiðarlegt og laust við allar greindarlegar tengingar.  Ef að einhver trúir á “hið góða” og er með óskýrar hugmyndir í kringum gullnu regluna (svo dæmi sé tekið) þá er viðkomandi einfaldlega ekkert kristinn þótt hann setji hugmyndakerfið sitt í kristinn búning.  Vottar Jehóvar eru t.d ekki talin kristinn trúarhópur þótt Jesús sé miðlægur í þeirra hugmyndakerfi.  Það sama á um allan almenning sem telur sig vera kristinn án nokkurrar þekkingar á kristinni guðfæði.  Það að elska náunga minn gerir mig ekki að kristnum manni, þótt hugmyndin sé oft og tíðum kennd við Jesús.  Það nýjasta í þessum efnum er að jafnvel prestar halda á lofti afar furðulegum túlkunum á biblíunni.   Það að vera almennileg manneskja gerir viðkomandi ekkert endilega kristinn.  Þó að einhver hlusti á útvarpsmessuna á sunnudögum og hafi gman að, gerir viðkomandi ekkert kritinn.  Þetta ættu Lúterar eins og íslensku ríkiskirjuprestarnir að vita manna best.  En skv lúterskri guðfræði verður maður ekki "hólpin" (frá helvíti) af verkum sínum heldur "hugsun".  Kristinn guðfræði gerir ráð fyrir allskonar veruleika.  Nokkur lykilhugtök skipta máli s.s erfðasynd, upprisa og lokadómur. Ég veit reyndar ekki hvort prestar trúi almennt á upprisuna en ég í sannleika sagt tel að margir trúi ekkert á hana og túlki upprisuna sem einhverskonar sálrænt ástand og ekki þá staðreynd að meintur Jesús hafi fyrir rúmum 2000 árum dáið og lifnað við eftir 3 daga, flogið upp í himininn og setjist í einskonar dómarasæti þar sem hann ákveður hvort ég og þú förum til paradísar eða til helvítis þegar við drepumst. .

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:36

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Málið snýst um abstraksjón sem þýðir endalausar túlkanir og deilur og útúrsnúninga og hártoganir og skoðanakúgun eins og glögglega hefur sést síðustu 1700 árin eða svo. Þessi abstraksjón á að vera almáttug og alltvitandi en samt skapar hún greinilega gallaða menn og kennir síðan þeim sjálfum um klúðrið! Árinni kennir illur ræðari. Amen.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 19:11

17 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Kæra Ásdís!

Ekki er nóg með að Teitur Atlason skilgreini trú annarra - og viti jafnvel betur en það sjálft hverju það trúir - hann segir okkur líka hverju við eigum að trúa. "Ef þú ert kristinn, þá verður þú að trúa Biblíunn allri. Annað er bara tsjerrípikkíng."

Af hverju ætti Teitur Atlason að ráða því hverju kristinn maður trúir? Hvað gefur honum heimild til að semja reglurnar fyrir okkur?

Auðvitað stenst þetta ekki. Kristinn maður trúir ekki á Biblíuna. Hann trúir á Jesú, eins og þú bendir á. Sögurnar um hann eru í Biblíunni. Þegar við lesum Biblíuna, hvort sem um er að ræða Gamla eða Nýja testamentið notum við að sjálfsögðu skynsemina, þá góðu Guðs gjöf. Enginn les Biblíuna án þess að túlka hana á einhvern hátt. Og það er hvorki óheiðarlegt né ógreindarlegt.

Ekki opinberar Teitur beinlínis neinar "greindarlegar tengingar" við kristna trú - t. d. þegar hann segir að samkvæmt lútherskri guðfræði verði maður ekki hólpinn af verkum sínum heldur hugsun. Lúther benti á að maðurinn yrði hólpinn fyrir náð. Hann ávinnur sér ekki velþóknun Guðs með framlagi sínu, hvorki með því að kaupa sér aflátsbréf, vinna yfirbótarverk eða hugsa fallega.

Ég held að þú hittir naglann á höfuðið. Það að vera kristinn er að trúa á Jesú Krist.

Svavar Alfreð Jónsson, 31.10.2007 kl. 20:42

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki er nóg með að Teitur Atlason skilgreini trú annarra...

Mér sýndist hann nú bara vera að benda á almennar skilgreiningar á því hvað sé að vera kristinn, s.s. að það dugi ekki að vera bara sammála gullnu reglunni og trúa á "hið góða".

...og viti jafnvel betur en það sjálft hverju það trúir ...

Ég sá hann hvergi gera það. 

...hann segir okkur líka hverju við eigum að trúa. "Ef þú ert kristinn, þá verður þú að trúa Biblíunn allri. Annað er bara tsjerrípikkíng."

Hann sagði heldur ekki að þú verðir að trúa öllu í biblíunni til þess að geta talist kristinn.

Af hverju ætti Teitur Atlason að ráða því hverju kristinn maður trúir? Hvað gefur honum heimild til að semja reglurnar fyrir okkur?

Hvar gerði Teitur þetta?

Þegar við lesum Biblíuna, hvort sem um er að ræða Gamla eða Nýja testamentið notum við að sjálfsögðu skynsemina,....

Einmitt það já. Þess vegna trúir þú því að Jesús hafi borðað fisk með lærisveinunum eftir að hafa verið dáinn í nokkra daga. Afar slæm notkun á skynseminni.

Ekki opinberar Teitur beinlínis neinar "greindarlegar tengingar" við kristna trú - t. d. þegar hann segir að samkvæmt lútherskri guðfræði verði maður ekki hólpinn af verkum sínum heldur hugsun. Lúther benti á að maðurinn yrði hólpinn fyrir náð.

Af náð fyrir _ _ _?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2007 kl. 21:09

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kristnin byggist á komu Krists, þe. Jesúsar, og gerir ráð fyrir að hann sé einhvers konar guðleg vera, einkasonur einhverrar óskýranlegrar veru auk þess að vera sonur einhvers Jóseps og kominn í beinan karllegg frá Davíð konungi gegnum téðan Jósep. Ég meina komonn, hvernig getur nokkur heilvita maður gleypt við steypu af þessu tagi. Nú, til að kóróna enn þetta furðulega ævintýri þá missti mamma Jesúsar víst ekki einu sinni meydóminn!

Gáfulegast væri að innkalla þetta nýjasta biblíubull, henda því á haugana og taka í staðinn upp Tómasarguðspjall. Þá er málið komið í 1700 ára hring og aftur komin gnostatrúin sem kirkjan lagði svo mikið á sig við að útrýma.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 22:01

20 identicon

Ágæti Svavar.  Takk fyrir svarið til Ásdísar.  Mér þykir það heldur klén guðfræði að láta það duga að segja að kristinn einstaklingur trúi á Jesús.  Dæmið er því miður flóknara.  Grundvallarspurning vaknar:  Var jesú t.d guð? og ef svo er, hvaða guð?  -Guðinn í Gt?  Guðinn sem hvetur til þess að myrða konur sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnóttinni?  Ef ekki sá guð, þá hver?  Eru til fleiri guðir?

Mofi, sá mikli trúmaður er á höttunum eftir sömu svörum og ég varaðndi þá sem telja sig kristna.  hann spurði á vefsíðu sinni 5 grundvallandi spurninga sem eru þessar:

  • Trúir þú því að Biblían sé innblásin af Guði?
  • Trúir þú því að Guð sé til?
  • Trúir þú að Jesú sé Guð?
  • Trúir þú að önnur trúarbrögð eins og Búddismi og Islam séu rétt eða röng?
  • Kemur Jesú einhvern tímann aftur?
  • Mér þykja þetta ofureðlilegar spurningar og kristinn einstaklingur ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að svara þessum spurningum.  Sú er því miður raunin og ríkiskristið fólk virðist ekki þora að svara þessum spurningum.

    Það þarf ekki að grafa djúpt í kristinni guð og hugmyndafræði til þess að koma niður á ferlega erfiðar spurningar fyrir þá ríkiskristnu.  -Hvert er t.d kennivald Gt.  Skiptir það einhverju máli eða engu.  Er það bara til skrauts eða haft með vegna hefðarinnar.  Hvaða gildi hafa boðorðin 10?  þau eru í Gt og oft og tíðum vísað í þau í Nt.  Hvað átti Jesús við þegar hann segist varpa fólki í "eldsofninn".  hvaða gildi hefur Opinberunarbók Jóhannesar?

    í fornum trúarbrögðum var alltaf verið að fórna dýri guðinum til dýrðar.  Guðinn fékk oft bestu bitana þegar setið var til borðs.  Á sérstökum tilefnum var fólki fórnað.  Börnum jafnvel.  Fjölmörg dæmi eru um mannfórnir í Gt.  Hvaða kerfi er það sem krefst þess að fólk gefi ósýnilegri veru bestu bitana af lambalærinu?  Hvaða göldrótta kerfi virkar þannig að ef ég dæli fyrstu 5 lítrum af bensíninu á bílnum mínum í ræsið, verði það mér til einhverrar blessunnar? 

    Hvaða skýrskotanir eiga fórnarathafnir eiginlega sér til réttlætingar?  Þegar ég fæ útborgað á ég að henda 10% í sjóinn?  Þegar ég set niður kartöflur, á ég að henda slatta af útsæðinu í ruslið eða brenna það?  þegar ég næ svo í uppskeruna um haustið, á hvaða rugl er það eigninlega að ég kasti bestu kartöflunum í ruslið?

    Hvaða merkingu hefur það eigninlega að einhver guð hafi drepið son sinn fyrir mig! ég kæri mig ekkert um að einhver drepi son sinn fyrir mig!   Ég vil barasta ekki sjá svoleiðs og vill ekki láta nota mig sem skálkaskjól fyrir slík voðaverk!  Í ofanálag var þetta sonarmorð framið í nafni kærleikans vegna þess að ég var svo syndugur.  Ég hafna þessu alfarið og ítreka að ég er ekkert syndugur og vil ekki láta bendla mig við svona mannfórnir.  Kristið hugmyndakerfi gengur einfaldlega ekki upp og stenst ekki nútímamælikvarða á gott siðferði.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:19

21 identicon

Og hver vil tilbiðja ímyndaðan guð sem á að hafa gert sér lítið fyrir og þurrkað allt líf út á jörðinni ásamt mörgum öðrum hriðjuverkum sem menn myndu hljóta líflátsdóma fyrir.
Er það ekki mikil heimska að horfa fram hjá voðaverkum þessa ímyndaða súperkarls og stara á eitthvað einstakt ætlað kærleiksverk...
Sorry gæs þessi guð ef maður væri mymdi enda daga sína í gálga eða fangaklefa og akkúrat ekkert getur afsakað að tilbiðja slíkan harðstjóra sem Hitler var eins og barn við hliðina á

DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:13

22 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Teiti Atlasyni er mikið í mun að hafa það óskaplega flókið að trúa á Jesú. Ætli menn þurfi ekki að minnsta kosti BA-próf í guðfræði til þess?

Ein ábending: Fyrstu lærisveinarnir kunnu ekkert í guðfræði. Né heldur kunnu þeir postullega trúarjátningu eða þekktu Nýja testamentið.

Teitur getur ábyggilega fundið einhverjar bækur um fórnarhugsun trúarbragðanna, syndina og krossdauða Jesú. Mér sýnist ekki veita af að hann hressi upp á þekkingu sína á þessum fyrirbærum.

Svavar Alfreð Jónsson, 1.11.2007 kl. 11:50

23 identicon

Teitur getur ábyggilega fundið einhverjar bækur um fórnarhugsun trúarbragðanna, syndina og krossdauða Jesú. Mér sýnist ekki veita af að hann hressi upp á þekkingu sína á þessum fyrirbærum.

Hvað eigið þér við ágæti Svavar?  Getur þú kannski útskýrt fyrir mér merkingu þess þessarar mannfórnar?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:08

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kræst! Ég er svo ógreindur að ég næ þessu ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.11.2007 kl. 12:09

25 identicon

Hví svarið þér mér ekki ágæti Svavar?  Hvernig útskýrir þú það að það sé mér til blessunar að guðinn þinn fórnaði syni sínum á hinn hryllilegasta hátt?

 Mér þætti afar vænt um að heyra skoðun þína á þessari furðu..

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:03

26 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þú ferð ekki fram á lítið, Teitur, en mátt samt alveg sleppa þéringum. Nú á ég að útskýra fyrir þér friðþægingarkenninguna hér í athugasemdakerfinu!

Ég þykist vita að þú hafir aðgang að því ágæta riti Credo eftir Einar Sigurbjörnsson. Þar útskýrir hann þessi mál (bls. 254 - 265), greinir á milli hlutlægra og huglægra friðþægingarkenninga, en tekur jafnframt fram að engin ein þeirra geti flokkast sem trúarlærdómur eða dogma.

Sumir kjósa að skoða krossdauða Jesú sem fórn - reyndar á öðrum nótum en þú gerir - en aðrir túlka hann sem auglýsingu á kærleika Guðs. Enn aðrir vilja fyrst og fremst sjá dauða Jesú sem sigur hans á dauðanum og illskunni.

En auðvitað er þetta efni í sjálfstæða færslu sem ég skal skrifa við fyrstu hentugleika. Ég minni á að þessi færsla fjallar um nýja Biblíuþýðingu og eru sumir lesenda orðnir býsna áttavilltir hér í umræðunum - sem vonlegt er, sbr. athugasemd hins fluggreinda bloggvinar míns Sigurðar Þórs.

Svavar Alfreð Jónsson, 2.11.2007 kl. 14:28

27 identicon

Takk fyrir svarið ágæti Svavar.  Jú ég hef lesið Credó og finnst í sannleika sagt lítið til koma.  Ég upplifi þessi skrif sem afar hæpna og langsótta leið til þess að afsaka þessa ógeðfeldu mannfórn og sé ekki ástina í þessu framtaki guðsins þíns.

Eins og þú veist sennilega þá er talið að loforðið um eilíft líf (sem á einnig að vera inntak í mannfórninni) nýjung í trúarbragðasögunni og hefur verðið skýrt sem ástæða mikillar útbreiðslu kristindómsins á fyrstu árhundruðum í sögu kristninnar.

Ég er allavega ekki að kaupa þetta.

En sagðir þú ekki að það væri bara nóg að trúa á Jesús til að vera kristinn og skilja kristindóminn?  Nú dæsir þú yfir erfiðum spurningum mínum....

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 03:03

28 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Eflaust þykir þér lítið til koma því þú vilt endilega halda fast í þína túlkun á friðþægingunni. Ég sagði að það að vera kristinn væri að trúa á Jesú Krist. Þú bætir því svo við að ég hafi sagt að nóg væri að trúa á Jesú til að skilja kristindóminn. Það að trúa er ekki einungis fólgið í vitsmunalegri tileinkun kennisetninga. Og hvergi hef ég dæst, minn kæri. Það er líka þín túlkun.

Svavar Alfreð Jónsson, 3.11.2007 kl. 12:03

29 identicon

Með því að "trúa á Jesú Krist" áttu þá við að trúa að hann:

1. hafi verið sonur guðs frelsari mannanna?

2. sé hluti af þrenningunni?

3. hafi verið merkilegur trúarleiðtogi?

4. sé fyrirmynd okkar? 

5. hafi yfirhöfuð verið til?

Ég myndi halda að atriði númer 1 sé mikilvægt að atriði 2 sé nokkuð mikilvægt en að atriði 3-5 séu ekki til marks um kristni nema að fólk trúi líka 1 og/eða 2 líka.  Er það rétt greining hjá mér?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband