Hrundir bankar og hrunin skjaldborg

DSC_0098

Í október 2008 var Birna Einarsdóttir í blöðunum vegna kaupa einkahlutafélags í hennar eigu á hlutabréfum í Glitni og umdeilds kúluláns.

Þá var hún bankastjóri Glitnis.

Núna er sama kona bankastjóri Íslandsbanka og er aftur í blöðunum.

Ástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur falið Birnu og öðru bankafólki að hjálpa skuldugu fólki.

Í stefnuræðu sinni í gær hundskammaði forsætisráðherra Birnu og annað bankafólk fyrir að hafa  „dregið lappirnar þegar kemur að því að leysa úr stöðu einstaklinga sem eru að komast í þrot," eins og Jóhanna orðaði það.

Þegar komið er í ljós að fólk er á leiðinni undir hamarinn og á ekki fyrir mat er það að sjálfsögðu ekki stjórnmálamönnunum að kenna og kemur þeim í raun ekki við.

Það er þeirri Birnu að kenna sem haustið 2008 komst í blöðin vegna hlutabréfakaupa og kúlulána.

Ríkisstjórnin sem lofaði skjaldborg um heimilin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu engum sé betur treystandi til að reisa skjaldborgina en Birnu.

Skjaldborgin sem hrundi virðist þannig hafa verið reist af fólkinu úr bankakerfinu sem hrundi. 

Myndin er úr Héðinsfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Lifandi dæmi um dáðleysi ríkistjórnarinnar að taka á vanda heimila og fyrirtækja. Valdhroki slær skjaldborg fyrir hugmyndum annara. Þessi ríkistjórn dugir ekki lengur.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 5.10.2010 kl. 08:44

2 identicon

Takk fyrir greinargóða framsetningu á þessu. Svona er þetta í hnotskurn.

Lausin er auðvitað sú að losna við fólk eins og Jóhönnu úr stjórnmálunum og fólk eins og Birnu úr bönkunum.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 11:44

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Við þurfum kosningar eins fljótt og auðið er og Ríkisstjórnina burtu. Fram að kosningum þurfum við starfsstjórn sem hefur bara tvenn markmið: Skuldastöðu heimila og fyrirtækja og Atvinnu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 5.10.2010 kl. 13:29

4 identicon

Lýsandi pistill. Mér þykir vænt um að sjá presta taka svona afgerandi afstöðu með fólkinu í landinu gegn þeim öflum sem nú fara með völdin í þjóðfélaginu og styðja með blindu aðgerðarleysi og heigulskap það þjóðarrán sem hér er í gangi.

Hér er um hreina og algjörlega siðlausa eignaupptöku að ræða sem verður að stöðva nú þegar svo ekki fari verr, þ.e. að Ísland og allt sem íslenskt er endi í höndum örfárra auðmanna og auðhringja.

Hólímólí (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 16:36

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hversu mikið skyldi "Banka Birna" hafa fengið afskrifað?

Þráinn Jökull Elísson, 6.10.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband