Það er ekki erfitt að trúa

seglStundum er það gert svo óskaplega flókið að trúa.

Þú þarft að trúa hinu og þessu.

Trúa á Biblíuna, kirkjuna og prestana.

Kokgleypa kenningar, afneita skynseminni og afsala þér forræði yfir eigin lífi.

Rembast við að hafa hitt og þetta fyrir satt.

Hegða þér á tiltekinn hátt, hafa tilteknar skoðanir og aðhyllast tiltekinn lífsstíl.

En það er ekki svona erfitt að trúa. Og alls ekki svona flókið.

Trúin er áreynslulaus, létt og leikandi.

Trúin krefst einskis af þér nema að þú opnir hjarta þitt fyrir þessum stórkostlega möguleika, þessu stórkostlega tækifæri, sem felst í því að lifa lífinu ekki einn, ekki einungis í eigin mætti eða vanmætti, ekki bara fyrir eigin elju og atorku, heldur með Guði.

Sá sem trúir þarf ekki að gera meira en að opna seglin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Mikið eru þeir fallegir pistlarnir þínir og einhvernvegin svo augljóst að þú ert ljúfur og góður maður. Örugglega góður prestur. Ég finn löngun hjá mér til að hlýða á messu hjá þér þó ég sé nú orðin hálfleið á íslenskum prestum og þeirra predikunum úr stóli. Ég get þó alls ekki tekið undir sumt sem þú segir þarna því það skarast við mína trú sem er að bera ábyrgð á eigin lífi en ekki að trúa á bók, byggingar eða embættismenn. Hinu er ég sammála að það er auðvelt að trúa og samsama sig almættinu í hverju sem það er fólgið hvort sem það er eigið sjálf eða alheimsvitund eða hvað annað sem við köllum Guð. Að afneita skynseminni er varla hægt en alltaf erum við að kokgleypa hugmyndir. Trú er slökun og mjög heilbrigt fyrir sálina að hætta að stjórna hlutum heldur taka því sem að höndum ber.. Trú er líka lífstíll eins og þú  bendir réttilega á. Opið hjarta með kærleik til mannkyns krefst einskis nema hæfileikans til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Kveðja í Guðs friði Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:30

2 identicon

Sæll Svavar!

Það er alveg rétt, hjá þér, að það er hvorki erfitt né flókið að trúa, því þú þarft bara að:

  • Trúa á Biblíuna, kirkjuna og prestana.
  • Kokgleypa kenningar, afneita skynseminni og afsala þér forræði yfir eigin lífi.
  • Hafa hitt og þetta fyrir satt.
  • Hegða þér á tiltekinn hátt, hafa tilteknar skoðanir og aðhyllast tiltekinn lífsstíl.

Ekkert mál

Tinni (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Tinni:

"Sá sem trúir þarf ekki að gera meira en að opna seglin."

Svavar Alfreð Jónsson, 13.8.2008 kl. 22:05

4 identicon

Ég á engin segl, en ég opnaði frekar augun sem ég hef, og missti trúna.

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það var nú tími til kominn að þú opnaðir augun sem þú hefur, Sævar Helgi.

Svavar Alfreð Jónsson, 13.8.2008 kl. 23:02

6 identicon

Það er allt of mikið að fólki sem sér heiminn bara í svörtu og hvítu. Takk fyrir þetta.

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:37

7 identicon

Nei, það er sjálfsagt ekki erfitt að trúa.

Það er hins vegar erfiðara að stunda gagnrýna hugsun.

Hvort skyldi nú vera gagnlegra í lífínu ? Að stunda gagnrýna hugsun eða kokgleypa annarra manna hugsanir ?

Ragnar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen! Flottur pistill Svavar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 11:09

9 identicon

Þessi trú sem þú ert að boða er útvatnaður skilningur yðar á biblíu.

Ég hefði td talið að prestar vildu vera 100% púra fullkomnir kristnir.... til þess að það gerist þá eiga menn að selja allt sem þeir eiga og gefa fátækum.
Hvers vegna gera ríkiskirkjuprestarnir það ekki?
Eru þeir kannski ekki nægilega trúaðir?

Að trúa á svona dæmi er óskiljanlegt fyrir alla hugsandi menn, að dýrka guð sem er samkvæmt bókinni hinn hræðilegasti karakter.

Sorry Svavar, ég sé bara að það sé sjálfselska og sjálfsumhyggja sem fær fólk til þess að hræðast þennan guð svo rosalega að það tekur sig til og segir hann góðan, miskunnsaman ástarpung.

Ef ég segði ykkur að 2 + 2 = 5, ef þið trúið þessu þá fáið þið extra líf... <-- þetta er trú í hnotskurn; Því svo elskaði sá trúaði sjálfan sig að hann var tilbúinn að hafna staðreyndum, hann var tilbúinn að segja að illt væri gott... blab bla

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:28

10 identicon

Vá.. Þessi orð þín hitta mig beint í hjartastað.  Takk fyrir mig.  Geri þessi orð að mínum.

"Trúin krefst einskis af þér nema að þú opnir hjarta þitt fyrir þessum stórkostlega möguleika, þessu stórkostlega tækifæri, sem felst í því að lifa lífinu ekki einn, ekki einungis í eigin mætti eða vanmætti, ekki bara fyrir eigin elju og atorku, heldur með Guði."

Sá sem trúir þarf ekki að gera meira en að opna seglin.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:53

11 identicon

Þessi guð, hvar og hver sem hann er, er mér sagt að sé góður gangi ég með honum, hef oft reynt og sannarlega gert það, en eftir að hafa t.d misst dóttur mína í tvígang í heim eiturlyfja spyr ég hvar í veröldinni guðinn sjálfur var einmitt þá? veistu það nokkuð Svavar?

vilborg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:16

12 identicon

Jesús hefur aldrei lofað okkur lífi sem inniheldur enga erfiðleika, hann hefur hins vegar lofað okkur að ganga með okkur í gegnum erfiðleikana.

P.Magg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:12

13 identicon

Ég tek undir með þér það þurfi ekki annað en vind í seglin en einföldunar er þörf hvað trú snertir því ólík trúarbrögð og ósamræmi þeirra er það sem heldur aftur af mörgum að reyna þá leið að nýta vindinn sem trúin gefur

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:31

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Annað hvort er Guð til eða ekki. Svo ræður fólk hverju það trúir. Flóknara er það nú ekki.

Víðir Benediktsson, 14.8.2008 kl. 22:04

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Ég hef stundum verið að spá i hvort það hafi ekki verið óttaleg vitleysa að hætta að messa á latínu. Væri ekki betra ef maður skildi ekki textana og messusvörin og tæki bara við þessu sem heilagleika. Síðan gæti hver og einn túlkað það fyrir sig og allir notið unaðsstundarinnar sem góð messa getur sannarlega verið. Maður myndi bara opna seglin eins og þú segir og meðtaka guð  í hjarta sitt. Ég hef líka stundum spáð í hvort það ætti ekki að vera fall í náminu til prests ef viðkomandi tónar ekki nógu vel. Þú mátt kannski ekki starfsins vegna stúdera þetta með mér en  ..... í guðs friði. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:19

16 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Jú Kolla, stundum er hægt að skilja án þess að skilja (ef þú skilur hvað ég meina). Ég held t. d. að hægt sé að koma heilmiklu til skila með tónlist og stundum er þar eitthvað tjáð sem ekki hefði verið hægt að tjá með orðum.

Svo reynum við að vanda okkur við tónið, maður þarf ekki endilega að hafa mikla og fallega rödd til að geta tónað skikkanlega en ef til vill ættu þeir sem alls ekki geta tónað að fá aðra til þess?

Ég þakka þér áhugann. Það er gaman að skiptast á skoðunum við þig. Sendi þér og þínum bestu kveðjur.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.8.2008 kl. 22:53

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Svavar ég skil hvað þú meinar . Þakka þér hlý orð og kveðjur og haltu endilega áfram að skrifa þína fínu pistla. Guð veri með þér kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:52

18 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Skrýtið hvernig þú ákvarðar línuna hvar rökhugsuninni skal sleppa. Skil ég fyrri hluta færslunnar rétt; sumsé að það sé erfitt að kyngja kennisetningum því skynsemin berst á móti?

Einhverra hluta vegna finnst mér erfitt að slást í hóp með Jahve biblíunnar (og jú, líka grænsápuþvegna guði Þjóðkirkjunnar). Fyrir mér svarar hann engum spurningum. Þú mátt þess vegna kalla það að ég neiti að opna seglin, eða sjái hlutina bara í svarthvítu.

Kannski er það fegrun á flækju sem Guð fyrir mér býr til. Maður heyrir oft hjá prestum vandræðalegar réttlætanir á aðgerðaleysi Guðs að hann grípi stundum ekki inn í til að þroska okkur mannfólkið - nú eða honum er þakkað að enginn hafi látist í gosi sem gengur yfir Vestmannaeyjar og grefur tugi heimila í rúst. Það minnir mig í versta falli á einræðistilburði einhvers valdasjúks einstaklings, eða í besta falli óþarfar flækjur til að geta réttlætt ósýnilega vininn sinn.

Kristján Hrannar Pálsson, 15.8.2008 kl. 19:55

19 identicon

Svavar!

Hvernig væri að þú útskýrðir aðeins betur fyrir okkur, hvað í því felst: 

  • að opna seglin"?  
  • að opna augun fyrir trúnni?

Hér er augljóslega um líkindamál að ræða og afleiðingar, þessara fullyrðinga,  mun flóknari en þú vilt vera að láta..

Athyglisvert, annars hvað fólk þykist vita samt hvað þú ert að meina, því ég hef ekki hugmynd um það?

Tinni (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:46

20 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Tinni þetta er auðskilið ef þú lest greinina, athugasemdir mínar og svör Svavars. Annað mál er svo hvort maður er sammála. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2008 kl. 22:29

21 identicon

Kolbrún:   þetta er auðskilið ef þú lest greinina, athugasemdir mínar og svör Svavars.

Það er akkúrat málið að þið segið ekki neitt, nema að skilningurinn virðist gagnkvæmur og það þurfi bara að opna seglin og taka við almættinu osfrv..

Hvað felst í því að opna seglin?.. 

Ég get verið sammál því að trúin sé einföld, þegar horft er til þess, að búið er að framkvæma alla hugsun fyrir þann trúaða..  Hann þarf ekki að virkja einu einustu heilafrum til að trúa...  bara að trúa því sem "valdspersóna" segir honum..  

Fyrir þá sem misst hafa fótanna í lífsins ólgusjá er þetta mikið happ að geta hallað sér að ímynduðum vini sem reddar öllu, þegar botninum er náð... Þægilegt.  þurfa ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum...  vinurinn sér um þetta allt..  einfalt mál..

Þá segja hinir trúuðu gjarnan að þeir hafi komist að þessari niðurstöðu eftir vandlega og ígrundaða hugsun..  Já einmitt... engin utanaðkomandi hafði áhrif..  og það hafði sem sagt engin áhrif að foreldrar innprentuðu þetta inn í barnssálina í æsku..  nei nei ekkert svoleiðis..  Engin áhrif vegna þess að illa hefur gengið í lífinu..

Tinni (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:58

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Tinni. Ég skil ekki hvað þú skilur ekki. Þú ert með skýringuna  Ég skil þetta einmitt þannig að það sé alveg eins hægt að  tengja sig við "Guð" með því að hlusta á undurfagra tónlist og hátíðlegt söng í kyrrð og ró. Þá þarf ekki að skilja neitt bara njóta. Eins er með það að trúa á Guð. 

Að opna seglin = fela sig Guði (vindinum)  á vald. Láta hann stjórna lendingunni.

Að opna augun fyrir trúnni = Sjá kosti þess að varpa ábyrgð á lífinu til Guðs.

Ég kýs að skilja Svavar svona og finnst þetta miklu betra en bókstafstrúin þar sem fólk vitnar að biblían segi þetta og hitt og fyllist heilagri vandlætingu á öðru fólki. Það framkallar öfgana held ég. Annars erum við yfirleitt á öndverðum meiði ég og prestarnir. Það er því hálffyndið að ég sé að svara hér á þessari síðu hjá sjálfum predikaranum. Guð og Svavar fyrirgefi mér framhleypnina. Þér Tinni get ég ekki svarað betur. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:59

23 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ekkert að fyrirgefa, Kolla. Fínt svar og eins og talað frá mínum nýrum - þó svo að með "góðum" vilja megi sjálfsagt misskilja og mistúlka þetta með að "varpa ábyrgð á lífinu til Guðs". Takk fyrir.

Svavar Alfreð Jónsson, 18.8.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband