Lygin og ágirndin

DSC_0009 

Fjármálakerfi heimsins virðist eiga sér tvær höfuðstoðir.

Annars vegar byggist það á orðrómi. Ekki hið raunverulega virði hlutanna skiptir máli heldur hvernig talað er um virði hlutanna.

Gjaldþrota bönkum má bjarga með því að tala þá upp og stöndug fyrirtæki er hægt að eyðileggja með því að tala þau niður.

Lygin er önnur höfuðstoð fjármálakerfisins.

Hin undirstaða fjármálakerfisins er ágirndin. Þar er hvorki meira né minna en um dauðasynd að ræða. 

Menn eru að þessu til að græða. Til að eignast og verða sífellt ríkari.

Kerfi þar sem daðrað er við lygina og lagst með græðginni er dæmt til að falla.

Ég læt gamla gátuþulu um lygina fylgja þessum orðum.

Lygin kemur víða við eins og fram kemur í þulunni.

Kringum oss flækist eitt kvikindisgrey.

Kvikindi þetta sé ég núna,

fótalaust, höfuðlaust, þei, þei, þei!

Þarna höfum við gömlu frúna.

Gamla fúin er í gömlu hettunni,

gengur þó staflaust á hæðum og sléttunni,

skjögrandi, veltandi, skríðandi, smjúgandi,

skoppandi, hoppandi, stökkvandi, fljúgandi,

laðandi, geisandi, lötrandi, fjúkandi,

líðandi, þrammandi, dansandi, rjúkandi

fer hún um gjörvallan gamlan heim.

Gestinum taka menn höndum tveim.

 

Í Ástralíu og Ameríku

álíta flestir hana píku.

Einstöku menn segjast ei vilja sjá hana.

Alls staðar býr hún,

öllu við snýr hún,

fjölræðin er hún,

furðumargt sér hún.

 

Hún á bú í brunnunum

og burðarkvenna munnunum.

Hún tekur víns úr tunnunum

tappann og segir: „Gott!"

Hún predikar með prestunum,

hún prangar gömlu hestunum,

hún liggur í vagnalestunum

og lifir nokkuð flott.

 

Oft er hún falin í fallegu nöfnunum,

feitlagin er hún í stórbókasöfnunum.

Fylgir hún ætíð og alls staðar póstunum,

ungfrúnna stundum hún hallast að brjóstunum.

Hún setur dómþing með dáins vörum,

hún drýpur af manna og kvenna svörum,

hún skrafar í réttarskjölunum,

hún skríkir í fundarsölunum,

hún flakkar á leikhúsfjölunum,

hún fyllir kirkjur af reyk.

Hún slær bumbu í blöðunum,

hún blindar flesta í stöðunum,

breiðist út hjá blöðunum

við borð hún situr keik.

Ómandi í ljóðunum,

laðandi í hljóðunum,

ískrandi í peysunum,

pískrandi í hreysunum.

 

Hún er sá andsvali ísþokumökkur

sem ísböndum reyrir mannkynið allt.

Hún er það eilífa alheimsrökkur.

sem allt gerir dimmt og kalt.

 

Þula þessi birtist í þriðja bindi Heimdraga (Reykjavík 1967). Þar er sagt að hún gæti verið eftir Eirík á Brúnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður pistill. Verulega áhugaverð greining á höfuðstoðum kerfisins. Hvernig hægt er að tala upp og niður svokallað virði er með ólíkindum.

Kveðja úr Naustahverfi.

Arinbjörn Kúld, 9.3.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Kalikles

Fyrir þessu standa: frímúrarar uppí 33.gráðu.þar fyrir fyrir ofan eru 13gráður sem kallast illuminati, sem síðan er stjórnað af "síonista"öfgahóp í ísrael. þetta lið er allt satanistar; en fæstir sem ekki eru 33.gr. eða hærra settir eru bara þrælar flægtir í blekkingarvefinn eins og þið hin.

Eitt mest notaða "simbol" þeirra er píramídinn með auganu sem flestir þekkja; augað segja þeir vera auga "Horusar" en ef maður skoðar málið vel sér maður að þetta er hið illa hægra auga sem stendur fyrir gyðjuna "RA" en ekki hið góða vinstra auga sem stendur fyrir "Horus"; "RA" er jafnframt skýrskotum til "Istar" frá Babilon o .s frv. Gott dæmi er "logo" íslandsbanka sem er hægra auga.                                                          svo stendur Arion fyrir orion sem hefur mikla þíðingu fyrir þá; meðal annars sökum samspils við sírius(hundastjörnuna). í "logoi" Orion banka:-) eru píramídar og fleira td. fjölvíddar sjóðslogoin.

þeir eru hönnuðir og stjórnendur þess "þrældómsveruleika" sem við þekkjum, og það sorglega í stöðuni er að þið þrælarni verjið kerfi húsbóndanna með kjafti og kló sökum innrætingar frá menntast, trúarst, miðlum, stjórnvöldum o.s.frv. ef þið svo farið á skjön við kerfið eru þeir með merkta varðhunda(lögreglu) til að sjá um að þið hegðið ykkur.

þetta er bara örlítið brot af veruleika sem tæki mig ár og öld að útskýra til fullnustu, enda gegnumsýrir þetta allt sem þið samþykkið sem veruleika. þið mynduð ekki trú nema broti af þessu og krossfesta mig fyrir restina.

Flest fyrirtæki í eigu frímúrara eru merk með "mistic simbolism" á eitthvern hátt td. verslunin Augað í kringluni(píram.), vodafon, Shell, bankarni o.s.frv. svo ekki sé talað um skjaldarmerki íslands sem gjæti verið það skuggalegasta af þessu öllu.

ss. frímúrarar eru þjónar illuminati og þar af leiðandi djöfladýrkendur hvað sem þeir segja.

ps. "the bringer of light" Kallast jafnframt "the dark prins" aka. Lusifer, Baal(Babilon) eða hvað sem menn vilja kalla þetta.

 Fyrir guði er það ekki bara réttur okkar að þurka út sionista(satanista), heldur skylda, og skulu menn ekki láta helvítins þrælaplaggið sem við köllum "nýja testamenntið"þvælast fyrir sér enda sett saman af heiðnum rómarkeisara og sionistum.

Það getur enginn dæmt mann nema Guð!                                            

Góða veiði.               

Kalikles, 10.3.2010 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband