Nú skal þegja!

Fjallganga 083 

Ég hef mínar meiningar í Evrópusambandsmálum þótt ekki séu það sannfæringar digrar.

Umræðan um málið hefur því miður einkennst af blekkingum, öfgum, upphrópunum og nú síðast tilraunum til þöggunar.

Annars vegar eru þeir sem líkja ESB við gamla Sovét og aðildarsinnum við landráðamenn.

Hins vegar eru þeir sem sjá öll vandamál hverfa við inngöngu Íslands í Sambandið og segja andstæðinga þess forpokaða einangrunarsinna sem séu á móti alþjóðlegri samvinnu.

Til hverrar sögu ber jafnan nokkuð eins og kallinn sagði. Umsókn Íslands um aðild að ESB átti sér aðdraganda.

Aðdragandinn var sá að með umsókninni átti að láta reyna á hversu góðum samningi væri hægt að ná.

Það var í raun ekki verið að sækja um aðild heldur miklu fremur verið að kanna jarðveginn - enda var stundum talað um aðildarumsóknina sem könnunarviðræður - þótt sumir fræðimenn tali núna um aðildarferli.

Nýjasta trendið í ESB-umræðunni er að nú vilja aðildarsinnar endilega þagga niður í þeim sem eru mótfallnir aðild.

Alþingi sé búið að samþykkja að sækja um aðild og nú megi ekki trufla samninganefndina með einhverjum efasemdum um gagnsemi þess að Ísland gangi í ESB.

Þeir frábiðja sér umræðu því hún gæti skemmt samninginn.

Ef ég væri eindreginn aðildarsinni þætti mér auðvitað mikilvægt að geta lagt sem bestan samning fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Því betri samningur þeim mun meiri líkur eru á að þjóðin samþykki að ganga í ESB.

En aðildarsinnar fóru ekki þá leið.

Þeir sóttu um án þess að hafa haft þjóðina með sér í því. Og þeir sóttu um þegar þjóðin er með buxurnar á hælunum í efnahagsmálum og samningsaðstaðan afleit.

Þeir sóttu um þegar líkurnar á slæmum samningi eru hvað mestar.

Og sussa núna á þjóðina þegar hún leyfir sér að efast.

Myndin: Mér fannst við hæfi að hafa evrópska mynd með þessari færslu því þrátt fyrir efasemdir mínar um ágæti skrifræðisbáknsins í Bruessel er ég einlægur Evrópusinni. Myndina tók ég fyrir nokkrum árum í gönguferð upp á höfuð Mússólínis á Mörkum í Ítalíu. Áletrunin hljóðar: ZONA DEBERLUSCONIZZATA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flottur Svavar.

Auðvitað látum við ekki þagga niður í okkur.  

Aðildarsinnar eru í vandræðum vegna þess að EB krefst þess að fá að stjórna fiskveiðum og fá sína réttlátu hlutdeild.  Ussususs þetta vilja þeir ekki tala um og það megum við ekki heldur. 

Sigurður Þórðarson, 26.2.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er aðildarsinni og ég vil einmitt fá tækifæri til að rökræða við andstæðinga aðildar og hyggst gera það meðan viðræður standa yfir og eftir því sem upplýsingar um samningaferlið berast. Það er afarnauðsynlegt að velta öllum flötum málsins upp. án upphrópana og gifuryrða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2010 kl. 17:26

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er akkúrat rétti tíminn fyrir þig Hólmfríður.  Þegar þjóðinn er löskuð og óviss um framtíðinna með Qvislinga við stjórn.  Þá er tækifærið, enda verður trefla prjón ekki frá neinum tekið.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Rétt Hólmfríður. Eftir fréttum að dæma hefur ESB nú lagt fram sín samningsmarkmið. Hver eru markmið Íslendinga? Mér finnst umræðan ekki snúast um efnisaðriði málsins heldur eitthvað allt annað.

Sæmundur Bjarnason, 27.2.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband