19.6.2010 | 23:36
Össur skarpi
Hrunið svonefnda eru einhverjar mestu hremmingar sem lýðveldið Ísland hefur lent í. Ég er þeirrar skoðunar að þá hafi stjórnmálamenn landsins átt að vippa sér upp úr skotgröfunum og snúa bökum saman við að koma landinu út úr erfiðleikunum.
Það gerðist ekki en í viðtali í Fréttablaði helgarinnar telur Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þjóðstjórn ekki afleitan kost.
Össur segir margt gott og merkilegt í þessu viðtali og mér finnst því hafa verið veitt furðulítil athygli.
Þar segir hann t. d. að Samfylkingin hafi ekki verið saklaus af því að tilbiðja gullkálf markaðarins.
Merkilegust finnast mér þó þessi ummæli utanríkisráðherrans:
Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir.
Hin pólitísku átök fyrirhrunsáranna voru fyrst og fremst átök viðskiptablokka.
Blokkirnar áttu flokkana B, D & S.
Þær voru búnar að kaupa sér flokka og stjórnmálamenn.
Og það versta er að sennilega eru þær enn að takast á í ofangreindum flokkum.
Þjóðin er enn sem fyrr leiksoppur þessara afla.
Össur fær prik fyrir að viðurkenna það.
Myndin er af eyfirskum álfabæ.
Athugasemdir
Það getur velverið að Össur hafi vitkast en ég treysti honum ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.6.2010 kl. 00:22
Réttnefni; Öskur api
Dexter Morgan, 20.6.2010 kl. 00:39
Össur er edrú í dag...
Óskar Arnórsson, 20.6.2010 kl. 08:32
Ættli Össur sé að komast í samband við jarðarbúa?
Eyjólfur G Svavarsson, 22.6.2010 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.