18.3.2010 | 23:21
Samheldni og fjölskyldur
Fyrr í kvöld var ég einn framsögumanna á borgarafundi í Deiglunni hér á Akureyri.
Borgarafundir þessir eru merkilegt framtak úr grasrótinni en Rakel Sigurgeirsdóttir var tengiliður undirbúningsnefndar við okkur framsögumenn.
Efni þessa fundar var Samheldnin í akureysku samfélagi.
Auk mín töluðu þau Þóroddur Bjarnason, prófessor, og Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárgerðarmaður.
Eftir erindi tóku fulltrúar akureyskra bæjarstjórnarframboða þátt í pallborðsumræðum.
Á Akureyri hefur verið rekin samstöðupólitík sem er held ég mun heillavænlegri en átakapólitíkin sem einkennt hefur stjórn landsins.
Þó má öllu ofgera, líka samheldninni. Við þurfum líka heilbrigða díalektík andstæðra sjónarmiða.
Ég talaði um fjölskylduna. Ég held að hvergi sé betri vettvangur fyrir samheldni en þar. Brýnt er að fjölskyldur landsins fái að sinna þörf mannsins fyrir að vera hluti af stærri heild.
Besta leiðin til að auka samheldni í samfélaginu er að hlúa að fjölskyldum af öllum stærðum og gerðum.
Í erindi mínu minnti ég á skrif bandaríska guðfræðingsins Stanley Hauerwas sem segir að helsti vandi fjölskyldunnar í samfélagi nútímans sé sá að hún eigi sér engan siðferðisgrunn. Henni er ekki treyst fyrir neinu. Barnauppeldið er til dæmis sífellt minna í höndum fjölskyldunnar.
Nútíminn virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé svo flókið og viðamikið verkefni að ala upp börn að það sé ekki lengur á færi foreldra heldur verði að fela það sérfræðingum.
Myndin: Turnar Akureyrarkirkju teygja sig upp úr jörðinni eins og tré.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.