Vængjasláttur á malbiki

englarVið erum engir englar. Höfum ekki vængi. Ferðumst á fótum og getum því einungis gengið, hlaupið eða stokkið.

Ekki flogið. Erum jarðbundin. Hreyfum okkur eftir yfirborðinu. Erum háð snertingunni við yfirborð þess.

Englar hafa vængi. Þeir geta flogið. Þurfa ekki jörðina til að geta ferðast heldur svífa um loftin.

Englar eru ekki jafn háðir jörð og menn. Englar eru himneskir.

Við erum jarðnesk. Þess vegna er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að við hugsum um það jarðneska.

Um veðrið. Hús og bíla, mat og föt, sjónvarpstæki og nuddpotta.

Og síðast en ekki síst er mannlegt að hugsa um peninga. Við þurfum pening. Við þurfum að vinna til að eignast pening. Við þurfum hærra kaup. Við þurfum meiri yfirvinnu. Við þurfum.

Verkefnin bíða okkar, ótalmörg og krefjandi. Í vinnunni og heima. Lífið er sko enginn leikur. Það er dauðans alvara.

Við erum mikilvæg og gegnum mikilvægum hlutverkum. Við erum þung og berum þungar byrðar.

Við erum engir englar. Höfum ekki vængi - en þótt við hefðum þá gætum við ekki flogið með öll þessi þyngsli.

Þau draga okkur niður.

Sífellt nær jörðinni og ef við gætum okkar ekki draga þau okkur alla leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það væri forvitnilegt að heyra hvort séra Svavar trúir því eins og biskupinn að englar séu til í alvörunni.

Matthías Ásgeirsson, 24.1.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég trúi á engla eins og biskupinn og margir, margir fleiri.

Svavar Alfreð Jónsson, 24.1.2008 kl. 12:46

3 identicon

Ég ætlaði nú ekki að setja athugasemdir hjá þér aftur en get ekki orða bundist og efast mjög um vitsmunalega hæfileika þína.
Hvaða lyf ertu að taka eiginlega

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auðvitað þurfum við öll að eiga til hnífs og skeiðar og spjarir á kroppinn...en manni virðast svo margir gera kröfur langt fram yfir það...og gleyma að hlusta eftir vængjaslætti...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.1.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Adda bloggar

 hjá þér minn ágæti prestur.bið að heilsa í eyjafjörðinn fagra.

Adda bloggar, 24.1.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég trúi á engla eins og biskupinn og margir, margir fleiri.

Þannig að Persarnir höfðu rétt fyrir sér varðandi engla! Kristnir menn eru heppnir að þeir höfðu laumað sér í trúarbrögð Gyðinga þegar kristni varð til.

En trúirðu líka á tilvist illra anda?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.1.2008 kl. 01:24

7 identicon

Frábært blogg! Ég trúi einnig á engla og trú hefur svo nákvæmlega ekkert að gera með "vitsmunalega hæfileika". Já, pottþétt, bara vitlausa fólkið og "fólk á lyfjum" sem trúir á Guð. Vá hvað þetta er að verða skrítið með athugasemdirnar samt. Það er eins og skeptísku og neikvæðu guðleysingjarnir elti bloggin þín uppi bara til að koma sínum (fáránlegu) skoðunum á framfæri. Hafa þeir ekki einhverjar samkomur til að fara á til að ræða að ekkert sé gott í heiminum og Guð sé bara tómt plat og hvað Darwin hafi verið flottur gæji og hvað það sé mikil lógík í "big-beng-inu". Þeir fara ekkert smá í taugarnar á mér. En takk fyrir öll bloggin, reyni að lesa sem oftast, frábær penni og gaman að lesa enda reyni ég að rækta trúna eins mikið og ég get!

Darri Rafn (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband