7.3.2010 | 23:26
Þjóðstjórn og kosningar
Nú er þjóðin búin að hafna ísklafasamningi ríkisstjórnarinnar.
Þá er viðkvæði þeirra sem bjuggu til samninginn sem enginn vill að þeir beri ekki ábyrgð á Icesave.
Ég geri mér grein fyrir að hvorki Jóhanna né Steingrímur stofnuðu til þeirra reikninga á sínum tíma.
Ég veit líka að sennilega ber enginn flokkur jafn litla ábyrgð á því að þeir urðu til og VG.
Og enginn meiri en Sjálfstæðisflokkurinn.
En VG ber sína ábyrgð á samningnum um Icesave-greiðslurnar.
Hann reyndist vondur.
Svo vondur að ekki einu sinni þeir sem gerðu hann treystu sér til að mæla með honum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Lögfræðingur sem tekur að sér að semja um skaðabætur vegna skemmdarverka getur ekki losnað við ábyrgð á lélegum samningi með því að segja að hann hafi jú ekki framið spellvirkin sjálfur.
Fjórflokkurinn ber sameiginlega ábyrgð á ísklafamálinu.
Nú er kominn tími til að hann snúi saman bökum við að leysa það og önnur brýn mál.
Við þurfum þjóðstjórn til valdra verkefna.
Að mínu mati þarf að kjósa hér ört næstu árin. Endurnýjun þarf að eiga sér stað í íslenskri pólitík.
Hún á sér ekki stað nema með öflugu aðhaldi okkar kjósenda.
Myndin er tekin á lóð Háskólans á Akureyri. Þótt hann sé inni í miðjum bæ er stutt í fallega náttúru.
Athugasemdir
Eigum við ekki núna að fara fram á að þeir sem bera ábyrgð á ICESAVE sjái bara um hann ?
Sjálfstæðisflokkurinn tekur við ICESAVE, eins og þú segir bera þeir ábyrgð á ICESAVE !
Finnst þér að til sé einhver sem þú treystir til að taka að sér þjóðstjórn ?
Allt embættismannakerfið er gjörspillt, allir opinberir embættismenn fengu störfin í gegnum sínar klíkur ? Þar er engin !
Lögfræðingar, endurskoðendur og háskólafólk, allt er þetta gegnum sýrt af spillingu og djobbum í gegnum klíkur ? Þar er engin !
Bankafólkið sem laug að þér til að stela af þér sparnaðinum þínum ?
Fjölmiðlafólk, þar eru bara ,,copy/paste2 , sem gera bara það stjórnendur vilja ? Þar er engin !
Það væri ef til vill til venjulegt fólk út í þjóðfélaginu , sem ekki hefur þurft að henda úreltum kennslubókum vegna þess að fræðin hrundu ? Held samt að það vilji alls ekki leggja nafnið sitt við allt það sem unadan er gengið !
Hver er það þá ?
Við eigum að fá okkur fólk að utan til að taka hér við stjórnvöldum á nokkur ár og hreinsa til !
Það er verið að búa til skajldborg um alla glæpamennina og efhenda þeim fyrirtækin sem þeir skuldsettu ! En okkur er sendur reikningurinn !
Svona er þetta í dag !
JR (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:48
Þjóðstjórn gæti aldrei komið neinu í verk, utanþingsstjórn gæti það hins vegar. Ég sé það ekki fyrir mér að formenn flokkanna 5 sem fulltrúa eiga á Alþingi gætu komið sér saman um neitt, ekki einu sinni kaffitíma og matartíma í þinghúsinu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2010 kl. 02:48
Allir fastir í tilgangslausu svika-starfi! M.kv.Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2010 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.