Víst refsa bankar, Gylfi!

DSC_0005 

Fróðlegt var að heyra viðtal Helga Seljan við Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Kastljósi kvöldsins.

Leikmaður eins og ég skilur vel það sjónarmið að fara verði vel með eignir bankanna eins og ráðherrann benti á.

En síðan bætti Gylfi við:

...margir vilja ganga lengra og setja bönkunum nánast einhver siðferðileg eða pólitísk markmið

Ekki leist íslenska viðskiptaráðherranum vel á það.

Og auðvitað er það arfavitlaus hugmynd að vilja setja bönkunum einhver siðferðileg markmið.

Hvað þá pólitísk.

Eða þá að gera bankana "hluta af refsikerfinu" eins og viðskiptaráðherrann kallaði það.

Það er nú svo galin hugmynd að varla má nefna hana - eða svo skildi ég ráðherrann.

Ráðherrann gat þess ekki að bankarnir refsa fólki grimmilega.

Meðaljóninn sem ekki getur greitt skuldir sínar fær ekki fyrirgreiðslu í bönkum.

Kortin eru tekin af honum.

Húsið & bíllinn.

Hann er hundeltur af bönkunum alla sína ævi.

Svo sannarlega eru bankarnir hluti af refsikerfinu.

Þegar efnahags- og viðskiptaráðherra gapir af hneykslan yfir því að menn skuli vilja setja bönkunum einhver siðferðileg markmið og vera svo galnir að ætla að gera bankana hluta af refsikerfinu er hann ekki að tala um meðaljóninn í þessu landi.

Hann er að tala um þá sem skulda bönkunum mest og hafa valdið þjóðinni hvað mestum efnahagslegum skaða.

Bankarnir mega ekki refsa þeim.

Og þegar sá aðall á í hlut má ekki setja bönkunum nein siðferðileg eða jafnvel pólitísk markmið.

Þetta er eina skjaldborgin sem stjórnvöld virðast hafa hug á að búa til.

Myndin er tekin frammi í firði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnvöld dæla skattpeningum okkar lýðsins inn í bankana, en við lýðurinn fáum ekkert á móti framlagi okkar til bankanna.  Þetta er óréttlæti sem ég þoli ekki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Með hverjum degi verður það ljósara að markmið ríkisstjórnarinnar felast í efnahagslegum gildum, óháð siðferði, réttlæti eða lýðræði.

Er ekkert bogið við þetta?

Hrannar Baldursson, 19.2.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Góð og þörf grein.

Þráinn Jökull Elísson, 19.2.2010 kl. 20:41

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Lýsing þín á örlögum Meðaljónsins við greiðslufall er rétt og hárbeitt. Kennitala hans verður "holdsveik" og bankakerfið fær asmakast hið minnsta birtist hún á tölvuskjánum hjá því. Hversu mikið þarf greiðslufall Baugsfeðga að verða svo kennitölur þeirra verði "holdsveikar"? Eða er bankakefið kannski í læknisleik við þá "sjúku menn"?

Gústaf Níelsson, 19.2.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: IGÞ

Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að almenningur hafi unnið til saka í bankahruninu?

Því skildi almenningur sem svaf svefni hinna réttlátu eiga yfir höfði sér fjárhagslega fjötra um ókomin ár með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir komandi kynslóðir.

Sú stjarnfræðilega upphæð sem almenningur er krafin um vegna Icesave plús það að fá enga leiðréttingu höfuðstóls lána, höfuðstóls sem vegna ranglátra og óskiljanlegra reiknikúnsta hefur vaxið svo að ekki einu sinni fræðingar talna og speki geta fært rök fyrir eða skilið sjálfir.

Skilningsleysi og ráðaleysi þeirra sem með völdin fara er er eitt af undrum veraldar. Það er ekki undarlegt að upp í huga manns komi að um heilsubrest sé að ræða

Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?

IGÞ, 19.2.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Spurning hvort ekki þarf að biðja fyrir blessuðum ráðherranum  

Það er að verða spaugilegt að hlýða á hann og Jóhönnu þegar þau lýsa undrun sinni á gangi mála eins og einhver annar stjórni en ríkisstjórnin. Kræst hvað þetta er allt spaugilegt. Ekki skrýtið að Spaugstofan sé orðin óþörf.  Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband