25.1.2010 | 08:41
Fjölmiðlar í svikaleik
Í Silfri Egils í gær barst talið að íslenskum fjölmiðlum.
Menn höfðu sverar áhyggjur af því að niðurskurðurinn í fjölmiðlum hér á landi bitnaði einkum á reynslumiklum blaðamönnum.
Kjúklingarnir í stéttinni sætu áfram enda væru þeir á lægra kaupi.
Vissulega er mikil eftirsjá að reyndum blaðamönnum.
En líka má benda á annað sem fram kom í Silfrinu:
Nú er að koma í ljós að hrunið fólst meðal annars í því að hér var stillt upp glæsilegri leikmynd; götumynd í vestra.
Nú er að koma í ljós að íslenskur efnhagsveruleiki var ekkert nema sú framhlið.
Þessi sviðssetning var að sjálfsögðu ekki möguleg nema með góðri hjálp fjölmiðlanna sem útskýrir áhuga auðmanna á að eignast sem mest af þeim.
Ekki vildu þeir eiga fjölmiðlana til að græða á þeim, svo mikið er víst.
Fjölmiðlarnir tóku þátt í svikaleiknum, voru hluti af honum og brugðust því hlutverki sínu að vera gagnrýnir og veita aðhald.
Einhverjir kynnu að segja að ef til vill veitti ekkert af því að fá nýtt blóð í íslenska fjölmiðlakroppinn?
Í morgunþætti Rásar tvö var enn verið að fjalla um fjölmiðla.
Formaður Blaðamannafélags Íslands og útvarpsstjóri töluðu um þá ósvinnu að fjallað væri um fjölmiðla á gagnrýninn hátt.
Kvartað var undan gagnrýni m. a. Morgunblaðsins og flokksráðs VG á RÚV.
Hvergi kom fram í hverju sú gagnrýni var fólgin en talað á óljósan hátt um einhverja ægilega heift.
Þannig var gagnrýnin afgreidd af formanninum og útvarpsstjóranum.
Hún fékk enga málefnalega umfjöllun.
Menn virtust einfaldlega hneykslaðir á að hún kæmi fram.
Útvarpsstjóri og formaður blaðamannafélags Íslands standa yfir rústum sviðsmyndarinnar sem þeir tóku þátt í að reisa og eru alveg bit á að nokkur vogi sér að gagnrýna fjölmiðla.
ES
Ég mun ekki sakna beinna útsendinga frá afhendingu Grímu, Eddu eða íslensku tónlistarverðlaunanna. Það brotthvarf er ein af fjölmörgum blessunum kreppunnar.
Myndin: Þessi lækur er einn af þeim sem hafa fengið að fossa í hlýindunum að undanförnu.
Athugasemdir
Godann daginn Svavar.
Thakka kaerlega serlega godann pistil.
Bestu kvedjur
Islendingur (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 11:18
Sæll Svavar. Orð í tíma töluð. Hvar voru reynsluboltarnir fyrir hrun bankanna þegar sýnilegt var allt árið 2008 hvert stefndi? Voru ekki sumir þeirra á ferðalögum með forsvarsmönnum þáverandi ríkisstjórnar sem lét hjá líða að bregast við þeim efnahagsvanda sem búið var að vara þau við. Hvar voru reynsluboltarnir eftir hrun og Icesave málið var í uppsiglingu? Hvar voru reynsluboltarnir í sumar og vetur þegar Icesavelögin voru þvinguð í gegnum Alþingi svo forsetinn varð að bjarga þjóðinni með því að neita lögunum staðfestingar. Útvarp Saga hefur allar götur frá árinu 2006 haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld fyrir klíkuskap og spillingu. Sömuleiðis fyrir allt það tómlæti sem ríkisstjórnir undanfarin misseri hafa orðið uppvís að. Því hafa engir reynsluboltar tekið undir með Útvarpi Sögu?? Nei,vegna þess að við reynum ekki að tilheyra gervielítunni og erum óháð því þurfum ekki að þjóna neinum vildarvinum útí bæ og beita þöggun á margvísleg málefni.
Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.