Í sumarskapi

Þverá í Laxárdal (18)

Að undanförnu hef ég verið í sumarskapi. Sumarið hefur verið mér ofarlega í huga. Ég hef hugsað þangað, hvað eigi að gera, hvert eigi að fara og hvenær eigi að taka fríið.

Aðalástæðan fyrir þessum sumarhugleiðingum nú í aðdraganda þorrans er sú að brúðhjón sumarsins eru byrjuð að panta sér presta og kirkjur.

Töluvert mörg hjónaleysi hafa haft samband við okkur í kirkjunni með það erindi að komast loksins í eina sæng.

Nýlega var ég í viðtali við þýsku útvarpsstöðina Deutschlandsfunk vegna þeirrar fjölgunar á fæðingum sem hér hefur orðið og Þjóðverjum finnst merkileg á krepputímum.

Kannski stefnir í svipað með hjónavígslurnar?

Og þegar er komin ein pöntun á 10. 10. ´10.

Mér er sagt að margir renni líka hýru auga til dagsetningarinnar 07. 09. ´13 en við erum ekki byrjuð að taka niður pantanir fyrir þann dag.

Ég finn á mér að sumarið verður gott. Ég tek það snemma og hjóla um Þýskaland með vinum mínum í maíbyrjun. Á að giska mánuði síðar fagna ég 30 ára stúdentsafmæli með skemmtilegustu skólasystkinum í veröldinni. Síðan ætlum við hjónin að ferðast um þetta óviðjafnanlega land okkar og hver veit nema okkur takist að plata eitthvert barnanna með? Eitthvað mun ég veiða og við göngufélagarnir erum búnir að mæla okkur mót við eyfirska fossa. 

Inn á milli verður setið úti í garði við snarkandi grill.

Ég iða af tilhlökkun.

Færslunni fylgir að sjálfsögðu mynd sem ég tók í sumarfríinu mínu í fyrra. Þarna erum við á Þverá í Laxárdal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gleðilegt ár, Svavar.

Mikið er hressandi og upplífgandi að lesa svona blogg um sumartilhlökkun.

Áætlunin gefur þér ástæðu til að búast við góðu sumri fyrir þig og þína. Ég vona að árið allt verði þér gott og gjöfult.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.1.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband