4.12.2010 | 20:27
Sjálfsgagnrýni íslenskra stjórnmálaflokka
Nú hefur umbótanefnd Samfylkingarinnar sent frá sér skýrslu.
Þar kemur fram að Samfylkingunni hafi orðið á mistök.
Mistökin eru samt eiginilega Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Maður kemst við þegar Samfylkingin grátbiður þjóðina þannig afsökunar á mistökum íhaldsins.
Formaður Samfylkingarinnar leggur áherslur á að Samfylkingin sé ekki fórnarlamb heldur gerandi:
Gerandi varð Samfylkingin þegar hún gerðist fórnarlamb Sjálfstæðisflokksins.
Enn er þjóðinni í fersku minni þegar endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins skilaði af sér skýrslu snemma árs 2009.
Þau skrif voru ekki síður beinskeytt og sjálfsgagnrýnin en skýrsla kratanna.
Niðurstöðurnar þá voru þær að þó að Ísland hefði farið á hvínandi hausinn eftir margra ára stjórn Sjálfstæðisflokksins væri engin ástæða til að endurskoða stefnu flokksins.
Stefnan hefði nefnilega ekki brugðist heldur fólkið.
Nú hefur Samfylkingin komist að því að mistök hennar hafi einkum verið Sjálfstæðisflokksins.
Mistök Sjálfstæðisflokksins voru á hinn bóginn mistök ákveðinna manna í Sjálfstæðisflokknum.
Eftir langa yfirlegu og þrotlausa naflaskoðun kemst umbótanefnd Samfylkingarinnar sem sagt að þeirri niðurstöðu að flokkurinn eigi að líta iðrandi í eigin barm biðja íslenska þjóð afsökunar á mistökum Davíðs Oddssonar.
Myndin: Allt að gerast í Lögmannshlíðinni
Athugasemdir
Allt er þér að kenna . Farðu heim að sofa. Vaknaði í Austur Kóreu.
50 cal.
Eyjólfur Jónsson, 5.12.2010 kl. 03:45
Sæll Svavar
Segi það enn og aftur! Annaðhvort eiga nautheimskir afglapar auðvelt með háskólanám, sérstaklega lög og hagfræði, eða þá ráðamenn Íslands tóku vísvitandi þátt í skipulagningu og framkvæmd einnar ,glæsilegustu!? Svikamillu allra tíma.
Dingli, 5.12.2010 kl. 16:55
Að pota saman 2 flokkum sem eru eins og plús og mínus endar með skammhlaupi og allt kerfið brennur upp til agna. Að ekki einu sinni þeir sjái það sjálfir sýnir að allt er gert til að afa völd sem er bara endalaus valdagræðgi og siðblinda
Eyjólfur Jónsson, 6.12.2010 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.