Andhverfa tillögu mannréttindaráðs

DSC_0040 

Umræðan um tillögur mannréttindaráðs hefur að miklu leyti snúist um trúboð í skólum.

Af umræðunnni að dæma virðis ástandið í reykvískum skólum þannig að þar séu útsendarar Þjóðkirkjunnar á fullu við að snúa skólabörnum til kristinnar trúar og prestarnir vappandi á skólalóðinni, bíðandi eftir því að geta smeygt sér inn um dyr eða glugga sem gleymdist að loka nógu vel.

Talað er um „fullt aðgengi" Þjóðkirkjunnar að skólabörnum og gefið í skyn að prestarnir þurfi ekki annað en að hringja í auðsveipa skólastjóra til að koma fram áráttukenndum trúboðsvilja sínum.

Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég er eindregið þeirrar skoðunar að trúboð eigi ekki heima í skólum landsins. Það er líka yfirlýst stefna Þjóðkirkjunnar að skólar eigi að sinna fræðslu um trú og öll aðkoma starfsmanna kirkjunnar að skólunum eigi að vera á forsendum skólans.

Ég er ekki viss um að ástandið í reykvískum skólum sé eins og skilja mætti af umræðunni.

Ég er þeirrar skoðunar að sýna beri öllum nemendum íslensku skólanna virðingu, nærgætni og tillitssemi, óháð trúarskoðunum, og það sama eigi að gilda um foreldra barnanna.

Ég efast á hinn bóginn um að það sé gert í tillögum mannréttindaráðs í Reykjavík.

Í dag heyrði ég um framtak í norðlenskum skóla sem mér sýnist vera negatívan af tillögum mannréttindaráðsins fyrir sunnan.

Í skólanum er barn úr trúfélagi þar sem ekki eru haldin jól.

Nú er aðventan framundan sem gæti reynst þessu barni erfiður tími.

Í þessum skóla á að bregðast við því með því að fá fulltrúa trúfélagsins til að mæta í skólann og útskýra fyrir börnunum viðkomandi trúarbrögð og af hverju barnið heldur hvorki jól né undirbýr þau á aðventunni.

Fulltrúi trúfélagsins er boðinn velkominn í stað þess að útiloka hann.

Barninu, sérstöðu þess og trú, er sýnd virðing í stað þess að fara í einhvern feluleik.

Fulltrúi trúfélagsins verður að sjálfsögðu að vinna á forsendum skólans í heimsókninni. Bregðist hann því trausti sem honum er sýnt með því að biðja hann um að tala við börnin verður skólinn að grípa til viðeigandi aðgerða, rétt eins og hann verður að grípa til aðgerða gegn þeim starfsmönnum Þjóðkirkjunnar sem ekki þekkja sín takmörk á þessu sviði.

Myndin: Frosið vatn getur skapað ótrúlegustu listaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill!  BKv.  baldur

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fjórar spurningar: Er kirkjan ríkisfyrirtæki?

Er kveðið á um ríkistrú í stjórnarskránni?

Telur þú möguleika á að efla kennslu í Lífsleikni í stað kakófóníu allra trúbrota í landinu inni á gafli hjá skólanum?

Hversu oft vill kirkjan fá að mæta með trúboð sitt í  einstaka skóla? (Fasta tíma? Jafnvel á náfnskrá? Er ætlunin að fá greitt fyrir þessa þjónustu?)

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 03:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt enn:  Áttar þú þig á að þessi ásókn kirkjunnar í ómótuð börn í skólum er einmitt það sem er eldsneyti kröfunnar um aðskilnað?  Dilemma?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 03:20

4 identicon

Einmitt, svona væri þetta heilbrigðast, að útskýra fyrir börnunum að afstaða hvers og eins er mismunandi og allar jafngóðar og gildar.

Það sem er óheilbrigt er að gera þetta eins og kommarnir, -taka trúnna alveg út.

Jón Steinar virðist einmitt vera einn af þeim sem heldur að prestarnir séu að fela sig í trjáróðrinu á skólalóðinni og smygli sér svo inn þegar hleypt er inn úr frímó. ...

Adeline (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:24

5 identicon

Karlinn minn; Báðir krakkarnir mínir voru teknir úr skóla og messað yfir þeim.. ekki í eitt skipti, ekki í tvö.. heldur mun fleiri; Þvert ofan í óskir mínar.

Það er sorglegt að prestar ráðist að réttindum foreldra og barna.. og til hvers, ekki er það hann Jesú, það er algerlega ljóst, þetta snýst 100% um kaup og kjör presta.

Hætta svo þessu væli með jólin; Jólin eru hátíð sem allir geta tekið þátt í, það þarf ekki að snúast um trú, frekar um frí og samveru með fjölskyldu.

Verið ekki svona spældir þó svo að margir séu að taka jólahátíð til sín aftur; Afmæli Jesú var jú sett á þessa dags í þeim tilgangi að kæfa niður aðrar hátíðir.

En hey annars, haldið áfram að reyna að traðka á mannréttindum, krefjast sérréttinda; Ekkert mun rústa ríkiskirkju fljótar.

doctore (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki bjóst ég við svörum. Skætingur frá trúuðum var fyrirsjáanlegur. Hugtök eins og jafnrétti og mannréttindi eru enda ekki úr Biblíunni komin.  Langur vegur frá.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 13:46

7 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ég geri mér ekki allveg grein fyrir því hvaða skæting Jónh Steinar er að tala um, nema hann sé á einhverju eintali við sjálfan sig.

Það virðist vera sama hvað gert er eða ritað, þetta lið (hér hafa tveir góðir hvatt sér hljóðs. JSR og heigullinn docxxxx) snýr öllu til verri vegar sama hvað það er.

Ég get nú ekki skilið frásögn Svavars en svo að að hann sé að skýra frá afskaplega jákvæðu og góðu viðhorfi til mismunandi trúarhópa.

Þetta lið sem ég tilnefni innan sviga ætti nú kannski að hætta þessu sjálfvirka neikvæða, þunglyndis jarmi en kætast þess í stað og taka jákvætt undir það sem vel er gert til þess að koma á móts við mismunandi trúarhópa með jákvæðu hugarfari.

Hilmar Einarsson, 11.11.2010 kl. 17:21

8 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Komið þið sælir.

Já, ég hef tekið eftir því á rápi mínu um bloggsíður að það einkennir þá sem kalla sig trúlausa talsverð vanstilling í málflutningi. Þeir láta nánast eins og heimurinn muni hrynja verði trú ekki bönnuð hið snarasta. Guð gefi að æska landsins smitist ekki af þessari augljósu andúð og hræðsluboðskap heldur læri að lifa í friði með öðru fólki.

Með kveðju og þökk.

Heiðar Sigurðarson, 11.11.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband