Vongleði

PICT0167[1]Í hádeginu fór ég á tónleika í Akureyrarkirkju. Haukur Ágústsson söng negrasálma við undirleik Daníels Þorsteinssonar.

Þetta voru flottir tónleikar. Vandaður söngur og píanóleikur. Þó var ekkert of niðurnjörvað fyrir þetta form tónlistar.

Gaman var að sjá hversu margir komu á tónleikana.

Haukur kynnti sálmana. Hann lætur sér ekki nægja að flytja þá heldur er hann mjög vel að sér um þessa tónlistarhefð og kann skil á tilurð einstakra sálma.

Haukur benti á að enda þótt negrasálmar væru samdir af fólki í neyð, þrælum, sem þoldu ólýsanlegt harðræða herra sinna, hins hvíta manns, væri hvorki hefndarþorsti né hatur í þeim.

Sálmarnir væru þvert á móti fullir af vongleði. Þeir eru nærandi og styrkjandi. Þeir eru verk fólks sem þrátt fyrir miklar þrengingar og þjáningar gleymdi ekki lofgjörðinni og þakklætinu.

Við getum margt af þessu lært, Íslendingar. Við upplifum núna erfiða tíma þótt ekki sé hægt að líkja þeim við það sem þrælarnir þurftu að þola.

Hættan við hremmingar af mannavöldum er sú að þá er svo auðvelt að fyllast beiskju og hefnigirni. Vissulega þurfum við að finna eðlilegri reiði útrás en ef við látum neikvæðar tilfinningar stjórna okkur tekst okkur ekki að byggja upp landið okkar.

Við þurfum að rífa niður það sem hefur skaðað okkur, hreinsa burt skemmdir og reka út illa anda.

Negrasálmarnir miðla okkur von, gleði, lofgjörð og þakklæti og það eru góðir byggingarsteinar þess nýja Íslands sem fyrir liggur að reisa.

Myndin er frá tónleikunum í dag og er tekin af heimasíðu Akureyrarkirkju, akirkja.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Gaman var að sjá hversu margir komu á tónleikana."

Teljast leikskólabörnin (eða eru þetta grunnskólabörn) á öftustu bekkjum með sem kirkjugestir þegar þið stærið ykkur af góðri kirkjusókn?

Mér sýnist þetta nokkuð góð mæting.  Frekar tómlegt fremst en það er nú vanalegt að fólk þori ekki að setjast fremst.  Meðalaldur frekar hár en við því er að búast.  Voru sætaferðir?

Matthías Ásgeirsson, 4.5.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sæll Matthías,

Það vill þannig til að við Haukur erum kunningjar frá fornu fari svo ég fór inn á heimasíður Akureyrarkirkju ti að sjá myndina uppstækkaða.

Ertu nokkuð farinn að sjá börn þar sem engin börn eru sjáanleg?

Eru annars börn og gamalt fólk eitthvað ómerkilegri í þínum augum en fólk á barneignaraldri.

Hólmfríður Pétursdóttir, 5.5.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Svavar mikið hefði ég viljað vera með ykkur að hlusta á Hauk og Daníel.

Hólmfríður Pétursdóttir, 5.5.2009 kl. 11:46

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við Haukur erum systkinabörn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 12:26

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Svavar!

Það var troðin kirkja hjá ykkur þegar ég og minn maður vorum á ferðinni

á Akureyri og sátum guðþjónustu í Akureyrarkirkju.Held að þið séuð að gera góða hluti.

          Guð blessi þig og þína!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.5.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hólmfrímur, það eru fleiri myndir frá tónleikunum á síðu Akureyrarkirkju. Leitaðu aðeins betur.

Nei, börn og gamalmenni eru svo sannarlega ekki betri. Börnin mæta þó ekki að eigin frumkvæði og ég vildi óska þess að eldra fólki væri boðin afþreying sem ekki tengist trúmálum því ekki eru allir eldri borgarar trúaðir.

Þakka þér annars kærlega fyrir áhugann á mér og athugasemdum mínum hér á moggabloggi. Þú stendur þig ágætlega en mættir þó vanda þig betur.

Matthías Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fékk samviskubit, það var ekki fallega gert af mér að senda Hólmfríði hjálparlaust í leiðangur.

Hér er myndin af börnunum.

http://akirkja.is/gallery/kirkjulistavika_2009/pict0169.jpg/

Matthías Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 21:28

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías, Þetta er hárrétt hjá þér.

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.5.2009 kl. 00:04

9 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías, ég nenni ekki í rökræður núna, en stenst þetta ekki.

Svona var spurningin: 

Eru annars börn og gamalt fólk eitthvað ómerkilegri í þínum augum en fólk á barneignaraldri.

Og þetta er svarið:

Nei, börn og gamalmenni eru svo sannarlega ekki betri. Börnin mæta þó ekki að eigin frumkvæði og ég vildi óska þess að eldra fólki væri boðin afþreying sem ekki tengist trúmálum því ekki eru allir eldri borgarar trúaðir.

Skil ekki svarið.

Nóg framboð af afþreyingu fyrir gamalt fólk. Og mjög mörg börn koma í kirkju að eigið frumkvæði.

Góða nótt.

Hólmfríður Pétursdóttir, 6.5.2009 kl. 00:20

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eins og sést gerði ég mistök í svari mínu, þar ætlaði ég að segja að þau séu svo sannarleg ekki verri.

Nóg framboð af afþreyingu fyrir gamalt fólk. Og mjög mörg börn koma í kirkju að eigið frumkvæði. 

Af einhverjum ástæðum herjar kirkjan sérstaklega á þessa tvo hópa, börn og gamalmenni.  Ég veit ekki af hverju, kannski þú ættir að spyrja séra Svavar hvort honum þykir börn og gamlt fólk eitthvað ómerkilegri en fólk á barneignaaldri. 

Það má deila um hvort nóg sé af afþreyingu fyrir eldra fólk, ég vildi að hún væri meiri og óháð trú.  Mér finnst nefnilega ljótt (mannvonska) að aðgreina fólk út frá trúarskoðunum, bæði börn og eldra fólk.  Ég er einn af þessu skrítna fólki sem vill að allir séu saman (annar Akureyrarprestur kallar þetta viðhorf umburðarlyndisfasisma).  Sök sé þó trúarhópar stundi sitt trúarlíf, en að mínu mati snýst það um mannréttindi að það sé ekki gert fyrir skattfé eins og í þessu tilviki.

Aftur má deila um hvað "mjög mörg börn" eru mörg, ég held því fram að þetta sé beinlínis ósatt hjá þér.  Börnin koma einmitt ekki að eigin frumkvæði.  A.m.k. ekki börnin sem mættu á þessa tónleika.

Ég hef sýnt þér þá kurteisi síðustu daga að svara öllum þínum spurningum.  Þú mættir stundum endurgjalda mér kurteisini.  Oft virðist svarið fara fyrir ofan garð og neðan og þú virðist einmitt nenna rökræðum.  Ef þú villt kynna þér skoðanir mínar nánar ertu velkomin á bloggsíðu mína, þar getur þú gert athugasemdir eins og þú villt og ég skal svara þér.

Ólíkt séra Svavari dylgjupresti.

Matthías Ásgeirsson, 6.5.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband