28.12.2010 | 23:09
Jólaguðspjallið
Enn ein jól hafa komið í þennan guðlausa heim.
Yfir okkur hellast fornir söngvar, annarleg tákn og ótrúlegar sögur.
Jólaguðspjallið er ein þeirra.
Ef við slepptum öllu því úr frásögnum Lúkasar og Matteusar sem ekki þykir tilhlýðilegt á upplýstum tímum, hefðum hvorki englasöng yfir völlunum né Betlehemstjörnu á himninum og umfram allt minntumst ekki einu orði á meyfæðingu, þá sætum við uppi með sögu um venjulegt nýfætt barn, sem varð til á ósköp venjulegan hátt og átti ósköp venjulega foreldra.
Hirðarnir sem komu að sjá það heyrðu engan englasöng ef þeir komu þá á annað borð.
Vitringarnir komu sennilega ekki en ef þeir komu fylgdu þeir ekki neinni stjörnu.
Og um það bil tvö þúsund árum eftir þennan gjörsamlega óundursamlega atburð er fólk enn að safnast saman til að heyra um hann, syngja um hann, hugleiða hann og síðast en ekki síst - til að efast um hann.
Myndin er af kirkjunni í Lögmannshlíð ofan Akureyrar.
Athugasemdir
Áttu við að þetta sé allt skáldskapur?
Er það þá vitleysa að Kona hafi fætt barn á getnaðar og verið mey eftir fæðinguna?
Að ekkigetnaðiurinn hafi ekki átt sér átt sér á stað á stað sem ekki var til og að þau hafi þurft að fara til annars staðar, sem ekki var heldur til, til að taka þátt í manntali, sem ekki fór fram?
Að það sé vitleysa að Heródes, sem hafði verið dauður í 4 ár hafi fyrirskipað fjöldamorð á sveinbörnum sem engar heimildir eru til um af ótta við að nýr konungur væri að fæðast, en síðan bent vitringunum á hvar hann væri að finna í bæ sem ekki var til eftir að þeir klikkuðu á að elta stjörnuna?
Að þetta sé vitleysa, sem tveimur guðspjallanna þótti ekki nógu merkilegt til að segja frá?
Er þetta þá vitleysa um þennan Jesú, afkomanda Davíðs Konungs, sem ekki var til,samkvæmt tveim misvísandi ættartölum með 26 kynsslóða mismun og aðeins þremur sameiginlegum nöfnum, sem staðfesta að Jósef, sem ekki var faðir hans væri kominn af Davíð, sem ekki var til?
Eru þá líkur til þess að Jesú hafi aldrei verið til, þar sem engin heimild er til um hann utan Guðspjallanna á þessum tíma?
Þú ert þó ekki að segja mér þetta??
Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2010 kl. 01:59
Guð sé með þér og friður séra Svavar. Megi trú þín og gæska veita þér frið á jólum og farsæld á nýju ári, í Jesú nafni.
Ég brosti nú við pistil Jóns Steinars enda finnst mér hann afar skemmtilegur í sinni framsetningu og rökfærslu. Ég hef verið á leiðinni að segja mig úr þjóðkirkjunni en þar sem það skiptir mjög litlu máli nema sem táknræn aðgerð, svona eins og þegar Davíð ( Oddsson) tók út sitt fé ( 300.000,-) úr einum löngu föllnum banka hér um árið, þá hef ég ekki klárað það verk ennþá vegna anna.
Ég fer alltaf í messur á jólum og jólaföstunni en var svo heppin núna að lenda í messu þar sem sönn gleði ríkti í hjörtum fólks og presturinn var nánast hrærður í sinni gleði. Þetta var hjá séra Gunnari Sigurjónssyni í Digraneskirkju. Við fórum fjórtán saman fjölskyldan og vorum öll sammála að þetta var indæl stund. Það sem gladdi okkur öll þarna var skemmtileg uppákoma þar sem messan hófst á því að kórinn kyrjaði afmælissöng fyrir prestinn sem varð 50 ára þennan dag. Söfnuðurinn stóð upp og söng hástöfum með og svo var klappað á eftir. Svona eiga messur að vera. Eldskírn fyrir hjartað og sálina en ekki endalaust sömu hryllilegu söguna aftur og aftur. Ég meina jólaguðspjallið
Guð fyrirgefi mér dónaskapinn en ég meina þetta í alvöru. Er ekki hægt að breyta aðeins til? Nýjárskveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.12.2010 kl. 21:11
Ég er einmitt að lesa bók um að Jesú hafi lifað krossfestinguna af, verið giftur og ættir hans sé hægt að rekja. Og að hann hafi verið lifandi 45 e.k.
Upprisan hafi verið búin til svo hann yrði ekki eltur af hermönnunum upp á nýtt... alla vega er vert að lesa bók sem heitir "The Holy Blood and the Holy Grail" sem kom út 1982 í Englandi.
Bókinn er í alla staði nákvæm, vitnað er í svo margar heimildir og furðulegast er þegar prestar sem stúderðu bíblíus0gur sjálfir með heiðarleika, komust að sömu niðurstöðu.
Ef menn hafa ekkert annað sem heimild enn innlærða sannfæringu um að þetta eða hitt sé rétt, verður að fara að krefjast þess að opinberir aðilar eins og kirkjan fari að endurskoða kenningar sínar.
"Sannleikurinn gerir fólk frjálsa" og maður er farin að efast alvarlega um hvort kirkjan á jörðinni haldi ekki að þessi orð eigi við um þá líka. Að spila á tilfinningar fólks og vitna i Guð í sama augnabliki er trix sjónhverfingamanna og bragðarefa...
Óskar Arnórsson, 2.1.2011 kl. 22:23
Óskar: Holy Blood Holy grail er rakið kjaftæði og fantasía, enda sótti Dan Brown efnivið sinn í hana. Hún er í besta falli brandarabók.
Grunnmistök þeirrar bókar er náttúrlega sú ályktun að þetta fólk hafi verið til og að Nýja Testamentið sé sannsögulegt. Restin er svo bara uppspuni og bull um leynireglur og plott. Hugmyndin byggir á annarri fáránlegri vitleysu og skáldskap sem kallaðist The Passover Plot. Þar var Jesú tvíburi sem víxlaði hlutverkum við tvífarann við korssfestinguna. Ef fólk trúir svona dómadags þvælu, þá er skiljanlegt að fólk trúi því að Nýja testamentið sé sannleikur einn með öllum sínum þversögnum, viðbótum og lygum.
Það er mýgrútur til af svona fantasíum og samsærisbókum, hver annarri vitlausari. Sérstaklega þegar hugað er að því að það eru engar sögulegar heimildir til um að þetta hafi átt sér stað yfirleytt. Sorry bara, en þannig er það.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2011 kl. 00:43
Það eru að sjálfsögðu gefnar forsendur fyrir sögusögnunum. Enn það er tekið fram í bókinni að ekkert sé sannað og safnað sé ólíkum sögum til að bera saman. Flestar sögur um þennan tíma eru skrifaðar af seinni tíma riturum og þess vegna má taka þeim með fyrirvara.
Að Jesú hafi verið til eru til meiri sannanir fyrir enn afsannanir ef á að trúa einhverju af öllum heimildum sem til eru.
Það eru til endalaust af sögufölsurum og furðusögum. Haldnir eru fyrirlestrar í dag um allan heim að gyðingamorð seinni heimstyrjalarinnar hafi verið lýgi og allt þar fram eftir götunum.
Ef allar bækur um efnið eru lesnar með því ákveðna markmiði að afsanna tilvist Jesú, þá fær maður ábyggilega sannanir fyrir því. Af nógu er að taka. Lesi maður bækur með því gefnu sem staðreynd að Jesú hafi raunverulega verið til, verður lesturinn um hvort sagan um hann hafi endilega verið svona eins og sagt er.
Holy Blood Holy Gral er bók sem ég virkilega mæli með. Vel gerð, vel skrifuð og bráðskemmtileg aflestrar. Kirkjan fær aftur á móti slæma einkun, líka af þjónum hennar...
Óskar Arnórsson, 5.1.2011 kl. 02:18
Óskar minn, það væri gaman að heyra frá þér hvaða sannanir þú hefur fyrir sögulegum kristi og hvaðan þú hefur þær. Það að það séu engar sannanir fyrir að hann hafi ekki verið til nægir ekki. Þegar engar sannanir liggja fyrir um hvort hann var til eða ekki til, þá er niðurstaðan ein. Engar sannanir.
Absense of proof is proof of absense.
Skelltu upp bloggi um málið og ég skal mæta og fræða þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 17:21
Það eru til margar leiðir til að leita sannana. Mér finnst persónulega þetta flókin gáta með jesú, Jón Steinar og þar af leiðandi spennandi. Þa' er auðveldara að sanna að það hafi verið fólk á jörðinni frá öðrum plánetum enn að sanna tilvist Jesú.
Ég skil samt ekki alveg hvað þú meinar með "sögulegum kristi"? Jesu er alla vega sögulegur eins og Hrói Höttur sem var til. Han var bara ekki alveg svona skemmtilegur og góður maður eftir því sem aðrar sögur herma enn æfintýrin segja frá.
Það sem ég hef lesið í gegnum árin hefur sannfært mig um að Jesu hafi verið til sem persóna. Hvort hann hafi gegnt því hlutverki sem kirkjan segir, hef ég enga ástæðu til að trúa. Að hann hafi orðið frægur maður, hef ég enga ástæðu til að draga í efa.
Ég er ekki að ræða um trúsýstem og sannfæringarkraft. Ég tengi ekki sannfæringarkraft minn hverju sem er. Ég tel samt að allt fólk eigi það sameiginlegt að vilja tengja sannfæringarkraft sinn einhverju. Bara hverju?...er spurninginn, og sérstaklega þegar um er að ræða meira enn 2000 ára staðreyndir.
Sannanir eða afsannaðir verða ekki fengnar með orðaleikjum. Annaðhvort setur maður saman söguna útfrá þeim heimildum sem eru fyrir hendi og maður velur, eða maður sleppir því og finnur sér eitthvað annað að gera...
Geturðu sannað Jón Steinar, að ekki sé til "innri kosmos" sem reyndar er hægt að skoða á ýmsan hátt, upplifa, reyna, enn líklegast aldrei hægt að sanna..? eða er það til?
Óskar Arnórsson, 5.1.2011 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.