Fjölmiðlar og lýðræðisumbætur

DSCN0915 

Ég fagna því ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða tíðari hér á landi.

Ekki henta öll mál jafn vel til slíkrar afgreiðslu og sum eru flóknari en önnur.

Hin lýðræðislega niðurstaða er heldur ekki alltaf hin rétta. Meirihlutinn getur hæglega haft á röngu að standa eins og dæmin sýna. Líka þótt um sé að ræða tiltölulega einföld mál og auðskilin.

En ég er samt lýðræðissinni.

Fjölmiðlar eru ein forsenda lýðræðisins, sama í hvaða formi það er. Það er hlutverk fjölmiðlanna að vera vettvangur þjóðfélagslegrar umræðu og skoðanamyndunar. Fjölmiðlarnir eiga að veita valdinu aðhald. Þeir eiga að vera gagnrýnir. Og síðast en ekki síst eiga fjölmiðlarnir að miðla upplýsingum til almenningis, uppfræða hann, þannig að hann geti tekið upplýstar ákvarðanir um málin.

Hér eigum við Íslendingar mikið verk óunnið. Ef til vill eru brýnustu lýðræðisumbæturnar einmitt í þessu.

Ég er þeirrar skoðunar að ef fjölmiðlar eigi að gegna hlutverki sínu megi þeir ekki bara vera í eigu þeirra sem helst þarf að gagnrýna og veita aðhald.

Þess vegna þurfum við að setja eignarhaldi á fjölmiðlum einhverjar skorður.

Mikilvægasti fjölmiðillinn er og verður Ríkisútvarpið. Endurskoða þarf uppbyggingu þess og yfirstjórn. Hvort tveggja þarf að sýna að Ríkisútvarpið er þjóðarútvarp en ekki batterí á vegum stjórnmálaflokkanna.

Atburðir síðustu missera sanna nauðsyn öflugs Ríkisútvarps.

Mér finnast hugmyndir menntamálaráðherra um kennslu í fjölmiðlalæsi í skólum landsins mjög góðar.

Við þurfum ekki bara vandaða fjölmiðla. Við þurfum ekki síður mynduga áheyrendur, lesendur og áhorfendur.

Hann ber sínar byrðar, köngullinn á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Afskiptum flokkana af ríkisútvarpinu þarf að ljúka endanlega. Góður pistill.

Kveðja úr Naustahverfi.

Arinbjörn Kúld, 18.1.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband