25.6.2011 | 22:35
Maturinn hennar ömmu
Ţegar ég var strákur borđađi ég stundum niđri í Norđurgötu hjá afa Svavari og ömmu Emelíu, oft í hádeginu á sunnudögum.
Nú, á laugardagskvöldi tćpri hálfri öld síđar, stanga ég sunnudagsmatinn úr tönnunum og rifja upp ţá gömlu góđu daga.
Ömmur fortíđarinnar voru snillingar í ađ steikja kleinur og sođibrauđ og amma mín var ein ţeirra drottninga.
Maturinn hennar var líka frábćr og minningarnar um hann koma munnvatnskirtlunum af stađ.
Sérstaklega er mér minnisstćđur steinbítur á pönnu međ brúnni sósu og helling af lauk. Ég efast um ađ til sé betri matur.
Hrćringurinn sem afi slafrađi í sig í tíma og ótíma var andstćđa steinbítsins. Hann var búinn til úr skyri og köldum hafragraut, kekkjóttur og grái liturinn frekar lítiđ lokkandi enda var bragđiđ eftir ţví.
Afi elskađi hrćringinn og oft skóflađi hann líka í sig uxahalasúpu frá Maggí. Hún fannst mér mun skárri fćđa.
Međ uxahölunum mauluđum viđ Korni hrökkbrauđ međ smjöri. Afi kallađi ţennan dökkbrúna og bragđsterka vökva kraftsúpu og sagđi ađ hún fćri beint í upphandleggsvöđvana.
Mjög oft sást greinilegur munur á ţeim fyrir og eftir súpuát ţannig ađ ţađ var ábyggilega heilmikiđ til í ţessu hjá kallinum.
Amma og afi áttu heima á Eyrinni. Amma vann á Niđursuđunni en afi í Slippnum.
Ţegar afi kom heim úr vinnunni var hann yfirleitt alveg hrikalega drullugur um lófana. Ţá byrjađi hann á ţví ađ fara í vaskaskápinn og náđi sér í stauk međ Vim rćstidufti. Ţví sáldrađi hann yfir hendurnar og skrúbbađi ţćr svo međ grófum bursta undir heitu vatni.
Ţetta fannst mér karlmannlegur handaţvottur og stefndi ţví ađ ţvo mér međ sama hćtti ţegar ég yrđi stór en ţá voru ţeir ţví miđur hćttir ađ framleiđa Vim eđa alla vega flytja ţađ inn.
Á sunnudögum hafđi amma annađhvort verkamannasteik (ofnsteikt súpukjöt í smábitum) međ brúnuđum kartöflum eđa hrossagúllas međ kartöflustöppu. Hvort tveggja var einstakt ljúfmeti.
Í eftirmat var ćvinlega bođiđ upp á ávaxtagraut međ rjómablandi. Ég kúgađist á sveskjusteinunum en ţá fann afi upp á ţví ađ fara í kapp viđ mig hvor fyndi fleiri steina.
Eftir ţađ borđađi ég grautinn međ bestu lyst og hafđi jafnan sigur eftir harđa og tvísýna keppni.
Enn sé ég fyrir mér víbrandi ávaxtagrautinn og hvernig glampađi á hann í Eyrarsólinni eins og nýbónađan góđćrisjeppa.
Eftir matinn, ţegar afi var farinn inn á dívan ađ leggja sig, náđi amma í veskiđ sitt upp í skáp og gaf mér í ţrjúbíó.
Stundum spiluđum viđ ólsen-nólsen ţangađ til ég lagđi af stađ suđur Norđurgötuna og stefnan var tekin á kvikmyndahús bćjarins og ţá félaga Tarsan, Roy Rogers, Villa spćtu og Jóga björn.
Auđur slíkra minninga er ómetanlegur.
Myndin er af menningarhúsinu Hofi sem er á Eyrinni.
Athugasemdir
Svavar, ţetta eru ótrúlega skemtilegar minningar og ég deili ţeim svo sannarlega međ ţér, jafnvel hrćringurinn var á bođstólum í sveitinni hjá Hreiđari frćnda í Fljótshlíđinni og var ég ekki hrifinn.
Guđmundur Júlíusson, 26.6.2011 kl. 00:10
Skemmtilegur pistill sem vekur örugglega upp minningar margra um sólbjarta sunnudaga, heimsóknir til ömmu og afa, ávaxtagrauta, kraftsúpu og fleira gott. Steinbítur í brúnni m/lauk slćr ekki af í vinsćldum enn ţann dag í dag.
Anna, 26.6.2011 kl. 09:02
Viđ svona mat ólst ég upp í Víkini nema ţađ var bannađ ađ éta hrossakjöt.ţađ margs ađ sakna fyrir 60 árum.....
Vilhjálmur Stefánsson, 26.6.2011 kl. 09:48
Svavar. Mikiđ er ţetta flottur pistill, um ţađ sem raunverulega skiptir máli og gefur varanlegt og nćrandi veganesti út í lífiđ, og of vanmetiđ veganesti af peninga-hagfrćđingum heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 26.6.2011 kl. 10:04
Thakka skemmtilegan og godan pistil.
Eg fœ vatn i munninn vid allar thessar gomlu og godu minningar.
Mer fannst allatf hrœringurinn godur og eins allt annad sem thu nefnir her.
Thetta allt saman olst madur upp vid, stuttu fyrir nordan thig, og hafdi gott af ollu saman.
Bestu kvedjur.
Islendingur (IP-tala skráđ) 26.6.2011 kl. 11:05
Já ţessar minningar ţínar vekja upp margar minningar hjá mér um ţćr miklu breytingar sem hefur orđiđ í matar venjum frá ţví ađ ég var ađ alast upp í sveit. Dagurinn byrjađi á hafragraut og súruslátri nema í sláturtíđinni og svo auđvitađ lýsisskeiđ yfir veturinn. Á hátíđisdögum og á sunnudögum yfir sláttinn kom mamma međ kakó og kökur til mans í rúmmiđ. Í hádegis mat var mikiđ borđađ hrossakjöt ađalega saltađ en niđursođiđ folaldakjöt á sunnudögum. Núna sneiđi ég frekar hjá kjöti af hrossum vil bara kindakjöt.(Sođiđ lambakjöt međ heimabökuđu rúgbrauđi er međ ţví besta sem ég fć.)
Í kvöldmat var mjög oft hrćringur sem mér fannst aldrei góđur,heimagert rúgbrauđ og súrmatur síđan spenvolg nýmjólk á eftir sem var svo sćt og góđ.
Ég vil halda í ţennan einfalda mat er lítiđ fyrir krydd reyni ađ forđast salt nema í miklu hófi,hćnsnakjöt hef ég ekki smakkađ í 26 ár. Ţetta matar ćđi hefur reynst mér vel varla orđiđ misdćgurt ţó 70 árin séu ađ baki.
Ragnar Gunnlaugsson, 26.6.2011 kl. 11:54
Gaman ađ lesa ţennan pistil, Svavar Alfređ. Mér er fariđ eins og ţeim hér á undan ađ hann vekur minningar hjá mér líka (vekur, ekki vekur upp, eins og algengt er ađ segja nú ţví ţetta á ekkert skylt viđ uppvakninga af neinu tagi). Tek undir ţađ ađ hrćringurinn var ekki á mínum óskalista. Hrossakjöt var ekki haft á borđum heima hjá mér en flest hitt sem ţú lýsir; kannski nautakjöt í stađinn fyrir hrossin. Og kjöt af mjólkurkálfum var hreinasta lostćti, einkum kalt; ţetta fćst ekki lengur. Ég ţykist vita ađ steinbíturinn hafi veriđ ţverskorinn og međ beini, svoddan fćst ekki lengur, amk. ekki í fiskbúđum hérna megin á landinu. Nú er allt flakađ, rođflett, beinhreinsađ og fćrt niđur í bita, heitir flest -hnakki (ţorskhnakki, steinbítshnakki) ţó augljóst sé ađ flökin nái lengst aftur á hrygg. Og ađ fá ţorsk međ rođi (steikt ţorskrođ er afbragđs matur) er hreint ekki inni í myndinni!
Sigurđur Hreiđar, 26.6.2011 kl. 17:07
Sćll Svavar. Langt síđan ég hef kíkt hér inn og verđ ađ segja ađ ţessi pistill er tćr snilld. Hjá mér eins og ţeim sem fyrr hafa tjáđ sig vekur ţetta minningar um gamla tímann. Heima hjá mér á Raufarhöfn var ekki nautakjöt svo ég muni né hrossakjöt en oft fiskur. Ţverskorin ýsa međ beinum, siginn fiskur, rauđmagi, sigin grásleppa, steiktur ţorskur os. frv.
Amma mín gerđi alltaf hrćring en bara ein systir mín vandist honum og var vitlaus í hann sem og hákarl. Hvorugt borđađi ég enda hef ég alltaf veriđ frekar matvönd.
Amma mín hafđi alltaf tíma til ađ spjalla, ráđa drauma og búa til vísur eđa leiđrétta mínar. Ţó stoppađi hún nánast aldrei. Stoppađi í sokkaplögg međan viđ rćddum málin.
Í dag eru ömmur öđruvísi, rétt eins og maturinn. Í MBL um helgina var auglýst eftir ömmu, meira ađ segja tvćr auglýsingar ţess efnis.... er ţetta ekki tímanna tákn?
Gott er ađ orna sér viđ yndislegar minningar um horfna tíma en lífiđ er ljúft og víst er ađ barnabörnin okkar munu gera ţađ líka ţó međ öđrum hćtti sé. Bestu kveđjur til ţín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.6.2011 kl. 22:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.