Klerkur í kukli

galdrarpesturEnskur kollegi minn, Christopher Horseman, fer ekki troðnar slóðir í starfi sínu.

Nýlega stofnaði hann fyrirtæki og útvegar fólki prest til giftinga og útfara. "Rent-a-Rev" nefnist það. Séra Horseman tekur að sér um 250 útfarir á ári og þær þurfa ekki að vera kristnar. Reyndar er minnihluti þeirra samkvæmt rítúali ensku kirkjunnar og brátt verða þær alveg úr sögunni.

Biskupinn þar sem hinn frjálslyndi prestur starfar hefur nefnilega bannað honum að annast athafnir í nafni þeirrar kirkju.

Horseman ætlar ekki að láta það aftra sér og heldur áfram að bjóða þjónustu sína.

Til að bæta samkeppnishæfni sína er hann byrjaður í þriggja ára fjarnámi í vikkatrú, sem er einhvers konar nútímaútgáfa af nornagaldri.

Námið fer fram við College of the Sacred Mists í Kaliforníu.

Skólastýra þar er engin önnur en Lady Raven Moonshadow.

Þetta má lesa á heimasíðu enska tímaritsins Church Times.

Ef til vill er þetta lúkkið á prestum framtíðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi nei, ég vona ekki

Jónína Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 07:54

2 identicon

Þessi blessaði prestur er eins og meintur engill í samanburði við marga aðra... töku sem dæmi kaþólska sem dýrka morknandi múmíur og ég veit ekki hvað.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ekki svo mikill munur á þessu öllu saman, snýst allt um sama dæmi, dauðinn er guðinn, take away death = take away god... menn gera hina furðulegustu hluti vegna dauðans

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 08:05

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig dettur kristnum presti í hug að kalla vikkatrú kukl? 

Hver er eiginlega munurinn á þessu kukli og því sem séra Svavar boðar í sinni vinnu?

Matthías Ásgeirsson, 28.1.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Lúkkið minnir á persónur úr Harry Potter kvikmynd.

Greinin sjálf úr Church Times er athyglisverð lesning. Sjálfur segir hann að ástæða áminningar biskups sé sú að hann framkvæmi einnig athafnir samkvæmt öðrum hefðum en hinnar ensku kirkju. Mér finnst þetta áhugavert m.t.t. trúfrelsis vígðra þjóna kirkjunnar annars vegar og embættisskyldur í opinberu starfi hins vegar, þ.e. hvar vígðum einstaklingi sé stætt á að koma fram í embætti sínu og framkvæma í umboði sinu og hvar hann stígur út úr því embætti og framkvæmir af persónu sinni. Líka má velta fyrir sér að hver miklu leyti sé hægt að aðskila þetta tvennt - embættið og persónuna.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 28.1.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Leiðrétting: "... að hve miklu leiti sé hægt að aðskilja þetta tvennt..."

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 28.1.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Mér óar við þessum tímum - var ekki einhverntíman sagt að vox populi sé vox dei? snýst sjálfsagt um muninn á ytri sannfæringu v/s innri sannfæring.  Gott ef séra Jón nokkur Prímus hafi ekki þurft að díla við eitthvað svona

Ragnar Kristján Gestsson, 29.1.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband