Að standa upp úr sófanum

DSC_0856

Í Grímu hinni nýju er sagt frá tveimur kerlingum þingeyskum. Þetta var þegar vesturferðir voru í tísku. Kerlingunum leist best á að komast alla leið til Brasilíu. Þeim hafði verið sagt að þar sprytti bæði kaffi og sykur. Ekkert fengu þær betra en það og töldu þær landið því algjöra paradís.

Voru þær staðráðnar í að flytja til Brasilíu og fóru að grennslast fyrir um hvernig ætti að komast þangað.

Var þeim sagt að siglt væri af stað frá Akureyri. Þær þyrftu því að fara þangað fyrst.

Þótti kerlingunum þá "óvænkast ráð sitt" því ekki gátu þær komist til Akureyrar nema fara yfir Fnjóská.

Fnjóská var að þeirra mati svo ægilegur farartálmi á leiðinni til Brasilíu að þær lögðu öll áform um flutninga þangað suður á hilluna.

Þessi saga minnir okkur á að oft eru mestu torfærurnar þær að standa upp úr sófanum.

Myndin: Hláka í Innbænum á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha snilldar vel skrifaður pistill og ótrúlega fyndinn. Hvað er að gerast með þig Svavar ertu búinn að fá þér aðstoðarritstjóra sem sér um fyndnina. Ég verð að segja að alltaf var nú mikil viska í pistlunum þínum en núna er hún sett fram af slíkri kímni að maður getur hlegið endalaust. Ég þingeysk kerlingin sé þetta ljóslifandi fyrir mér. Þúfurnar í hausnum á manni, þær fella mann , það er málið.  hahaha bráðnauðsynlegt að komast til Brasilíu. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.1.2010 kl. 22:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svo satt

Jónína Dúadóttir, 21.1.2010 kl. 06:45

3 Smámynd:

Kannast við það    Skemmtisaga á heimsmælikvarða

, 21.1.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband