Goðsögnin um tómar kirkjur

korsyngurAftur og aftur les maður staðhæfingar um að kirkjur landsins séu illa nýtt hús, þangað komi fáir og þar sé lítið sem ekkert um að vera.

Það virðist fara óskaplega í taugarnar á mörgum sé bent á það gagnstæða.

Nú í vikunni fékk ég niðurstöður talningar kirkjuvarða Akureyrarkirkju á fólki sem sótti kirkjuna síðasta ár.

Helgihald, messur og fyrirbænastundir sóttu 9.910 manns. Alls komu 21.677 í kirkju í aðrar athafnir (t. d. skírnir, giftingar og útfarir) á hennar vegum, eða samtals 31.587 gestir.

2.697 mættu þar að auki í Akureyrarkirkju á tónleika sem ekki voru á hennar vegum.

Kirkjan er einn vinsælasti áfangastaður ferðafólks í bænum. Því miður hefur ekki verið unnt að telja þann hóp nákvæmlega en kirkjuverðir og aðrir sem vinna við móttöku ferðafólks í kirkjunni álíta að sá fjöldi sé ekki undir 35.000.

Þá er ótalið það fólk sem kemur í Safnaðarheimili kirkjunnar. Sunnudagaskólinn fer þar fram að mestu og annað æskulýðsstarf, fermingarfræðsla, kóræfingar og ennfremur eru prestar kirkjunnar með viðtalstíma í Safnaðarheimili. Þar eru haldnir ýmsir fundir. Félög hafa þar aðstöðu, t. d. AA-samtökin, Samhygð, samtök syrgjenda að ógleymdu sjálfu Kvenfélagi Akureyrarkirkju, sem nýlega fagnaði 70 ára afmæli sínu. Þróttmikið tónlistarstarf kirkjunnar er í Safnaðarheimilii og kapellu. Einnig eru veisluhöld tíð í aðalsal Safnaðarheimilis, t. d. eru þar oft drukkin erfi.

Það er því ljóst að vel yfir 100.000 manns komu í húsakynni Akureyrarkirkju á síðasta ári.

Ég er svo heppinn að vinna með frábæru fólki í Akureyrarkirkju, duglegu og hugmyndaríku. Það er því að þakka að starf kirkjunnar alltaf að aukast - og Guði almáttugum.

Myndin með þessari færslu sýnir Kór Akureyrarkirkju syngja fyrir fullum sal í Safnaðarheimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Við þetta má svo bæta að starf kirkjunnar snýst ekki um það hversu margir mæta í kirkjuna heldur snýst hún um að sinna þeim sem til hennar koma, hvort heldur er í messu eða annað. Hér gilda ekki markaðslögmál kapítalískrar græðgi.

Grétar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 20.2.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er því ljóst að vel yfir 100.000 manns

Hundrað þúsund einstaklingar eða hundrað þúsund heimsóknir?

Hvað mæta margir að meðaltali í messur? 

Matthías Ásgeirsson, 20.2.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Svavar. Síaðst þegar ég kom í kirkju þá var hún tóm.) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.2.2008 kl. 13:05

4 identicon

Sæll Svavar,

Þú segir að 9910 manns hafi mætt í helgihald, messur og fyrirbænastundir. Hversu margar eru þessar samkomur á ársgrundvelli?

mbk,

Þorsteinn 

Þorsteinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:45

5 identicon

Mér sýnist vera þarna 13 gestir, en 34 í kórnum, með stjórnanda...

jóhann (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Ingólfur

Skárra væri það nú ef allar þessar byggingar væru ekkert notaðar. Ég held hins vegar að fólk sé að tala um messusókn þegar það talar um "tómar kirkjur".

Til þess að átta sig betur á kirkjusókn hjá þér og fyrst þú ert með svona góða samantekt yfir gestina að þá langar mig til þess að spyrja?

1) Hver er meðalfjöldi sem mætir í almennar guðþjónustur?

2) Hvað er sóknin stór?

3) Hvað tekur kirkjan marga?

Einnig væri líka gaman að fá svar við spurningu eitt fyrir fyrstu mánuðina janúar til nóvember og svo sér fyrir desember.

Ingólfur, 20.2.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka viðbrögðin og skemmtileg tilviljun að Hlynur skuli hafa komið í tóma kirkju síðast þegar hann lagði leið sína í þvílíkt hús!!!

Ekki ætla ég í neina talnaleiki við menn hér - en það fór eins og mig grunaði:

Mörgum gremst mjög þegar sýnt er fram á að allt talið um tómar kirkjur á ekki við rök að styðjast.

Svavar Alfreð Jónsson, 20.2.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Talnaleiki"

Af hverju svarar þú ekki einföldum spurningum?

Það er alltaf sama sagan.

Matthías Ásgeirsson, 20.2.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Ingólfur

Ég held að það sé engin gremja hérna nema helst þá yfir feimninni þinni við að gefa upp tölur um messusókn.

Ingólfur, 20.2.2008 kl. 23:52

10 identicon

Séra Svavar, þú kemur hér með marvíslegar tölur, væntanlega til að sýna fram á að guðshús séu ekki tóm. Og "ætlar eki að fara í neina talnaleiki"?

 Stunda andmælendur þínir leiki, á meðan þú veifar alvörunni? Er það málið?

jóhann (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 00:54

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kirkjan hefur varla verið tóm ef að Hlynur hefur verið í henni! hehe.. Annars er kirkjusókn mjög misjöfn eftir kirkjum/sóknum. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.2.2008 kl. 07:34

12 identicon

100.000 heimsóknir í 16.000 manna bæjarfélagi held ég að hljóti að teljast nokkuð gott burtséð frá því hversu kirkjan er stór eða hvort að sami maðurinn hafi komið þar oftar en einu sinni :-)

AS (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:50

13 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Það er um að gera að birta tölurnar sem um er beðið Svavar. En nú spyr ég alla hina sem eru alltaf að spyrja um tölu; til hvers spyrjið þið um þessar tölur, hvaða máli skipta þær og hvað hyggist þið sína fram á með þeim tölum?

Grétar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 21.2.2008 kl. 12:36

14 Smámynd: Ingólfur

Nú hef ég ekki mikið verið að halda því fram undanfarið að kirkjur standi tómar, hef þó stöku sinnum bent á það í þeim skilningi að kirkjusókn sé ansi dræm.

En fyrst Svavar velur að setja fram sérstaka færslu um málið til þess að hrekja þessa fullyrðingu að þá finnst mér nú lágmark að hann komi með þær tölur sem skipta mestu máli.

Ég ætla hins vegar ekki að sýna fram á neitt því trúarkönnun þjóðkirkjunnar hefur staðfest að kirkjusókn sé mjög dræm. Þannig fara 43% aldrei í almenna guðþjónustu, 58,9% fara einu sinni eða sjaldnar á ári og 76,3% fara þrisvar á ári eða sjaldnar í almenna guðþjónustu.

Ég skil það því vel að Svavar sé feiminn við að gefa upp þessar tölur sem beðið er um.

P.S. Ein spurning í viðbót, hvernig er talið inn í kirkjuna? 

Ingólfur, 21.2.2008 kl. 14:35

15 identicon

Sonur minn er að fara að fermast í vor og eitt af því sem fylgir er að mæta með hann reglulega í messu. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gert mikið af því að sækja messur og vissi eiginlega ekki á hverju ég ætti von.

En mig langar að segja þessu fólki sem hér skrifar í kommentin hjá þér að það kom mér svo mikið á óvart hvað kirkjunar hafa verið þétt setnar. Ég er búin að prufa nokkrar kirkjur og allsstaðar er sama sagan, nánast kjaftfull kirkja! Og áður en þessu bitru einstaklingar fara að góla að það séu foreldrar með fermingabörn þá get ég sagt þeim að við vorum í minnihluta í öll skiptin.

Ég hélt einmitt að kirkjur landsins væru hálf tómar á sunnudagsmorgnum, en það kom mér gleðilega á óvart að svo er ekki. Og það sem kom mér líka gleðilega á óvart var að það sem presturinn hefur að segja er oft ansi merkilegt, og alls ekki alltaf er það um trú. Ég held að margir sem ég hef séð bregða fyrir hérna ættu að prufa að fara í messur nokkra sunnudaga í röð.

Margrét Sigurjóns (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:44

16 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég þakka enn og aftur ágætar athugasemdir.

Í pistlinum hélt ég því fram að staðhæfingar um að kirkjur séu illa nýttar og þangað komi fáir séu ekki á rökum reistar. Til að styðja mál mitt birti ég nýjar tölur frá kirkjuvörðum í Akureyrarkirkju um fjölda þeirra sem í þá kirkju koma á síðasta ári.

Þá komu vel á annað hundrað þúsund í kirkjuna. Í sókninni eru ríflega 9.000 sálir.

Helgihald í kirkjum landsins er fjölbreytt og ég hef ekki haldbærar tölur um meðalfjölda þeirra sem á síðasta ári sóttu almennar guðsþjónustur í Akureyrarkirkju, eina tegund helgihaldsins þar. Það meðaltal er þó hreint ekkert feimnismál.

Ekki voru allir sem í kirkjuna og Safnaðarheimilið komu á síðasta ári að mæta í messur, enda fer margt fram í kirkjum og Safnaðarheimilum annað en helgihald, þótt það sé mikilvægur þáttur kirkjustarfsins.

Húsnæði kirkjunnar er ábyggilega misvel nýtt en það er fráleitt meira og minna tómt sunnudagsmorgna eða aðra daga.

Það skyldi þó aldrei vera að þeir sem hæst tala um tómar kirkjur séu ef til vill þeir sem aldrei koma þangað?

Svavar Alfreð Jónsson, 21.2.2008 kl. 17:47

17 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Fyrirgefiði, tölur eru að sjálfsögðu HANDbærar en ekki haldbærar.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.2.2008 kl. 18:07

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er ekki við hæfi að vísa á síðustu bloggfærslu þína um sama efni.

Matthías Ásgeirsson, 21.2.2008 kl. 18:16

19 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég þakka Matthíasi kærlega fyrr tilvísunina og hrósa honum fyrir að muna eftir þessari fyrri færslu.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.2.2008 kl. 18:45

20 identicon

Það er ágætt að vekja athygli á þessu Svavar.

Íslenska þjóðkirkjan hefur það hlutverk að þjóna stórum og misleitum hópi fólks.  Ekki fellur allt í kramið og má vera að það skýri hvers vegna kirkjur landsins eru ekki stappfullar hvern einasta sunnudag.  Starf í hverri kirkju er þó margvíslegt og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Akureyrarkirkja býður upp á fjölbreytt starf fyrir unga sem aldna.  Að mínum mati eru tölulegar upplýsingar gagnlegar á margan hátt.  Með tölulegum upplýsingum er hægt að sjá hvað fellur best að geði en hitt er annað mál að þjónusta sem ekki laðar til sín fjölda fólks getur verið nauðsynleg engu að síður.

Kveðja,

Jóna Lovísa.

Jóna Lovísa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:36

21 Smámynd: Fjarki

Það er ekkert nema gott um það að segja að fólk mæti í kirkju, sjálfur er ég ekkert alltof duglegur við það.

Ég er í þjóðkirkjunni og horfi stundum með aðdáun á sönginn og gleðina hjá sumu söfnuðum eins og þeim sem er sjónvarpað nokkuð reglulega.

Ég sakna þessarar gleði hjá minni kirkju, þar er alltaf frekar sorglegt og gleðisnautt í messum, meira að segja við fermingar Þegar unga fólkið er að staðfesta trú sýna.

Fjarki , 21.2.2008 kl. 20:48

22 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

http://talhonjik.blog.is/blog/talhonjik/entry/452193/ Áfram Svavar. Síðan væri gaman að vita hvaðan menn fá þessa sannfæringu sína að kirkjur séu alltaf tómar? Varla er það af eigin reynslu; hvaðan kemur þessi skoðun sem er svo sterk að tölur Svavars geta ekki verið almennilegar fyrst þær samræmast henni ekki?

Þóra Ingvarsdóttir, 21.2.2008 kl. 23:33

23 identicon

Takk fyrir frábæra pistla eins og venjulega sr.Svavar.

Spurning Þóru Ingvarsdóttur hér síðast snertir kjarna málsins. Hvers vegna halda menn því fram að kirkjur séu tómar ef það er ekki rétt? Ég held að svarið sé tvíþætt.  Annarsvega óska sumir þess hreinlega að kirkjurnar séu tóma og gera ekkert til að kanna  þá sannfæringu sína. (Þeir gætu haft á röngu að standa)

Á hinn bóginn er þetta því líka reynsluleysi. Menn hafa einfaldlega ekki farið í kirkju mörg undanfarin ár og vita því ekki hvað þeir eru að tala um.

En það er hægt að gera út um þetta með einföldu prófi. Ef menn vilja á annað borð komast að sannleikanum í málinu.

Ég hvet alla sem lesa þetta til að fara í kirkju næsta sunnudag, hvar sem er á landinu, og kanna málið sjálf. Þá liggur þetta fyrir.

Svo væri auðvitað gaman að heyra menn segja frá reynslu sinni eftir helgina. Bæði þá sem halda að kirkjurnar séu tómar. Og hina líka. 

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband