Látum oss grilla

DSC_0054 

Þeir Gnarr og Dagur sátu fyrir svörum í Kastljósi kvöldsins.

Tilefnið var myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Sennilega hafa afleiðingar hrunsins hvergi verið meiri en í höfuðborginni

Allt frá hruninu hefir verið beðið eftir aðgerðum í þágu heimilanna. Skjaldborginni margumræddu.

Borgarbúar sýndu það í nýafstöðnum kosningum að biðlundin er búin.

Gömlu flokkarnir fengu ráðningu en nýju afli var hleypt að.

Núna er Besti að taka völdin.

Besti Sam.

Og hver var boðskapur hinna háu herra?

Hvað á að gera? Hvert skal halda?

Jú.

Annar pant vera borgarstjóri.

Hinn pant vera formaður borgarráðs.

Fleira var það ekki.

Látum oss grilla.

Myndin: Fjólur í mel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vona að gamla ruglið sé á útleið, skemti mér konunglega

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Brattur

Held að það sé hollt fyrir okkur að fá "öðruvísi" fólk í pólitíkina... þetta getur a.m.k. ekki versnað...

Brattur, 5.6.2010 kl. 10:44

3 identicon

Ég horfði á Kastljós og fannst Dagur og Jón vera frekar góðir.

Þeir lofa engu og munu því ekkert svíkja.  Það er góð byrjun.  Þeir eru sameiginlega með meirihluta og við skulum gefa þeim séns.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:43

4 identicon

Hvaða djók er þetta? "þeir lofa engu og munu því ekkert svíkja"

Er fólki drullu sama um það hvernig 13% launa þeirra er ráðstafað? Skiptir bara máli að heyra sæmilegan brandara til að fólk sé sátt?

Hverskonar einfeldningar láta bjóða sér svona rugl?

Fólk er að bíða eftir AÐGERÐUM. Einhverju sem á að breyta stöðunni til hins betra. Margir eru í alvarlegum vandræðum og því fólki verður eflaust ekki hlátur í huga þegar einu svörin sem það fær verða einhverjir brandarar.

Við hlægjum ekki vandann í burtu, því miður.

Finnst það ofsaleg einfeldni að gera ENGA kröfu á þessa flokka um að þeir svari hvaða leiðir á að fara, hvert þeirra framtíðarplan er, hvort þeir ætli að hækka gjöld eða skatta og hvernig þeir ætla að fjármagna alla vitleysuna á stefnuskrá þeirra. Fólk gerir ekki kröfu um þetta af því þeir eru svo fyndnir. Fólk er svo upptekið af því að hlægja og vera með í "skemmtilega og sniðuga liðinu" að það nennir ekki að spá í neinu öðru.

Vonandi munu þessir flokkar ná að rífa allt í gang og gera það sem þarf að gera. En á meðan enginn gerir köfur um afköst þá gerist varla mikið á meðan. Eina krafan virðast vera "látið okkur hlæja".

Hrafna (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:22

5 Smámynd: Brattur

Hrafna... í gegnum tíðina hafa gömlu stjórnmálaflokkarnir, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn lofað okkur öllu fögru í kosningum... þeir hafa oftar en ekki svikið kosningaloforðin og þau framtíðarplön sem þeir hafa auglýst til að ná atkvæðum... svo þegar á hefur reynt þá stendur ekki steinn yfir steini... við erum hætt að hlusta á svoleiðis loforð...

Brattur, 7.6.2010 kl. 22:21

6 identicon

Þannig að krafan um að gera betur og standa við gefin loforð er bara lögð á hilluna?  

Svo lengi sem það er fyndið, þá getur það ekki skaðað  eða hvað?

Það að Besti flokkurinn hafi gefið það út að hann ætli ekki að standa við nein loforð þá verður þetta fólk að reka borgina áfram á einhvern hátt.

Þetta snýst anskotinn hafi það ekki bara um loforðin sem allir vita að verða svikin hvort sem er.   Þetta snýst um hugmyndafræði, hugsjónir og stefnur.  Hvernig ætlar Besti að reka borgina þannig að hún komi ekki út úr þessu kjörtímabili í rjúkandi rústum? 
Eða skiptir það kannski engu svo lengi sem fólk fær eitthvað að hlæja að?

Ef eitthvað klikkar, þá verður bara sagður brandari og allir hlæja.   "þeir ætluðu hvort eð aldrei að standa við neitt"  hahahahahaha

Einfeldningar!

Það er eins og enginn geri neina kröfu um afköst eða almennileg vinnubrögð, bara á meðan þeir eru mataðir á bröndurum.

Hrafna (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:48

7 identicon

Hrafna:  Er Ísland statt þar sem það er í dag útaf Bestaflokknum?  Er Reykjavík þar sem hún er stödd út af Bestaflokknum?

Það er í lagi að gefa djókinu lausan tauminn.

Ég veit ekki af hverju þú ert svona æst, en ég held að allir séu æstir út af einhverju í dag.  

Sjáum hvað gerist Hrafna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband