13.2.2011 | 22:33
Dagur elskenda
Valentínusardagurinn er að festa sig í sessi á Íslandi og er orðinn hluti af neysluvíagra viðskiptaaflanna.
Á konudaginn kaupir maður angandi blóm en á bóndadaginn súr eistu undan hrútum og úldinn hákarl.
Á Valentínusardaginn fara elskendur út að borða, skiptast á gjöfum og fjárfesta í rafhrókum og öðrum hjálpartækjum lágmarks ástarlífs.
Annars má það ekki minna vera en að elskendur fái einn dag fyrir sig árlega og margar verri hugmyndir hefur mannskepnan fengið en Valentínusardaginn.
Í stað þess að nöldra yfir þessum útlenda sið ættum við að stíga skrefið til fulls og gefa landsmönnum frí á Valentínusardaginn.
Þá gætu elskendur haldið kyrru fyrir í rúmum sínum eins og John Lennon og Yoko Ono gerðu um árið.
Þótt það leiddi til þess að þeir legðu hvorki leið sína í blómaverslanir né besefabúðir myndi það fyrirkomulag leggja grunn að fjölgun landsmanna og þannig örva hagvöxt.
Make love, not war!
Myndin er af nýjasta parinu í bænum.
Athugasemdir
To love oneself is the beginning of a life-long romance.
Oscar Wilde
Vilborg Eggertsdóttir, 13.2.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.