Mótmælum mótmælt

DSC_0270 

Nú mótmæla margir mótmælum - þeim sem fara fram við heimili fólks.

Enginn kærir sig um mótmælaaðgerðir við heimili sitt.

Af þeim er ónæði.

Þó má benda á að hér á landi þykir sjálfsagt að hylla fólk við heimili þess.

Til dæmis hefur verið farið í fjölmennar skrúðgöngur að heimilum góðskálda með blysum, háværum húrrahrópum og jafnvel heilu lúðrasveitunum.

Fluttar hafa verið upphafnar þakkar- og hyllingarræður með aðstoð gjallarhorna og hljóðkerfa.

Stundum hafa þessar samkomur átt sér stað eldsnemma morguns.

Enginn hefur kvartað yfir svoleiðis samkomum þótt alsaklausir nágrannar hafi verið vaktir upp af værum svefni.

Þær hafa þótt heldur til fyrirmyndar.

Og ef má hylla menn við heimili þeirra vegna verka þeirra af hverju má þá ekki mótmæla gerðum þeirra þar?

En þótt flestum þætti sjálfsagt bara gott fyrir egóið að fá góða hyllingu í morgungjöf er ég ekki viss um að menn kærðu sig um slíkt marga morgna í röð.

Ef menn tækju upp á því að hylla einhvern marga morgna í röð ber það ekki vott um mikla tillitssemi við annað heimilisfólk eða nágranna.

Og má ekki segja það sama um mótmæli - þótt ég leyfi mér að mótmæla þeim pínulítið sem mótmæla mótmælunum.

Myndin: Á göngu okkar félaga sumardaginn fyrsta varð þessi litli hvirfilvindur á leið okkar. Við stoppuðum til að heilsa upp á hann. Hann lék við okkur smástund en var síðan horfinn enda hefur hann ábyggilega haft öðrum hnöppum að hneppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta minnir mig á það þegar blásið var til blysfarar að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur, til að hvetja hana til að taka forystu í Samfylkingunni, fyrir síðustu kosningar.

Það mætti einn maður. Sá sem átti hugmyndina og auglýsti viðburðinn.

Annars er ég algerlega smammála þér meðð þetta. Aumkunarverðast fannst mér að spillingarbullurnar skyldu bera fyrir sig börnin í þessu.  Lágkúrulegra gerist það ekki. Þeir voru svo snöggir að snúa sér í fórnarlambshlutverkið að það gleymdist alveg af hverju verið var að mótmæla.  Það voru nefnilega fórnarlömb þeirra sem voru að mótmæla.  M.a. fyrir hönd barna sinna, vel að merkja.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.4.2010 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég mótmæli því að verið sé að mótmæla mótmælum, svona almennt, einnig mótmæli ég því að bannað sé að mótmæla mótmælendum sem mótmæla fyrir utan heimili þeirra sem eru á móti mótmælum  ég held ég sé komin fram úr mér hér!

Guðmundur Júlíusson, 23.4.2010 kl. 22:41

3 identicon

Sælir strákar.

Þið valdið mér báðir vonbrigðum. Þurfum við ekki að setja einhver mörk í þessu tilliti?. Mér finnst það of langt gengið að ráðast að heimilum fólks jafnvel þó við álítum það brotlegt í einhverjum skilningi.

Má mótmæla heima hjá þeim sem tala illa um aðra?

Má mótmæla heima hjá þeim sem hefur stolið?

Má mótmæla heima hjá þeim sem hefur sofið á verðinum?

Má mótmæla heima hjá þeim sem aðhyllist ekki kristna trú?

Má mótmæla heima hjá þeim sem halda með Liverpúl?

Það er hægt að koma mótmælum til skila með öðrum hætti. Eiga börnin að gjalda fyrir syndir feðranna eða mæðranna?

Hugsið ykkur ef þetta á að verða daglegt brauð, að menn standi við heimili fólks og hrópi óvæðisorð að fólki að börnunum heyrandi? 

Ekki finnst mér þið vera kristilegir í dag drengir. Hitt er annað mál að það á ekki að hlífa þessu fólki við að taka afleiðingum gerða sinna eða aðgerðaleysi  en við hlífum börnunum.

kv sig haf.

sigurdur j.hafberg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:53

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn eiga að mæta með heykvíslar á heimili sumra eldsnemma morguns! Góður hvilfilvindurinn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Góður hvirfilvindur fer stanslaust í hringi, þannig má kannski einnig eigna góðum mótmælum eiginleika góðs hvirfilvinds? og við vitum ekki hvar endapunkturinn verður að lokum ekki satt ?

Guðmundur Júlíusson, 23.4.2010 kl. 23:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála Siguði J. Hafberg.  Um þessa stórhættulegu hjarðhegðun má sjá ágæta umræðu hérna

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 04:19

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurður Hafberg.  Þú talar eins og að þetta sé einhver epidemía, sem verði viðvarandi. Hér er verið að tala um nokkra einstaklinga, sem hafa verið vægast sagt áberandi í sukkinu.  Þú ert að bera saman epli og appelsínur hérna og þetta er alger rökleysa hjá þér. Daglegt brauð? 

Þetta fólk fór ekki til að ná sér niðri á börnumum, heldur kusu þessir sukkarar að beita þeim fyrir sig í von um vorkun.  Fólk hefur fullan rétt á að mótmæla hvar sem er, nú eða hylla einhvern, eins og Svavar kemur inná.

Þetta er tóm tjara þarna hjá þér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 05:10

8 Smámynd: Zmago

„Þetta er svona dæmi eins og ef þú værir þjófur eða morðingi en þegar þú ert kominn heim til þín þá hættir þú að vera þjófur eða morðingi!!! Nei þetta er ekki svona einfalt. Þetta fólk er enn sama fólkið og það var í vinnunni sinni þar sem það er búið að skaða svo marga og svo mikið og það breytist ekkert við að fara heim til sín, ef við ætlum að fá einhverjar breytingar í gegn þá verðu við nú að grípa til róttækari aðgerða en svo að standa á Austurvelli og mótmæla þar. Það hefur sýnt sig að það er ekki nóg...og ég get nú alveg sagt það að ef það kæmi fullt af fólki til þess að mótmæla heima hjá mér þá myndi ég ekki birtast með barnið mitt í hurðinni til þess að fá fólk til þess að hætta. Ég hefði ekki boðið barninu mínu upp á það... en þetta er allt saman leikrit fyrir þessu fólki og það gerir allt til þess að komast frá þessu NEMA að axla ábyrgð á gerðum sínum“

Zmago, 24.4.2010 kl. 11:50

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sumir eru mótmælendur en aðrir ekki. Eina raunhæfa leiðin til að hafa áhrif á gang mála er að gefa kost á sér til að vinna að þessum málum eða að kjósa þá sem hægt er að treysta. Mér finnst mótmæli og mótmæli við þeim bara bull. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.4.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband