Ég afneita djöflinum

DSC_0051 

Því heyrist oft haldið fram að Íslendingar séu of uppteknir af því liðna en geri of lítið af því að huga að framtíðinni og líta fram á veginn.

Má vel taka undir það. Ef til vill skortir okkur skýra framtíðarsýn og ég held að eitt hlutverk stjórnmálastéttarinnar sé að glæða trú fólks á framtíðina.

Úr heimi trúarbragðanna lærum við þó mikilvæga lexíu.

Ef byrja á nýtt þarf að skapa því rými og ryðja úr vegi því sem hindrar að það nýja verði til.

Það þarf að særa út illu andana áður en þeim góðu er blásið inn; afneita því illa áður en því góða er játast.

Þetta gera þeir til dæmis í dönsku þjóðkirkjunni. Þar á bæ er afneitun bætt framan við trúarjátninguna og þannig hófum við játninguna í KFUM í gamla daga:

Ég afneita djöflinum, öllu hans athæfi og öllum hans verkum.

Áður en hægt er að byggja upp nýtt Ísland þarf að afmá það gamla. Eyða þeim ósiðum og þeirri ómenningu sem leiddu til hrunsins. Steypa þeim græðgisöflum af stóli sem virtust hafa ráðið öllu á þessu landi og virðast enn ráða svo miklu.

Svo notuð séu gömul guðfræðileg hugtök þarf að byrja á mortificatio áður en kemur að vivificatio.

Hinn gamli Adam þarf að deyja áður en nýr maður fæðist í Kristi.

Eitt af því sem hindrar endurreisnina er að særingamennirnir hafa ekki lokið störfum.

Myndin er tekin í Naustaborgum. Horft er norður yfir Akureyri og Eyjafjörð. Kaldbakur blasið við sallafínn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Er það ekki mjög miðaldarlegt að trúa á djöfulinn? Eða er skilyrðið fyrir að trúa á himnaríki að trúa líka á helvíti og djöfulinn?

Vendetta, 22.3.2010 kl. 19:14

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Eitt af því sem hindrar endurreisnina er að særingamennirnir hafa ekki lokið störfum

Sammála því að það þarf að skafa út úr skúmaskotum spillingarhallanna og setja inn nýtt fólk.

En Vendetta er ekki djöfullinn undirstaða guðstrúarinnar. Bæði miðaldarlegt og gamaldags  stjórntæki. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.3.2010 kl. 22:49

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kaldbakurinn er morgunkaffifjallið mitt.

Þú gjörir því zóma...

Steingrímur Helgason, 23.3.2010 kl. 23:28

4 Smámynd: Vendetta

Þetta er alveg rétt hjá þér, Kolla. Einhver lét sér um munn fara um daginn, að djöfullinn væri kominn í Vatikanið. Hann hefur rétt fyrir sér, nema hvað að mínu áliti þá hefur djöfullinn alltaf átt heima þar. Það er mín skoðun, að Satan hafi setið á páfastóli alveg síðan Rómarkirkjan var stofnuð og tekið sér ýmis nöfn, nú síðast Benedikt XVI. Ein undantekning var Jóhannes Páll, sem var myrtur þegar hann ætlaði að uppræta spillinguna í bankakerfi Vatikansins.

Einn versti djöfull, sem hefur setið á páfastóli var Innocentius III, sem lét myrða hundruð þúsunda kristna Carthare í Suður-Frakklandi fyrir þá einu synd að vilja ekki líta á páfann sem yfirboðara sinn. Næstur í röðinni af satanískum páfum er arftakinn Gregorius IX, sem settti á laggirnar hinn illræmda rannsóknardómstól. Og enn einn páfi nær þremur öldum síðar lagði blessun sína yfir fjöldamorð og pyntingum á 12 milljónum frumbyggja á Karibísku eyjunum, framkvæmt af Los Conquistadores. Og allt saman í nafni Jesú Krists. Saga kaþólsku kirkjunnar er blóði drifin, það fer ekki á milli mála.

Vendetta, 24.3.2010 kl. 11:56

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Holy moly ! Maður biður nú bara fyrir sér, svona just in case eftir þetta komment. Ekki er langt síðan páfi, núverandi, fordæmdi fóstureyðingu hjá stúlkubarni sem hafði verið nauðgað af föður og bar tvíbura undir belti. Það vantar einhverjar blaðsíður í þetta allt saman hvort sem það eru biblían þeirra eða aðrar bankabækur. kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband