Vonarljósin kvikna

DSC_0112 

Áriđ 1967 sendi Stevie Wonder frá sér jólalagiđ góđkunna Someday at Christmas.

Textinn er saminn á tímum stríđsins í Víet Nam og mikillar baráttu fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum. Hann fjallar um vonina.

Lexía dagsins, en svo nefnast ritningarlestrar úr Gamla testamentinu, er úr spádómsbók Jesaja. Hann er einn af mínum uppáhaldstextum og jólalagiđ Someday at Christmas er eitt af mínum eftirlćtisjólalögum.

Ţar segir:

Ţá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýriđ liggja hjá kiđlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman og smásveinn gćta ţeirra. Kýr og birna verđa saman á beit,
ungviđi ţeirra hvílir hvort hjá öđru og ljóniđ mun bíta gras eins og nautiđ.
Brjóstmylkingurinn mun leika sér viđ holu nöđrunnar og barn, nývaniđ af brjósti, stinga hendi inn í bćli höggormsins. Enginn mun gera illt, enginn valda skađa á mínu heilaga fjalli ţví ađ allt landiđ verđur fullt af ţekkingu á Drottni eins og vatn hylur sjávardjúpiđ.

Lexían og jólalagiđ eiga ţađ sameiginlegt ađ ţar birtast miklar og bjartar vonir. Ţessir tveir textar sýna ađ manneskjan hefur alla tíđ vonađ. Henni nćgir ekki veruleikinn eins og hann er. Hún sćttir sig ekki viđ ţađ sem fyrir liggur. Hún á sér vonir og drauma. Hún sér fyrir sér ţađ sem gćti orđiđ.

Bćđi í lexíunni og jólalaginu er fjallađ um miklar vonir og bjartar. Ţar er kveikt á vonarljósum jafnađar, sáttar, frelsis, réttlćtis og friđar. Ţó eru árţúsund á milli ţessara tveggja texta.

Ţađ sýnir ađ ţessar vonir eru sameign mannkyns og kynslóđa ţess.

Mađurinn á sér vonir og ţćr fá byr undir báđa vćngi nú á ađventunni.

Ljósin sem viđ tendrum ţá eru vonarljós.

Vonin bregđur birtu á dimman heim.

Ný og bjartari veröld byrjar ađ verđa til í hjarta ţess sem vonar.

Myndin er af dómkirkjunni í Skálholti, tekin í október á ţessu ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bćđi í lexíunni og jólalaginu er fjallađ um miklar vonir og bjartar. Ţar er kveikt á vonarljósum jafnađar, sáttar, frelsis, réttlćtis og friđar. Ţó eru árţúsund á milli ţessara tveggja texta.

Mér finnst ţetta nú ekki fallegur texti í Gamla testamentinu, ef mađur les allan kaflann ţá sér mađur ađ hluti af ţessum mikla friđar- og sáttarheimi verđur stríđsbrölt hinnar útvöldu ţjóđar gegn nágrönnum sínum:

Ţeir munu steyđa sér niđur á síđu Filista gegn vestri og rćna í sameiningu austurbyggja. Edóm og Móab munu ţeir hremma og Ammónítar verđa ţeim lýđskyldir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.12.2009 kl. 23:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband