20.3.2010 | 11:17
Dyrabjölluat
Ég hef ekki sterkar sannfæringar í ESB-málinu en styrkist þó alltaf í þeirri trú að aðildarumsóknin hafi verið óráð.
Í fyrsta lagi kaupi ég ekki þau rök að verið sé að sækja um aðild til að sjá hvað sé í boði. Yfirleitt er ekki sótt um aðild að félagsskap nema umsækjandi hafi hug á að ganga í hann.
En jafnvel þótt ástæðan fyrir umsókn sé ekki sú að umsækjandi vilji endilega inn heldur eigi að ná sem bestum samningi og leggja hann í dóm þjóðar sé ég fátt skynsamlegt við umsókn núna. Ísland er með buxurnar á hælunum.
Hafa einhvern tíma verið minni líkur á að ná ásættanlegum samningi fyrir Ísland?
Kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn aðild. Umsóknin hefur ekki vilja þjóðarinnar á bak við sig. Og ég dreg í efa að hún styðjist við meirihluta þingsins.
Í Morgunblaðinu í dag er auglýsing frá Hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Hreyfingin er að fara af stað með fundaherferð. Þar verður m. a. fjallað um afleiðingar þess að ríkisstjórnin haldi áfram leiðangrinum til Brussel í óþökk þjóðarinnar", eins og það er orðað í auglýsingunni.
Meðal þeirra sem undir hana rita eru stjórnarþingmennirnir Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Þegar einhver sækir um aðild að félagsskap en vill alls ekki í félagsskapinn er vel við hæfi að kalla slíkt dyrabjölluat.
Þessi umsókn er sennilega ekkert nema rándýrt spaug. Hún er eitthvað sem við höfum ekki efni á.
Hún er algjörlega 2007.
Myndin er af göngustígnum frá kirkjutröppunum á Akureyri suður í Sigurhæðir.
Athugasemdir
Það er búið að koma inn hjá "þjóðinni" að evrópusambandsþjóðirnar (sem eru að dæla milljarðalánum til íslands eftir að "þjóðin" missti allt niður um sig) séu óvinir íslands.
En þetta er annars góð færsla hjá þér og varpar ljósi á þá staðreynd að þeir sem eru á móti aðild Íslands að ESB hafa oft engin rök fyrir afstöðu sinni nema þessi rök sem þú tilgreinir sem eru svona "af því bara" rök.
Bestur rökin fyrir því að Ísland eigi ekki að sækja um aðild að ESB eru að íslendingar bera enga virðingu fyrir alþjóðlegu samstarfi - þeir nýta sér allar lagaflækjur til að hagnast og stinga inn á sig öllu sem þeir ná í en leggja ekkert af mörkum - gefa hreinlega skít i allt nema eiginhagsmuni.
Thrainn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 13:32
Að dæla milljarðalánum til Íslands ?
Við skulum nú ekki fara fram úr okkur hérna.
Þessi milljarðalán eru stopp, útaf því að Hollendingar og Bretar vilja Icesave í gegn, með stuðningi hinna þjóðanna. Norðurlandaþjóðanna, nágranna okkar og vina.
Eðlilegast væri að kröfuhafar Icesave settu kröfur sínar á þrotabú gamla Landsbankans í stað þess að reyna að kúga íslensku þjóðinna til að taka á sig þessar drápsklyfjar.
Dæla til okkar milljarðalánum já Þráinn. Hefur þú ekki fylgst með fréttum undanfarið af þessum málum ??? það efast ég um.
Kjósandi (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:17
Er þetta ekki bara eins og þegar þú ætlar að kaupa þér hús... þú ferð og skoðar það, ætlar að kaupa ef þér líst á það... annars ekki...
Brattur, 20.3.2010 kl. 19:08
HVER kaupir rök um ESB innlimun? Allt er að gliðna sundur í suður Evrópu! Fjöldi landa er komin neyðaraðhlynningu och ríku löndin eru orðin hljóð um ástandið.
Ástæðan fyrir ástandinu er: Mentalítet landanna í suðri og austri er of frábrugðið því sem gerist í norðri og vestri. Í Svíþjóð greiða allir skatta því að þeir sjá að það er öllum til hagsbóta, í suðri greiðir enginn skatta og sýsslar með svartan markaðsbúskap - því að.... já hvers vegna? Svarið því nú þið sem svo kunnug eruð ESB málum.
Baldur Gautur Baldursson, 20.3.2010 kl. 22:17
Tll hvers ættum við að vilja ganga í samtök sem vilja knyja okkur til að greiða skuldir einkafyrirtækis og stórskerða velferðarkerfið i leiðini afsala okkur fullveldi þjóðarinnar til Brussel sá ekki allir að mikið meiri ávinningur er fyrir esb að landa Islandi en fyrir Island að komast i esb vitað mál að þjóðin er á móti þessu brlölti umsóknin er timaskekkja sem tefur fyrir öðrum málum
Örn Ægir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.