Tíðindalaust í skotgröfunum

DSC_0635 

Margt brást í Hruninu. Meðal annars þeir sem áttu að gæta hagsmuna almennings. Framsóknarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson sagði réttilega í umræðum á Alþingi nú í vikunni að ekki einungis ráðherrar hefðu brugðist í Hruninu.

Alþingi gerði það líka.

Frá fyrstu dögum Hrunsins beið þjóðin eftir því að þingmenn tækju til varna fyrir hana. Það gerðist ekki. Í stað þess að snúa saman bökum og leiða þjóðina í gegnum erfiða tíma vippuðu stjórnmálamennirnir sér ofan í gömlu skotfgrafirnar.

Þar hafa þeir verið síðan.

Á örlagatímum í sögu þjóðarinnar þéttu þeir ekki raðirnar og grófu stríðsaxirnar heldur var reynt að skapa mesta sundrungu.

Eldfim mál eru dregin fram og olíu skvett á bálið til að tryggja að þingmennirnir hugsi nú örugglega ekki of mikið um að standa saman með þjóðinni.

Og nú, á þessu afdrifaríka hausti, þegar til stendur að bjóða upp á annað þúsund heimili í landinu, tekst þingmönnum að eitra svo gjörsamlega andrúmsloftið á vinnustað sínum að þar er nánast óvinnandi.

Almenningur þarf sennilega ekki að búast við öðru þaðan en gamla skotgrafahernaðinum, rýtingsstungunum og sverðaglamrinu.

Sú barátta er ekki að skila neinu. Enn eru sömu karakterarnir að rífast. Sömu gömlu andlitin birtast í spjallþáttunum. Sömu raddirnar hljóma, sömu rökin, sama gamla þrjóskan, sama heiftin og sama rifrildið.

Enn eru sömu nöfnin hrópuð.

Stundum stendur skothríðin meira segja á menn sem eru löngu gengnir af vígvellinum.

Menn eru hvorki að sækja né verjast í þessari tilgangslausu baráttu. Hún hefur aldrei orðið til neins og mun ekki skila neinu.

Á meðan eru uppboðshamrarnir reiddir til höggs yfir höfðum fólksins.

Myndin er úr Skíðadal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svavar, eins og alltaf, vel sagt.

Og mikid er thetta falleg mynd. Vildi ad eg œtti hana i eins og 2 MB.

Islendingur (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband