24.3.2010 | 23:48
Ćseivhalelúja
Stundum tala stjórnmálamenn um hina pólitísku ábyrgđ" á Icesave.
Ţótt ég geri mér grein fyrir ađ sumir flokkar (lesist D) eigi meiri ţátt í tilurđ reikninganna en ađrir minnist ég ţess ekki ađ Icesave hafi veriđ pólitískt bitbein - fyrr en allt hrundi.
Fyrir hrun man ég fyrst og fremst eftir halelújastemmningu í kringum Icesave - eins og reyndar flest annađ sem útrásinni tengdist.
Ţetta átti allt ađ vera sama tćra snilldin.
Ég man ekki eftir innblásnum rćđum á Alţingi gegn Icesave.
Birtust margar blađagreinar um hćttur Icesave?
Eđa vöruđu frćđimenn ţjóđina viđ?
Áriđ 2007 voru Icesave-reikninganir á hinn bóginn valdir viđskipti ársins af nefnd sem međal annars var skipuđ háskólakennurum, hagfrćđingum og blađamönnum.
Aukiđ hlutafé Baugs í FL-Group fékk sömu viđurkenningu sérfrćđinganna.
Og sömu menn völdu viđskiptamann ársins 2007.
Sá var ađ sjálfsögđu Jón Ásgeir Jóhannesson.
Tilkynnt var um ţetta í fylgiriti Fréttablađsins - sem reyndar var og er í eigu verđlaunahafans.
Blađamannafélög, innlend og norrćn, umluđu ekki einu sinni.
Ekki minnist ég ţess heldur ađ stjórnmálamenn hafi hreyft mótmćlum ári síđar ţegar ţáverandi viđskiptaráđherra, Björgvin G. Sigurđsson, afhenti Landsbanka Íslands verđlaun Stjórnvísi og NASDAQ OMX fyrir Ársskýrslu ársins 2007.
Sigurjón Ţ. Árnason, bankastjóri, tók viđ verđlaununum úr lófa bankamálaráđherrans.
Á heimasíđu Landsbankans kemur fram ađ bankinn hafi fengiđ verđlaunin fyrir vandađa og stílhreina ársskýrslu.
Skýrslan gefur greinargóđa mynd af stöđu bankans og starfsemi rekstrarsviđa, fjármögnun og áhćttustýringu," segir einnig í fréttinni.
Og síđast en ekki síst:
Sérstök áhersla viđ val á Ársskýrslu ársins 2007 var lögđ á stjórnarhćtti fyrirtćkja og umfjöllun um launakjör stjórnenda.
Ţess má ennfremur geta ađ bćđi Kaupţing og Bakkavör fengu viđurkenningar fyrir góđa frammistöđu í ofangreindu.
Ef til vill liggur hin pólitíska ábyrgđ víđar en menn vilja meina?
Myndina tók ég í dag viđ flugbrautina á Akureyri.
Athugasemdir
Ţađ er alveg klárt ađ stóra skýrslan verđur opinberun,ef eitthvađ er ađ marka sögusagnir og ţá kemur vonandi í ljós hver gerđi hvađ hverjum.
Páll Eyţór Jóhannsson, 25.3.2010 kl. 15:01
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.