Fjölmiðlar á umbrotatímum

media[1]Fjölmiðlar eiga að vera aðgangsharðir. Þeir eiga að nota vald sitt til að veita valdinu öflugt aðhald. Fjölmiðlar eiga að vera krítískir á valdið hver sem fer með það, hvernig sem það birtist og hvort sem um er að ræða t. d. ríkisvald eða auðvald.

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar verið duglegir við að benda á skýrslur og ummæli þar sem varað var við tæpu ástandi íslenskra banka og hættunni sem íslenskri þjóð stafaði af því.

Ábyrgð þeirra er mikil sem létu slíkt eins og vind um eyru þjóta. Og ábyrgð fjölmiðlanna er líka mikil. Hvar voru þeir þegar ummælin féllu og skýrslurnar voru lagðar fram?

Íslendingar eiga marga góða blaðamenn. Mín skoðun er sú að skynsamleg lög um eignarhald á fjölmiðlum hjálpi okkar góðu blaðamönnum að vinna sín mikilvægu störf sem eru í þágu okkar allra.

Nokkuð er um að kvartað sé undan aðgangshörku fjölmiðlafólks. Ég held að blaðamenn geti vel verið fastir fyrir og krafið menn um svör án þess að vera dónalegir. En línan þar á milli er stundum hárfín.

Og ég velti fyrir mér hvort rétt sé að blaðamenn megi ekki setja sig í dómarasæti. Blaðamaður sem hefur þekkingu á viðfangsefni sínu hlýtur að mega draga ályktanir af því sem hann heyrir og sér.

Þekking á viðfangsefninu er samt alltaf það sem greinir á milli skynsamlegra dóma annars vegar og innantómra upphrópana hins vegar.

Stundum er sagt að blaðamenn séu spegill samtíðarinnar. Þess vegna hafi þeir leyfi til að tjá reiði þjóðarinnar. Reiði þjóðar birtist í reiðum spyrlum.

Það finnst mér alls ekki fráleit kenning.

Ég set á hinn bóginn spurningamerki við að fjölmiðlar verði hluti af refsivaldinu; sökudólgar séu dregnir fyrir fjölmiðlaböðla og látnir sæta húðlátum eða öðru verra.

Blaðamenn eiga alltaf að vera aðgangsharðir. Stundum er ekki nema von að þeir séu reiðir.

En þeir eiga líka að vera yfirvegaðir. Ekki síst á umbrotatímum.

Sagan sýnir að kreppur eru tímar popúlista og öfgamanna.

Nú eru þeir allir búnir að taka sín númer og bíða eftir að komast að.

Ef til vill er röðin þegar komin að sumum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála

Verst að góðir fréttamenn á DV og Stöð 2 hafa verið bældir niður !

 Góður Pistill !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góður pistill hjá þér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eru auðmennirnir ekki eigendur fjölmiðlanna í dag?  Auðvitað er ekki gengið hart að auðmönnunum, sem borga laun blaða/fréttamannanna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.10.2008 kl. 01:58

4 identicon

Ég get ekki verið meira sammála. Hef t.d. hugsað að hóparnir sem hafa mótmælt s.l. laugardaga dygðu illa til ef um værir að ræða kosningar. Við búum við lýðræði fólk má og á að fara í mótmæli þ.e.a.s. þeir sem telja það skila einhverju. Sem ég tel það aftur á móti ekki gera. Minn réttur til að viðra hvað ég hugsa. Allra síst tel ég skítkast á einstaklinga eftirsóknarvert.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:42

5 Smámynd: Líney

Flottur pistill.

Líney, 27.10.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband