6.5.2011 | 21:11
Með dansskóna í kirkju
Næsta sunnudag, 8. maí, hefst kirkjulistavika í Akureyrarkirkju.
Dagskrána má sjá hér.
Hér langar mig að vekja sérstaka athygli á dansmessu sem verður í kirkjunni kl. 20 á sunnudagskvöldið.
Dansinn er sammannlegur og tengist gjarnan tilbeiðslu. Í Biblíunni eru margar heimildir um trúarlegan dans. Lofið Guð með bumbum og gleðidansi," segir í Davíðssálmum.
Hreyfisöngvarnir í sunnudagaskólanum eru sennilega það sem kemst næst dansi í kirkju samtímans.
Í dansmessunni mun Sigyn Blöndal kenna söfnuðinum einfalda dansa sem stignir verða undir sálmum, söngvum og fjölbreytilegum hljóðfæraslætti hljómsveitar hússins.
Hljómsveitina skipa Daníel Þorsteinsson, píanó, Matti Saarinen, gítar, Stefán Ingólfsson, bassi og Hjörleifur Örn Jónsson, slagverk.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn.
Rauði þráðurinn í messunni er sálmurinn Lord of the Dance" sem Sidney Carter orti með gamlan kvekarasöng sem fyrirmynd. Sálmurinn varð seinna að samnefndum söngleik sem öðlaðist heimsfrægð.
Vel er við hæfi að mæta í dansskóm í dansmessu þótt ekki sé það skylda.
Myndin: Dansað á tjörninni.
Athugasemdir
Sæll vertu!
Hér á árunum áður,þá sungum við:" Ég vil dansa,ég vil dansa,ég vil dansa fyrir hann". Hefði viljað vera með!
Gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur!
Kveðja úr Garðabæ.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.