Biðraðarskandallinn

DSC_0223

Hneykslisfréttir vikunnar eru ekki um tvær komma fimm þúsund milljónir sem hurfu úr gjaldþrota bönkum og hvergi finnast.

Eða að Þjóðminjasafnið sé byrjað að rannsaka hrunið - áður en rannsóknarskýrslan birtist eða ákærur á fjárglæframenn verða gefnar út.

Hneykslisfréttir vikunnar voru um biðröð.

Jafnvel ráðherrar tóku andköf af hneykslun.

Það sem hneykslaði ráðamenn var ekki að fólk á Íslandi þyrfti að standa í röð heilu dagana til að fá mat sem það hefur ekki efni á.

Þeir hneyskluðust ekki á því að raðir af matarlausu fólki, einstæðum mæðrum og öryrkjum, næðu út á götu.

Nei.

Þeim fannst ekki nógu vel raðað í röðina.

Næst má fólk ekki klikka á því að jafna bilin.


Myndin: Í óshólmunum er verið að gera klárt fyrir vorið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Góður að vanda, bróðir.  Ertu búinn með predikunina fyrir Pálmasunnudaginn?

Kalli

Karl V. Matthíasson, 26.3.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sæll, Kalli minn, ég er að ferma á pálma og var að skrifa ræðuna í kvöld. Rek á hana smiðshöggið á morgun.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.3.2010 kl. 23:53

3 identicon

Og blessuðum guðsmanninum finnst bara allt í lagi að mismuna fátæklingum eftir þjóðerni?  Ættum við kannski að auðvelda Fjölskylduhjálpinni starfið með því skikka þetta lið til að ganga með armband með sérstöku merki, eins og gert hefur verið með góðum árangri?

 

Er þetta veganestið sem fermingarbörnin fá á morgun?

 

Gísli (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Landfari

Þetta var svo ótrúleg uppákoma að maður veit ekki hvort maður á að gráta eða hlægja.

Veit ekki betur en þessi kona hafi rekið þessa starfesmi af mikilli útsjónasemi án aðstoðar ráueytisins og málshefjandi og ráðherrann hefðu betur sent henni eitthvað sem nýttist henni í þessu starfi frekar það sem frá þeim kom.

Landfari, 27.3.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Gísli, ég ætla rétt að vona að engum finnist í lagi að mismuna fátæklingum eftir þjóðerni, hvorki "blessuðum guðsmönnum" né öðrum. Mér finnst engu að síður algjört hneyksli að hér séu raðir af matarlausu fólki, hvernig sem þær raðir líta út.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.3.2010 kl. 14:53

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð færsla í fáum orðum.

Finnur Bárðarson, 27.3.2010 kl. 15:30

7 identicon

Ég hef skilið þetta þannig að Ásgerður hafi verið að reyna að forgangsraða eftir því hvort fólkið var orðið mjög fullorðið og lélegt til fótanna og svo hvort um var að ræða barnafólk með börnin nánast á handleggnum. Þetta fólk voru upp til hópa Íslendingar og hafði minna með kynþáttinn að gera. Í huga arfa slakra fjölmiðla sem hér starfa, er miklu meira krassandi að fjalla um þetta út frá því sjónarmiði að um kynþátta misrétti hafi verið að ræða. Hitt er einfaldlega ekki frétt. Svo að þínu útleggi Svavar, þá er ástandið orðið svo brenglað að það að vera matarlaus á Íslandi er orðið að veruleika og hversu langar biðraðirnar eru er aukatriði.

Fjölmiðlar eru ALM. lélegir og eru því alls ekki trúverðugir.

Yrsa Horn Helgadottir (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 10:54

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir guðsmenn og annað gott fólk. Margt er nú til í því sem þú segir í þessum stutta  pistli Svavar. Ef málið snérist bara um biðraðir og ég tala nú ekki um yfirgengilega hjartalhlýju þeirra sem fórna sínum starfskröftum til margra áratuga í launalaust sjálfboðaliðastarf sem felst í því að rétta svöngu fólki plastpoka með matarbita einu sinni í viku. Hvað eru þingmenn að fjasa um það. Það er von að spurt sé. Ég tel hinsvegar að nú sé að reyna á hugarfarið sem ég hef óttaðist að kæmi upp, sem er andúð á heilbrigðu erlendu fólki sem kom hingað úr neyð sinni, í góðri trú og atvinnuleit, hugsanlega að vinna fyrir fjölskyldu sinni í öðru landi. Þetta held ég að þingheimur óttist enda ekkert spaug ástandið í okkar nágrannalöndum. Hver er svo sá sem dæmir hvort þetta fólk á minni rétt en íslenska fólkið. Er ekki eðlilegt ef komin er upp svona mikil fátækt að fólk fari með þessi mál í gegnum hjálparstarf kirkjunnar eða í gegnum félagsmálakerfi ríkisins þar sem fulltrúar þekkja hag fólksins best en einkafyrirtæki fái að ráða því hvaða hátt þeir hafa á sinni þjónustu eða hvað? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.3.2010 kl. 15:35

9 Smámynd: Landfari

Vandamálið með svona aðstoð er að hún er alltaf misnotuð eins og allt sem er ókeypis. Í sumum tilfellum af þekkingarskorti en eins og Ásgerður hefur bent á telja sumir að það sé þeirra "réttur" að fá fría matarpakka þarna, burtséð frá því  hvort þörfin er brín eða ekki.

Það er til þarna í röðinni fólk sem er þar af hagkvæmisástæðum en ekki brínni nauðsyn.

Hvernig á að flokkað það fólk úr eða skilgreina "brína þörf" er aftur á móti ekki svo einfalt.

Landfari, 31.3.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband