Belgíska fyrir lengra komna

DSC_0698 

Fjármálaráðherra Íslands telur hagsmunum landsins "best fyrir komið utan Evrópusambandsins" eins og hann orðar það sjálfur.

Ríkisstjórn hans lét það verða eitt sitt fyrsta verk að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem fjármálaráðherra landsins telur að Ísland eigi ekki að vera aðili að.

Sama ríkisstjórn harðneitar því að aðildarviðræðurnar séu aðlögunarviðræður - þótt Evrópusambandið sjálft segi annað í bæklingi þar sem það gerir grein fyrir stækkunarstefnu sinni (bls 6):

First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.

Ekki er nóg með að ríkisstjórn Íslands sé að sækja um aðild að klúbbi sem helmingur hennar vill ekki vera í, hún á líka í samningaviðræðum þar sem ekki er um neitt að semja.

And these rules are not negotiable.

Annað forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar er umbylting á fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga.

Það kerfi var varanlega fest í sessi árið 1990. Þá voru ennfremur sett inn ákvæði um frjálst framsal aflaheimilda.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem voru á móti frumvarpinu en andstaða þeirra og Kvennalistans dugði ekki til.

Frumvarpið var samþykkt og kvótakerfið fest í sessi með frjálsu framsali aflaheimilda.

Hér má sjá feril frumvarpsins.

Einungis tveir þeirra þingmanna sem samþykktu frumvarpið árið 1990 eru enn á þingi:

Núverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra.

Þannig ber enginn núverandi þingmanna meiri ábyrgð á íslenska kvótakerfinu en sitjandi forsætisráðherra og sitjandi fjármálaráðherra, sem berjast nú hatrammri baráttu fyrir því að kerfið þeirra verði afnumið.

Nýjustu fréttir af Evrópusambandinu eru á hinn bóginn þær að þar á bæ vilja menn endilega taka upp íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Með öðrum orðum:

Íslenska ríkisstjórnin sækir um aðild að ESB án þess að vilja inn.

Hún á í samningaviðræðum við ESB án þess að ESB viðurkenni að um samningaviðræður sé að ræða.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar gera það að forgangsverkefni að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfi sem þeir komu á sjálfir.

Um leið telja þeir sig vera í aðildarviðræðum við ESB en ESB ætlar einmitt að taka upp kerfið sem þeir hamast við að leggja niður.

Myndin: Mýrarrauði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já...svo segja menn að guðfræðin sé skrýtin. Það toppar engin þetta lið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 00:30

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Stundum held ég að andstæðingar ESB kunni ekki að lesa ensku þegar þið vitnið í þennan kafla og talið um aðlögunarviðræður. Ég veit um dæmi þar sem sumir af ykkur vitnið í þýskar greinar án þess að kunna stakt orð í þýsku. Það sem stendur þarna svo ég þýði fyrir ykkur er að Ísland ræður hvenær það tekur upp þessar reglur svo það er enginn aðlögun í gangi.

Ekki nema þið viljið ganga jafn langt í þessu stretchi með því að taka undir orð, hvort hann er ekki titlaður formaður bændasamtaka íslands, að aðlögunin felst í því að íslensk stjórnvöld séu að afla sér upplýsinga um hvað þurfi að breyta áður en við göngum í ESB og í því felist aðlögunin. Alveg furðulegir heimspekingar í þessari fylkingu ykkar oghætti ég aldrei að undrast hvernig fólk nennir að hlusta á ykkur.

Næsta grein gefur til kynna að hún skrifuð af einhverjum fábjána.

"Hún á líka í samningaviðræðum þar sem ekki er um neitt að semja

And these rules are not negotiable".

Þú og vitleysingarnir sem lesa greinar þínar hljóta sem sérfræðingar um ESB að gera sér grein fyrir því að hver einasta þjóð sem semur um aðild fær sínar sérlausnir, svo að það er ljóst að þessar fullyrðingar þínar falla um sjálft sig? 


Jón Gunnar Bjarkan, 14.5.2011 kl. 03:57

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Í ívitnuðum bæklingi Evrópusambandsins kemur fram að aðlögunarferlið er í því fólgið að ákveða hvenær og hvernig umsóknarríkið tekur upp 90.000 blaðsíður af óumsemjanlegu regluverki ESB. EKki hvort það verður tekið upp enda "er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB." Það er ekki haft eftir neinum vitleysingi sem hvorki skilur ensku eða þýsku heldur Stefáni Fuele, stækkunarstjóra ESB, en þessa stefnu ESB áréttaði hann á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Íslands. (Sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/27/engar_varanlegar_undanthagur/ )

Svavar Alfreð Jónsson, 14.5.2011 kl. 08:24

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú misskilur málið alveg frá grunni Svavar. Að það sé ekki hægt að fá varanlegar undanþágur er snjall útúrsnúningur sem Heimsýnarmenn hamra á til að rugla almenning í ríminu. Það er ekki til neitt sem heitir varanlegar undanþágur í ESB.

Sérlausnir eru varanlegar, til dæmis eru Maltverjar alla vega með 3 sérlausnir, í sjávarútvegi, fasteignakaupum og eitthvað í landbúnaði líka að mig minnir. Ekki svo að þeir hafi fengið varanlega undanþágu frá einu né neinu, aðild þeirra breytti einfaldlega ESB vegna þessara sérlausna.

Sérlausnir eru að mínu mati algjörlega nauðsynlegar því ESB var upphaflega bara vestur evrópskar þjóðir á meginlandinu. Þegar þjóð eins og Finnland gekk inn, var komið nýr vinkill, Finnlenskur bændur með miklu lelegri landgæði til landræktunar átti að fara keppa við bændur í Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Vegna þess fengu Finnar sérlausn, svokallaða heimskautalandbúnaðalausn.

Það er ekkert ríki sem á meiri rétt á sérlausnum en Ísland, við erum langt frá meginlandinu með nánast alla okkar fiskistofna staðbundna og við yrðum minnsta þjóðin í ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.5.2011 kl. 15:14

5 identicon

Takk fyrir góða grein Svavar.

Ég held að sá sem hér commetar fyrir ofan og kallar okkur andstæðinga ESB aðildar svo digurbakkalega "vitleysinga" viti nú sjálfur bókstaflega ekkkert hvert hann er að fara.

Svona rugl eins og út úr honum vellur dæmir sig sjálft og við andstæðingar ESB aðildar höfum eignast sterkan talsmann fyrir því að þjóðin mun aldrei fara þarna inn.

Því fleiri sem hlusta á þetta sífellda innihaldslausa gaspur hans um ESB því fleiri verða andsnúnir ESB aðild !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 15:57

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- myndin er einstakega falleg -

Vilborg Eggertsdóttir, 14.5.2011 kl. 17:29

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, Gunnlaugur ég held að þessi Jón Gunnar megi tjá sig sem oftast á þessum nótum auk vina sinna Jóns Frímanns og Ómars Bjarka. Afdalamennirnir með heimsyfirráðadraumana.  Þeir eru annars allir af þessu kaliberi, sem hér tjá sig um sæluríki ESB.  Ég les bloggið þeirra reglulega mér til skemmtunnar.  Þar er engu líkara en að maður sé staddur á sértrúarsamkomu. Ég fæ samt ekki að gera athugasemdir þar frekar en nokkur annar sem er á öndverðum meiði.

Það er jú það sem koma skal, svo menn eru trúir sínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 18:00

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það væri fínt ef þú reyndir þá að hrekja eitthvað af því sem ég sagði Gunnlaugur

Jón Gunnar Bjarkan, 14.5.2011 kl. 22:17

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sko nafni, þú ert einhver furðulegasti labbakúturinn af öllum í þinni fylkingu. Hvað í fjandanum ertu að ljúga upp á okkur núna að þú fáir ekki að gera athugasemdir hvar sem þér hentar?

Þú lest bloggið okkar ekki til skemmtunar, þú gerir það til fróðleiks og skilur aldrei nokkurn skapaðan hlut, loksins þegar þú áttar þig á þekkingaleysi þínu þá ferðu og grenjar í mömmu þinni sem er Gunnar Rögnvaldsson sem fæðir þig svo á hverju ruglinu á fætur öðru án þess að þú hafir vit til að mynda þér sjálfstæðar skoðanir.

Vitna hér í síðasta question time til mömmu:

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1166218/

Maður hefur séð þig vaða út um bloggið hér um þvílíkt og annað eins rugl að ekki er á því takandi. Eftirminnilegasta ruglið var að Grikkland sé nú að gjalda því að vera með svo háa stýrivexti vegna þess að Þjóðverjar vilji halda stýrivextum háum, en við íslendingar séum svo heppnir að geta lækkað stýrivexti eins og við viljum. Gott ef þú hafir ekki verið að blaðra um þetta þegar stýrivextir voru um það bil 18% á íslandi og 1% á evrusvæðinu, aldeilis sem Grikkir séu fastir og geti ekki lækkað stýrivexti, nú eru enn stýrivextir tvöfalt hærri en á evrusvæðinu ef ég man rétt.

Ég sá einhvern tímann að þú hafðir sent mér skilaboð um daginn en þá var of seint að svara til baka vegna kommenta systems bloggsins þar sem þú varst að gorta af hetjudáðum þínum í landhelgistríðinu og langaði mig bara til að nota tækifærið og biðja þig um að geyma þann galsa fyrir stúlkurnar kallinn minn.

Skiljanlegt er að þér sé illa við Jón Frímann og Ómar Bjarka en Jón Frímann hefur alveg óþrjótandi þolgæði við að leiðrétta ruglið í ykkur. Fyrir sjálfan mig segi ég að það er ákveðinn þröskuldur af rugli sem ég nenni ekki glíma við. Það er allt í lagi að taka á kommentum eins og hjá vini þínum Einar Birni, þar fer þó maður sem veit eitthvað í sinn haus um evrópumál og hagfræði og því einhver grundvöllur til að ræða saman, jafnvel þótt mér þykja niðurstöður hans alltaf skakkar á við raunveruleikan, en ok, hægt er að ræða við hann. 

Frábið ég mér þó að þú sért að alltaf að atast út í komment hjá mér í þriðju persónu þar sem ég er alveg hættur að yrða á þig hér á blogginu af fyrra bragði. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.5.2011 kl. 07:55

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Verum málefnalegir, strákar, tölum um efnið fremur en persónur.

Svavar Alfreð Jónsson, 15.5.2011 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband