Ţrjú hugtök

DSC_0820

Yfir vikulegum grjónagraut í foreldrahúsum spunnust umrćđur um hugtakiđ "alúđarfrekja".

Alúđarfrekjur eru svo elskulegar og kurteisar ađ áđur en mađur veit af er mađur búinn ađ gefa ţeim nćstu mánađarlaun sín.

Alúđarfrekjur ná sínu fram međ alúđinni og elskulegheitunum.

Ég ţekki margar slíkar. Ég útiloka ekki ađ ein klćđist mér sjálfum en mun ţrćta fyrir ţađ ţví ekki er heldur hćgt ađ útiloka ađ ég sé ţráaskítur.

Annađ ágćtt hugtak er "ofbeldisgestrisni".

Ofbeldisgestrisni er hluti af gamla góđa Íslandi. Ofbeldisgestrisni finnst hjá ömmum sem skella ţriđju rasphjúpuđu lćrissneiđinni á diskinn hjá manni ţrátt fyrir mótmćli og einlćg neyđaróp.

Og gera sig líklega ađ sćkja ţá fjórđu ţegar bráđaliđarnir eru búnir ađ koma manni í gang međ straujárnunum sínum.

Ţriđja hugtakiđ  á biskupinn sem prédikađi í bókmenntamessu í Akureyrarkirkju í dag.

Ţađ er "fegurđ ţess brotna".

Fegurđ tengist í margra hugum fegurđarsamkeppnum, ávölum línum, samsvörunum, fallegum litum, formum sem gleđja augun og hljóđum sem heilla eyrun.

En fegurđin er líka fólgin í brotnum girđingarstaurum, visnuđum stráum, höltum gamalmennum,  snjáđum bókum og ryđguđum dráttarvélum.

Myndin: Bćjarlćkurinn hjá tengdó ristir sinn svip í ćvintýralega fjallahöll vetrarríkisins í Svarfađardal. Honum er ekki alls varnađ ţótt ekki sé hann stór.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú fékkstu mig til ađ hlćja. Mađur kannast jú ansi vel viđ ţessi einkenni, en ţó auđvitađ ekki hjá sjálfum sér. Ég er hryssingurinn uppmálađur og kćfi engan í alúđ.  Ég get ţó tengt mig viđ fegurđ ţess brotna, gamla og lúna. Ég vona ađ sem flestir sjái hana í mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Mér finnst orđi "ofbeldisgetrisni" vera hrein snilld. Man afar vel eftir ţví ađ sem barn kom ég á bć í námunda viđ matartíma. Mér var borinn hrókađur diskur af steikti kjöti, sem viđ smökkun reyndist ver ađ nýbornum kálfi. Kjötiđ var eins og slepja upp í mér og ég man hvađ ég tók út af klíju viđ ađ koma ţví niđur. Međ naumindum tókst mér ađ koma í veg fyrir ađ önnur slumma vćri sett á diskinn minn. Ţarna var sko á ferđinni "ofbeldisgestrisni" og ţetta var líka međan bannađ var ađ leifa.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 22:58

3 identicon

Godann daginn Svavar.

Thakka godann pistil eins og venjulega. Eg man vel eftir thessu med ofbeldisgestrisni hja ommu minni, og ef madur vogadi ser ad segja nei takk, tha sagdi hun alltaf "hvad thykir ther ad thvi"

Thetta er falleg mynd, eins og allar thinar myndir, en manstu hvada dag og klukkan hvad hun var tekin?

Bestu kvedjur

Islendingur (IP-tala skráđ) 11.1.2010 kl. 10:59

4 Smámynd: Svavar Alfređ Jónsson

Takk, Íslendingur. 1. 1. 2008 kl. 00:08

Svavar Alfređ Jónsson, 11.1.2010 kl. 12:37

5 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtileg hugtök

Sigrún Óskars, 11.1.2010 kl. 16:36

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég rakst annars á skemmtilegt nýyrđi hjá heni Ásthildi, sem ég held ađ eigi sér rót í barnsmunni. "Sérstaklingur" yfir sérstaka einstaklinga. Kannski erum viđ bara öll sérstaklingar, hvert á sinn máta.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 16:37

7 Smámynd: Svavar Alfređ Jónsson

Sammála, Jón Steinar, "ţađ er alla vega merkilegt hve fáir eru eins og fólk er flest", sagđi kallinn.

Svavar Alfređ Jónsson, 11.1.2010 kl. 16:55

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ţetta er tćr snilld. Ég veltist um af hlátri og segi eins og ađrir ađ ţetta er allt mjög kunnuglegt. Eins finnst mér nýyrđiđ sérstaklingur afar skemmtilegt og andsvar karlsins einnig. Hann hefur eflaust veriđ sérstaklingur. Einn sjómađur sagđi um afar góđa kvikmynd. " ţetta er besta bíómynd sem enginn hefur nokkurtíma séđ "

Takk fyrir ţessa frábćru fćrslu Svavar. Ţú ert eins og kletturinn í hafinu. Ţú klikkar aldrei. Ţađ vantar bara álfa á ţessa mynd hún er svo kynngimögnuđ og falleg. Kveđja til ykkar allra Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.1.2010 kl. 22:24

9 Smámynd:

Ja nú skellihló ég   Ţekki bćđi alúđarfrekjur og ofbeldisgestrisni - verst ţegar ţessir eiginleikar sameinast í sömu manneskjunni. En ég hef lengi haft auga fyrir "fegurđ ţess brotna" og ţótt hún fallegri en margt ţađ sem heilt er. Og myndin af bćjarlćknum er frábćr. Sem sagt ákaflega gleđivekjandi fćrsla ţarna á ferđ hjá ţér

, 12.1.2010 kl. 15:49

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já meira en fyndiđ. Alvöru skemmtilegt. Ţađ er kannski ekki úr vegi ađ upplýsa guđsmanninn ađ nú er talađ um fimm valkosti í sambandi viđ búsetuhagi fólks. Ţađ er gift, ein ( eđa einstök eins og ég segi alltaf ), í sambúđ, í fjarbúđ og í lúllabúđ . Bara svona upp á gríniđ. Flott fćrsla enn og aftur. Brotiđ dót er ekki í uppáhaldi hjá mér en elli, slit og smá beygla er allt í lagi.  Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.1.2010 kl. 17:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband