Trú og neysla

plasttharfir

Fjörugar umræður hafa verið um síðustu bloggfærslu en þar hélt ég því meðal annars fram að tengsl væru á milli efnishyggju og neysluhyggju og einnig trúleysis og neysluhyggju.

Til nánari útskýringar birti ég hér tvær tilvitnanir.

Sú fyrri er í grein eftir hagfræðinginn Kamran Mofid. Hún skýrir sig held ég sjálf.

We cling to the notion that contentment is obtained by the senses, by sensual experiences derived from the consumption of material goods. This feeds an appetite of sensual desire. At the same time we are led to view others as our competitors, scrabbling for the same, limited resources as we are. So we experience fear -- the fear of losing out, the fear that our desires will not be satisfied.

We can observe that the whole machine of expanding capitalism is fueled by two very strong emotions: desire and fear. They are so strong that they appear to be permanent features of our condition. Yet many religious traditions have taught us that, since these emotions are based on ignorance, a misconception of reality, they can be removed by the true understanding of reality. According to religion, happiness is an inner or divine experience available to anyone, rich or poor. Fundamentally, there is nothing that we lack. By developing the mind, our inner qualities, we can experience perfect wholeness and contentment. If we share with others, we will find that we are not surrounded by competitors: others depend on us as we depend on them.

Greinina má sjá í heild sinni hérna

Seinni tilvitnunin er í sjálfan mig - hvorki meira né minna.

Þar ræði ég um þarfir en í neysluhyggjunni er mjög höfðað til mannlegra þarfa og segi:

Ef við skoðum lítillega þörf mannsins hugmyndasögulega sést að upplýsingin og líberalisminn töldu frelsun mannlegra þarfa undirstöðu menningarlegra framfara. Menn áttu að viðurkenna sig sem þurfandi, ekki að bæla niður þarfir sínar. Raunar eiga bæði kapítalisminn og sósíalisminn þessa afstöðu til þarfa mannsins sameiginlega: Maðurinn þarf og hann þarf að verða meðvitaður um þarfir sínar. Kapítalistinn segir manninn þurfa að þurfa til að sjá ástæðu til að kaupa. Karl Marx sá fyrir sér fyrirmyndarríki þar sem öllum mannlegum þörfum yrði mætt.

Síðar komu fram menn sem gagnrýndu að gert væri út á þessi mið mannlegra þarfa. Jung kallaði kapítalismann þarfaörvunarhagkerfi og yngri sósíalistar skilgreina kapítalismann gjarnan þannig að hann leiði til ofgnóttasamfélags þar sem maðurinn er gerður að fórnarlambi neysluþarfa sinna. Þar gangi allt út á að kveikja nýjar þarfir, sem séu í raun ekki þarfir mannsins heldur þarfir framleiðslunnar. Herbert Marcuse taldi vestræn hagkerfi einkennast af andstæðunum milli sannra og falskra þarfa. Falskar taldi hann þær sem kveiktar eru með manninum til að undiroka hann og festa í sessi þrælkun, árásargirni, eymd og ranglæti, en sannar þær sem frelsa einstaklinginn frá slíku.

Maðurinn er augljós þarfavera í kristnum dómi. Hann íhugar eigin skort og sér að hann hvorki getur né kann á svo margan hátt. Ef til vill má segja að það sé öllum trúarbrögðum sameinginlegt að viðurkenna að maðurinn sé sjálfum sér ekki nógur. Engu að síður eru menn ekki á einu máli um hvers maðurinn þarfnist og á hverjum tíma hefur verið gerður greinarmunur milli raunverulegra og ímyndaðra þarfa hans. Kristnin á það sameiginlegt með mörgum öðrum hugmyndakerfum að þar hafa raunverulegar eða sannar þarfir yfirleitt verið skilgreindar sem góðar þarfir, þær sem eru manninum til heilla en ekki til bölvunar. Þörf mannsins er með öðrum orðum gildisbundið hugtak. Það sýnir til dæmis sú kristna hugsun að það sé ekki sönn þörf mannsins að eignast sem mest af því sem mölur og ryð fá grandað, heldur hafi hann miklu fremur þörf fyrir gleði þess heims sem koma skal. Kristnin styðst sem sagt við ákveðin gildi og ákveðið verðmætamat, en ekki bíókemísk lögmál, þegar hún greinir milli raunverulegra og ímyndaðra þarfa mannsins. Þess vegna er í kristni beint samhengi milli þess sem við þörfnumst og þess sem okkur ber.

Þessi orð eru úr erindi sem ég flutti á prédikunarráðstefnu Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti í nóvember 2003.

Skiltið hér að ofan sá ég í New York fyrir nokkrum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eru þetta rök þín fyrir fullyrðingunni: ég held líka að tengsl séu á milli neysluhyggju og trúleysis ?

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 11:27

2 identicon

Guð er gervi Svavar, þetta er allt í þykjustunni... krakkar vita þetta í dag.
Ég hugsa að þú vitir þetta sjálfur, en þú þarft að verja starfið þitt, er það ekki... ég meina, þú gætir verið í mun minni neyslu í flestum öðrum störfum..
Af hverju selur þú ekki allar eigur þínar og gefur fátækum.. af hverju hangir þú ekki undir húsvegg og bíður eftir að guð gefi þér að borða.
Þetta stendur í bíblíu, allir sem vilja verða 100% kristnir eiga að gera þetta.. af hverju gerir þú þetta ekki, viltu ekki vera 100% fylgjandi Jesú?

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Jón Stefánsson

Það sem mér finnst vanta hér og í fyrri færsluna líka er það sem hamrað var á í eldri athugasemdum:

Hefurðu *eitthvað* fyrir þér í því að það sé samhengi milli trúhneigðar annars vegar og "löngunina í dót" hins vegar?

Ekki bara tilvitnanir í eitthvað sem menn hafa sagt?

Ef við skoðum í kringum okkur sjáum við Omegapresta á dýrum bílum, ríkiskirkjupresta á dýrum bílum og búandi í þessum líka fínu einbýlishúsum, með góð laun og farandi í utanlandsferðir.

Þannig að á yfirborðinu blasir ekki við að raunveruleikinn sé í nokkru samræmi við skoðanir þínar.

Því myndi ég ó svo gjarnan vilja sjá einhverjar rannsóknir á þessu. Að trúaðir hugsi fyrst og fremst um andleg málefni; biðja, vera með fjölskyldunni, afneiti flatskjám, stórum íbúðum og fallegum bílum o.s.frv. meðan trúleysingjarnir fái ekkert út úr fjölskyldustundum en fari frekar (en trúaðir) í búðir til á láta sér líða betur; að þeir eigi fleiri flatskjái miðað við trúaða með sambærilegar tekjur o.s.frv.

Þegar þú skaffar þetta hefur þú fært rök fyrir þessari skoðun, en þangað til eru þetta dylgjur.

Jón Stefánsson, 27.5.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Jón, hófsemi er trúarleg dyggð. Áhangendur trúarbragða eru hvattir til að gæta hófs. Munaður og óhóf fer trúuðum manni illa. Lúxus fer kirkjunni illa. Fjölmargir trúleysingjar sem hér hafa látið að sér kveða eru mér sammála um það. Doktorinn hér að ofan og aðrir sem m. a. vilja að ég afsali mér hluta af launum mínum. 

Af hverju?

Gera þeir þær kröfur til trúleysingja?

Af hverju ekki?

Svavar Alfreð Jónsson, 27.5.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Jón Stefánsson

Vegna þess að trúleysingjar fá ekki laun við að boða það?

Finnst þeim þetta kannski bara hræsni?

Að þiggja fínustu laun, keyra um á fínum bíl, eiga fínt hús, hafa það helvíti gott - og vera í vinnu við að boða að aðrir eigi ekki að gera þetta?

Jón Stefánsson, 27.5.2009 kl. 13:43

6 identicon

Það má vel vera að hófsemi sé dyggð samkvæmt trúarbrögðum en það útilokar auðvitað ekki hófsemi í eftirsókn eftir drasli af fullkomnlega efnislegum ástæðum. Efnisleg gæði eru jú takmörkuð og það hljóta flestir að vera sammála um að það eigi að skipta þeim með sanngjörnum hætti milli manna og ganga ekki um of á auðlindir náttúrunnar. Það er líka röng forsenda að gefa sér að mannskepnan sé í eðli sínu gráðug í drasl og þurfi trúarbrögðin til þess að kenna sér hófsemi. Ég hef ekki kynnst manneskju á minni ævi sem metur efnislegt drasl sem æðsta markmið lífs síns, trú eða trúleysi skiptir nákvæmlega engu máli í því samhengi.

Bjarki (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:02

7 identicon

Nei Jesú sagði að þú ættir að SELJA ALLT SEM ÞÚ ÁTT og gefa fátækum... það verði menn að gera vilji þeir vera 100% kristnir.
Afhverju viltu ekki vera 100% fylgjandi Jesú.... stóla bara á að guð gefi þér að borða eins og fuglunum, að guð sjái um líkama þinn.
Mannstu ekki loforðið frá Jesú: Allir sem biðja um X í mínu nafni munu verða bænheyrðir.

Hver er þá vandamálið með að verða 100% eins og Jesú vildi að þú yrðirÐ

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:40

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jón, hófsemi er dyggð.

 Lagaði þetta fyrir þig.

Við gerum engar kröfur til trúaðra eða trúleysingja.  Erum einfaldlega að benda á hræsni þína þegar þú lýgur því að hófsemi sé á einhvern hátt trúarleg dygð en trúleysi fylgi efnishyggja ( í merkingunni eignast meira dót, ekki í merkingunni að telja að efnið sé undirstaða alls, líka hugarstarfsseminnar ).

Svavar, þetta er á ótrúlega lágu plani.

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Trúleysingjar fá ekki laun fyrir að boða hvað, Jón?

Svavar Alfreð Jónsson, 27.5.2009 kl. 15:09

10 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hófsemi hefur verið talin dygð bæði heimspekileg og trúarleg, bæði í austuröndum og á vesturlöndum.

Svo ætla má að mannkynið allt hafi komist að því að það sé farsælt að vera hófsamur.

Hólmfríður Pétursdóttir, 27.5.2009 kl. 15:20

11 identicon

Ég fæ ekki laun Svavar... zero laun.
Minir einu hagsmunir eru mannréttindi, jafnrétti, menntun, vísindi... .note ekkert er þarna sem er spes fyrir mig.. heldur fyrir okkur öll.
Ég er semsagt betri en guð... guðinn þinn myndi aldrei gefa þér séns á að dýrka eitthvað annað en hann sjálfan.. ég myndi verja rétt þinn til að dýrka hvað sem er svo lengi sem það skaðaði ekki aðra og eða skerti mannréttindi þeirra.
Ég myndi verja þig fyrir guði.. rétt eins og ég myndi verja sjálfan mig fyrir hefndarþorsta hans, spyrja hann hvaða vandamál hann´ætti við að etja, sem gerði hann svona leiðinlegan

DoctorE = betri en guð...  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:49

12 identicon

Ég er enn ekki búinn að sjá hvernig neysluhyggja trúleysingja og trúaðra sé mismunandi. Ertu með einhver dæmi um mismunandi neyslu af trúleysingja og einhverjum trúuðum?

Þessi umræða er á svipuðu róli og sú umræða að siðferði trúaðra sé öðruvísi (betri) en þeirra sem eru trúleysingjar.

Ennfremur væri það forvitnilegt ef þú gætir upplistað þau atriði/eiginleika þar sem trúleysingjar eru "öðruvísi" en þeir sem eru trúaðir. Ef það er einhver munur á milli þessara tveggja hópa fyrir utan trú á yfirnáttúrulegri veru að þá hefur það farið framhjá mér. Að minnsta kosti tók ég persónulega ekki eftir neinum muni á mér eftir að ég gaf upp kristna trú og varð trúleysingi.

Þröstur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband