14.11.2010 | 20:43
Sjötug Akureyrarkirkja
Í dag fögnuđum viđ 70 ára afmćli Akureyrarkirkju en hún var vígđ 17. 11. 1940.
Dr. Pétur Pétursson prédikađi í heilmikilli hátíđarmessu. Um áratuga skeiđ var fađir hans prestur viđ Akureyrarkirkju. Afi Péturs vígđi kirkjuna, ţáverandi biskup Íslands.
Í gćr hitti ég dr. Pétur neđst í kirkjutröppunum og viđ horfđum á kirkjuna okkar fannslegna eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Í prédikuninni sagđi Pétur ađ kirkjan hefđi sett upp brúđarslöriđ í tilefni dagsins.
Hún er vígđ Jesú Kristi og brúđur hans.
Fallega talađi Pétur og tónlistin viđ messuna var líka stórkostleg.
Ég birti hér sálm sem Kristján frá Djúpalćk orti einu sinni fyrir Akureyrarkirkju.
Hann heitir Í kirkju.
Hvar finnur sá í veđrum var
sem villtur gengur fređna jörđ
og geig í brjósti ber?
Hvar leita skal á flótta för
ađ friđi, er ţađ hér?
Hvar fćr hinn sjúki sárabót
og sorgarbarniđ huggun ţá
sem eigi blekking er?
Hvar finnur sekur sannan vin
og samúđ, er ţađ hér?
Hvar gefst ţeim aldna athvarf tryggt
og ungum leiđsögn fram um veg?
Ţeim von sem vonlaus er?
Hvar kynnist mađur miskunn Guđs
og mildi, er ţađ hér?
Hvar hlýtur órór andi svör
sem ćvilangt um sannleik spyr
og efans byrđi ber?
Hvar leita skal, um langa nótt
ađ ljósi? Ţađ er hér.
Athugasemdir
Falleg athöfn á fallegum degi! Til hamingju öll međ sjötuga, síunga kirkju!
Pétur Björgvin, 14.11.2010 kl. 22:16
Sćll Svavar! Myndin er í senn táknrćn og fögur.
Takk fyrir ţennan fallega sálm. Og til hamingju međ afmćliđ!
Vertu Guđi falinn!
Kveđja úr Garđabć
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.11.2010 kl. 21:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.