Ríkið og Móna Lísa

DSC_0192 

Tvennt er ég að hugsa um núna.

Annars vegar orð dr. Páls Skúlasonar um ríkið en ég horfði á ágætt viðtal Egils Helgasonar við hann í Silfri dagsins.

Dr. Páll sagði að okkur ætti að þykja vænt um ríkið. Ég er sammála því. Ríkið er samvinnuverkefni okkar borgaranna. Sumir vilja hafa verkefni ríkisins mikil, aðrir telja að þeim eigi að stilla í hóf.

En það er sama hversu miklu eða litlu hlutverki við útdeilum ríkinu, við hljótum að bera virðingu fyrir því.

Virðing fyrir ríkinu er í raun sjálfsvirðing.

Dr. Páll sakaði okkur Íslendinga um að hafa horn í síðu ríkisins.

Á Íslandi þykir hallærislegt að vera "ríkis-eitthvað".

Ég held að það sé þörf ábending hjá dr. Páli að við þurfum að endurmeta afstöðu okkar til ríkisins.

Ríki er orðið hálfgert skammaryrði.

Andstæðingar Þjóðkirkjunnar kalla hana "Ríkiskirkju" og þeir sem vilja senda mér sneið með áleggi sæma mig titlinum "ríkiskirkjupresturinn" sr. Svavar.

Hins vegar og því sem var annars vegar nánast ótengt:

Ég er að lesa einstaklega skemmtilega skrifaða ævisögu Leonardos da Vinci eftir Stefan Klein. Þar eru m. a. áhugaverðar pælingar um málverkið af Mónu Lísu.

Hvað er svona merkilegt við þá mynd?

Hún er nánast yfirnáttúruleg.

Frumlegasta skýringin á aðdráttarafli listaverksins er að mínu sú að Móna Lísa sé svo vel máluð að hún bregðist við okkur en við ekki við henni.

Hún sé á vissan hátt meira lifandi en áhorfandinn.

Myndin: Í  Árbót í Aðaldal býr einstakt sómafólk. Dæja og Konni eru einhverjar ærlegustu, bestu og skemmtilegustu manneskjur sem ég þekki. Þar að auki hef ég lengi aðhyllst þá kenningu að útsýnið úr stofuglugganum í Árbót sé flottasta stofugluggaútsýni í sólkerfinu og þótt víðar væri leitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Andstæðingar Þjóðkirkjunnar kalla hana "Ríkiskirkju" og þeir sem vilja senda mér sneið með áleggi sæma mig titlinum "ríkiskirkjupresturinn" sr. Svavar.

Með litlu essi, ríkiskirkja.  Þetta er ekki sérnafn heldur lýsandi heiti - og við færum rök fyrir því.  Hæstiréttur hefur úrskurðað að þú sért ríkiskirkjuprestur.

Í þessu felast ekki fordómar gagnvart ríkisstarfsmönnum enda fjölmargir "andstæðingar Þjóðkirkjunnar" starfsmenn ríkisins.  Aftur á móti teljum við út í hött að trúarleiðtogar séu í opinberis starfsmenn og fáránlegt að hin svokallaða Þjóðkirkja (sem stóru þorni, enda sérnafn en ekki lýsandi heiti) sé slík stofnun.

Það er þér líkt að reyna að nýta þér orð Pás, sem ég tek heilshugar undir, til að fá samúð :-)

Matthías Ásgeirsson, 13.9.2009 kl. 23:43

2 identicon

og þeir sem vilja senda mér sneið með áleggi sæma mig titlinum "ríkiskirkjupresturinn" sr. Svavar.
Þú ERT ríkiskirkjuprestur. Ef ég vildi senda þér sneið myndi ég kalla þig ríkistöfralækni, sem þú ert reyndar líka þegar á allt er litið.

Hugsaðu um það næst þegar þú biður fyrir sjúkum.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband