Sum trú er vond

DSC_0593 

Í gamla daga þegar ég var í fótbolta með strákunum man ég eftir því að nokkrir úr hópnum voru duglegri en aðrir að benda okkur á mistökin sem við gerðum, hrópuðu upp yfir sig þegar sendingar rötuðu ekki á rétta menn eða skot geiguðu.

Þeir töldu það heilaga skyldu sína að minna okkur hina á hvað við værum hrikalega lélegir.

Þjóðfélag okkar framleiðir heil ósköp af svona hrikalega lélegum einstaklingum; manneskjur á leikvangi lífsins með eyrun full af ofangreindum hrópum.

Sum trú er vond og sumt trúleysi gott. Það sem málið skiptir er það sem þú trúir á og hitt sem þú hafnar að trúa á.

Þegar um er að ræða miskunnarlausa guði sem hneppa þig í fjötra þrælsóttans og líða engin mistök, þá eigum við að vera trúlaus.

En þegar um er að ræða þann Guð sem fagnar því að finna villuráfandi syndara, færir þig í hina bestu skikkju, dregur hring á fingur þér og skó þér á fætur, þá skulum við vera trúuð.

Lífið er dýrleg veisla, búin þér af elskandi mætti.

Myndin er af Geirufossi í Myrkárdal. Samnefnt eyðibýli í bakgrunni. Í Geirufossi endaði síðasta tröllskessa á Íslandi líf sitt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að játa að ég nota aðra þumalputtareglu: Ég trúi á það, og þá guði, sem ég tel að séu til (það eru 0 guðir og ekkert sem telst yfirnáttúrulegt) og ég trúi ekki á það, og þá guði, sem ég tel líklegast að sé ekki til (allir guðir sem ég hef heyrt af og allt yfirnáttúrulegt). Ég tel að innræti guðsins skipti töluvert minna máli heldur en tilvera hans.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 22:36

2 identicon

Frekar þjóðaði ég engum Guði en illum, hvort sem sá guðdómur ert til eða ekki. Guðleysi þar með talið.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 23:50

3 identicon

Já, satt segirðu. Þeir eru ótrúlega margir sem hafa það eitt fyrir stafni að gera hróp að öðrum án þess að hafa neitt jákvætt til málanna að leggja sjálfir.

Þar held ég að fáir komist með tærnar þar sem forkólfar félagsins Vantrúar hafa hælana. Þeir hafa engu ti að dreifa nema neikvæðni og leiðindum, oft af illum hug til trúar og trúaðra.

Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 22:12

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svanur. Góð predikun hjá þér að vanda. Þú hefðir kannski mátt bæta því við að eftir ábendingarkynslóðinni kom önnur sem ól börnin sín upp í því að allt sem þeir gerðu væri frábært og fínt, hversu vitlaust og ljótt sem það var. Þannig eru öll komment og öll fyrirmæli mótandi og stjórnandi að einhverju leyti. Ég held einmitt að börnin sem fengu falshrósið frá fæðingu séu þeir sem hafa keyrt þjóðfélagið útaf enda alltaf að fá hrós og verðlaun, ekki satt. Það voru ekki margir að hrópa skammir hér síðustu árin fyrir hrun eða hvað. Það er nefnilega nauðsynlegt og "eðlilegt" að hafa þetta í bland. Meðalhófið er alltaf best en vandratað eins og við vitum. Það felst í heilbrigðri skynsemi og trú á sjálfan sig.  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.9.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband