30.11.2010 | 22:58
Samsetning stjórnlagaþings
Mér líst ágætlega á nýkjörna fulltrúa á stjórnlagaþingið enda varla annað hægt; mér sýnist að ég hafi kosið 11 af þeim sem náðu kjöri.
Ég óska þessu ágæta fólki góðs gengis í mikilvægum störfum.
Þó hafa verið í gangi athyglisverðar kenningar um samsetningu þessa hóps.
Hann getur varla talist vera þverskurður af þjóðinni.
Þar er kannski augljósust sú staðreynd að sárafáir þingmannanna eru utan af landi. Þeir eru nánast allir af höfuðborgarsvæðinu.
Háskólafólk er mjög áberandi á þessum lista og einnig fólk í stjórnunarstöðum. Þá eru þar þrír kunnir fjölmiðlamenn.
Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, túlkar úrslit kosninganna þannig á RUV að verulega halli á landsbyggðina og bætir við:
Þetta er fyrst og fremst fræga fólkið á höfuðborgarsvæðinu og menntafólk sem mun ráða mestu þarna. Það má kannski segja að nýji konungur stjórnlagaþingsins sé Egill Helgason, því flestir frambjóðandanna hafa verið áberandi í Silfri Egils.
Þegar þessi nýji konungur stjórnlagaþingsins, Egill Helgason, birti lista yfir kjörna þingmenn á bloggsíðu sinni og hafði gaumgæft hann, voru þetta fyrstu viðbrögð hins glögga þjóðfélagsrýnis:
Strax vekur athygli að þarna eru tveir prestlærðir fulltrúar.
Myndin er af höfuðstað Norðurlands en þar búa tveir hinna nýkjörnu þingmanna.
Athugasemdir
Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni. Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.
Jóhann Elíasson, 1.12.2010 kl. 16:11
Þó að þú S. A. Jónsson hafir kosið 11 ágætismenn af fimmhundruð , þá kaus ég bara tvo af þeim sem hlutu náð, og þeir standa hvorugur undir væntingu nú þegar.
þetta stjórnlaga þing stendur ekki undir neinum væntingum annarra en þeirra sem það smíðuðu og svo þeirra sem langar í kaupið. Þjóðin kaus þetta ekki, heldur Háskólin og snobbhænsna lið Reykjavíkur.
Ef það þetta hyski á að smíða handa okkur landsbyggðar mönnum stjórnarskrá , eina til bráðabyrgða og svo aðra sem hentar ESB á næstu árum þá er ekki alveg útilokað að veiðimanna samfélagið á Íslandi vakni.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2010 kl. 22:58
rosalega hlýtur að vera erfitt að vera landsbyggðafólk :/
Óskar Þorkelsson, 3.12.2010 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.