Óþjóðalýður

CSC_0096

Sumir sjá fyrir sér heim án þjóða. Engin landamæri. Eina menningu. Ein trúarbrögð. Eina tungu.

Eru sumar myndir svonefndrar fjölmenningarhyggju kannski í raun slík einmenningarhyggja?

Fjölmenning er ekki fólgin í því að hver gleymi og afneiti sérstöðu sinni. Fjölmenning er ekki menningarleg flatneskja.

Fjölmenning kallast það þegar fólk með ólíka menningu og af mismunandi uppruna býr saman í sátt og samlyndi.

Til þess að ólíkir menningarhópar geti þrifist í einu samfélagi þarf að sýna umburðarlyndi og tillitssemi.

Tjáningarfrelsið er einn hornsteina lýðræðisins. Það frelsi verður þó að nota af ábyrgð eins og allt annað frelsi. Það er ekki gott innlegg til fjölmenningarinnar ef við notum tjáningarfrelsið vísvitandi til að svívirða það sem öðrum er heilagt.

Heimur án landamæra, heimur án þjóða og heimur án fjölbreytileika er leiðinlegur heimur.

Eitt af því sem gerir hann skemmtilegan er það fyrirkomulag að láta hann skiptast í þjóðir.

Kurteisi og tillitssemi er gjaldið sem við borgum til að fá að hafa svoleiðis veröld.

Það er engin tilviljun að fólk sem hvorki kann að sýna kurteisi né tillitssemi er flokkað sem óþjóðalýður.

Myndin: Eyjafjarðará ætti að heita Eyjafjarðarfljót þótt ekki borgi sig að hræra í því. Hér er ein þriggja kvísla hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sumir sjá fyrir sér heim án þjóða. Engin landamæri. Eina menningu. Ein trúarbrögð. Eina tungu.

Svo hljóðar skírnarskipunin (Matt 28):

18Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda 

Matthías Ásgeirsson, 6.8.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég sé líka fyrir mér þetta:

6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.
Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman og smásveinn gæta þeirra.
7Kýr og birna verða saman á beit, ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,
og ljónið mun bíta gras eins og nautið. 8Brjóstmylkingurinn mun leika sér
við holu nöðrunnar og barn, nývanið af brjósti,
stinga hendi inn í bæli höggormsins.
9Enginn mun gera illt, enginn valda skaða
á mínu heilaga fjalli því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni
eins og vatn hylur sjávardjúpið.

(Jesaja 11, 6 - 9)

Svavar Alfreð Jónsson, 6.8.2009 kl. 10:42

3 identicon

engar þjóðir og engin landamæri eru fráleitt það sama og eitt tungumál, ein menning og ein trúarbrögð.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, þjóðremba og trúarbrögð hafa verið notuð sem yfirvarp. Raunveruleg ástæða allra stríða er efnahagsleg og hefur alltaf verið. Þetta snýst um fæðu og orku fyrst og fremst - sem eru jú raunverulegur grundvöllur tilverunnar og því verðmæti bæði beint peningalega og jafnframt mikilvægt stjórnunartæki fárra yfir mörgum. En það er víst erfitt að selja almúganum áróður sem byggist á því að ræna aðra og því hefur verið farið í þetta venjulega tilfinningaklám sem svo margirr gleypa við - guð og föðurlandið.

Baldur Fjölnisson, 6.8.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er skrítið, seinni athugasemd mín virðist ekki hafa skilað sér. 

Matthías Ásgeirsson, 6.8.2009 kl. 20:43

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Höldum okkur við efnið, Matthías.

Svavar Alfreð Jónsson, 6.8.2009 kl. 20:50

7 identicon

Og þegar þú kemur aftur af bleika skýinu þín inn í raunveruleikann muntu komast að því að þessi ólíka menning og trúarbrögð er einmitt það sem kemur í veg fyrir einingu.

steina (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góðan pistil Svavar.

Það er líka örugglega mikið til í því hjá Baldri að þjóðremba og trúarbrögð hafa oftast verið notuð sem yfirvarp fyrir stríð.  Þegar skoðað er undir yfirborðið koma fljótlega í ljós pólitískar eða efnahagslegar ástæður sem drífa deilurnar áfram.   

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband