Hinn skýri spuni

Nikon D60 004 123

Mánudaginn 27. júní síðastliðinn var í fréttatíma ríkissjónvarpsins íslenska greint frá upphafi efnislegra aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Fréttamaðurinn, Heiðar Örn Sigurfinnsson, var staddur í Brussel og sagði þannig frá þessum viðburði:

Samningaviðræðurnar hófust á ríkjaráðstefnu hér í Brussel með því að fjórir kaflar af þrjátíu og fimm voru opnaðir. Þetta þýðir að viðræður hófust um það hvernig Ísland taki yfir lög og reglur ESB á fjórum sviðum: Opinber innkaup, vísindi og rannsóknir, menntun og menning og upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar.

Skilgreining fréttamansins á inntaki hinna efnislegu viðræðna er hárrétt. Þær snúast ekki um að skoða hvað pakkinn hafi að geyma eða að Íslendingar velji það sem þeir vilji hafa í margumræddum pakka. Pakkinn er til staðar og innihald hans liggur fyrir: Níutíuþúsund blaðsíður af lögum og reglum ESB. Á máli ESB er þessi pakki kallaður „acquis". Það orð kemur úr frönsku og þýðir „það sem hefur verið samþykkt". Um það verður ekki samið og reglunum verður ekki breytt, eða eins og ESB segir sjálft:

Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.

Skilgreining fréttamannsins á inntaki hinna efnislegu aðildarviðræðna er því í samræmi við skilning ESB: Í viðræðunum er tekist á um hvernig og hvenær Ísland taki yfir lög og reglur ESB og hrindi þeim í framkvæmd.

Á ríkjaráðstefnunni lýsti utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, því yfir að hann vildi hefja viðræður um sjávarútveg og landbúnað sem fyrst. Þegar að þeim kemur mun gilda það sama um þá málaflokka og aðra; Um „acquis" verður ekki samið. Það þýðir að ekki er hægt að semja um lög og reglur ESB á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Þegar sú stund rennur upp að RÚV segir frá upphafi  efnislegra viðræðna á þeim sviðum er hægt að nota nákvæmlega sömu orð og Heiðar Örn notaði 27. júní síðastliðinn:

Þetta þýðir að viðræður hófust um það hvernig Ísland taki yfir lög og reglur ESB á sviðum sjávarútvegs og landbúnaðar.

Ekki er nóg með að Ísland hafi sótt um aðild að ESB þótt meirihluti þjóðarinnar vilji ekki þangað inn. Helmingurinn af ríkisstjórninni sem sendi aðildarumsókn til Brussel vill ekki í ESB. Þegar kemur síðan að „efnislegum viðræðum" á ekki að fara eftir þeim skilyrðum sem ESB setur sjálft slíkum viðræðum. Þótt það sé margítrekað að hálfu ESB að um pakkann verði ekki samið kemur íslenski utanríkisráðherrann, sem sendi fyrir hönd þjóðar sinnar umsókn um aðild að ESB þótt hún vilji ekki þangað, og tilkynnir forráðamönnum sambandsins eftirfarandi:

Í þessum tveimur köflum getur því ekki verið um það að ræða að Ísland taki upp löggjöf ESB óbreytta eins og ég rakti í ávarpi mínu og útskýrt er í hinni almennu yfirlýsingu Íslands fyrir ári síðan.

Í sama ávarpi staðhæfir íslenski utanríkisráðherrann að skýr meirihluti Íslendinga styðji aðildarferlið að ESB.

Þann 27. 6. síðastliðinn stóð íslenski utanríkisráðherran fyrir framan talsmenn Evrópusambandsins, með umsókn sem hvorki nýtur stuðnings þjóðar hans né ríkisstjórnar, kvaðst ætla að hafa að engu fyrirmæli sambandsins um aðildarferlið, breyta því sem búið er að segja að verði ekki breytt og klykkti svo út með þessum skýra 38,5% meirihluta Íslendinga.

Myndin er úr Laxárdal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þótt það orð hafi verið gjaaldfell með ofnotkun undanfarin ár, en þó af ærnu tilefni, þá heitir þetta ekkert annað en landráð. Það hefur verið logið að þingi og þjóð um eðli þessa máls í öllum atriðum, enginn hálfsannleikur heldur helber lygavefu. Og enn er haldið áfram.

Hvað þarf til að stoppa þessa vitfirringu? Hver ætlar að verða fyrstur til að setja inn  rökstudda kæru fyrir hönd þjóðarinnar?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 16:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég sé það að ólíklegsustu menn eru á móti kjarabótum fyrir almenning.. sérstaklega ríkisstarfsmenn og styrkþegar.

Óskar Þorkelsson, 30.6.2011 kl. 16:55

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Óskar þó þú getir veri ágætu þá ertu ekki með þinn aulahúmor einu sinni fyndinn.

Hafðu bara einu sinni vit á því að hlusta og þegja svo !

Gunnlaugur I., 30.6.2011 kl. 21:09

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki veit ég til hverra þú ert að vísa Óskar minn. Ekki er ég ríkistarfsmaður og ekki er ég styrkþegi. Þú ert kannski bara að níða skóinn af greinarhöfundi svona til að forðast málefnin.  Kemur ekki á óvart.

Með kjarabæturnar, þá ert þú líklega að hugsa um ódýrara grænmeti, sem er greitt niður af skttborgurum og því tvíborgað, eða eitthvað í þá veru? Þú ert kannski að hugsa um hækkun orkuverðs til jafnaðar við orkuverð í ESB? Nú eða húsnæðis og leiguverð? Ég veit ekki, en við hér heima sem kunnum að reikna sjáum ekki plúsinn. 

Við sjáum heldur ekki plúsinn í einkavæðingu orkugeirans, meiri smaþjöppun og miðstýringu í sjávarútvegi og landbúnaði og yfirleitt flutning auðs áfærri hendur að út fyrir landsteinanna. Við erum smá og eigum nóg fyrir okkur, það er ekki til skiptanna. Við sjáum heldur ekki plúsinn í að greiða Icesaveskelli annarra þjóða, það er nóg að reyna að bægja frá okkur kúgunum ESB til að borga þetta eina.

Þú tekur að sjálfsögðu afstöðu með háskólaaðlinum af því að það kemur svo fjandi gáfulega út er það ekki? Hinir sönnu styrkþegar og iðjuleysingjar þessa lands sem hljóta árlega 10 milljarða í styrki til þess aðallega að fjalla um þá sem styrkina gefa.  Von að þú sjáir það freistandi framtíð að hér gætum við allir lagst í að lepja latte og skrifa langlokur um heimska íslendinga og þjóðrembu en vera það samt sjálfir.

Það er annars merkilegt að nánast enginn þeirra sem hamast hér gegn straumnum í stuðningi við ESB á blogginu, skuli yfirleytt búa á Íslandi.  Hefurðu einhverja skýringu á þessu?  Má ætla að þþú og þessir mátar þínir vitið best hvað Íslandi er fyrir bestu? Er það eitthvað sem kemur með flúorblönduðu vatni og endurunnu skólpi sem þið sjóðið rófurnar ykkar í.

Ég var líka að velta því fyrir mér hvort þessi hópur eigi það sammerkt að vera á sósíalnum eða atvinnulausir? Er eitthvað til í því?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2011 kl. 07:09

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að tala mikið Jón en segja lítið er oft kostur, sérstaklega ef menn eru á móti kjarabótum fyrir almenning.

Presturinn er ríksisstarfsmaður með allt sitt á þurru , eftirlaun og svoleiðis og þú ert kvikmyndagerðarmaður sem á allt undir því að einhver styrki kvikmyndir þínar.

Gunnlaugur sem lepur víst dauðann úr skel í ESB ætti ekki að segja fólki í fullri vinnu að halta kjafti.

Óskar Þorkelsson, 1.7.2011 kl. 09:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskaplega ertu hortugur Óskar.  Það er merkilegt að sjá annars að menn lepji dauðann í ESB. Ertu ekki í þversögn við sjálfan þig þarna? Þú nýtur þess annars að búa ekki í ESB. Noregur er víst mesta gnægtarland heims. Vona bara að þú hafir það gott þar.

Ég get alveg lofað þér því að ég á ekki allt mitt undir styrkjum til kvikmynda. Ég hef þó notið þess að hafa skrifað mynd, sem hefur komist í þann status að verða framleidd jú. Fyrir 11 árum.  Annars starfa ég sem hönnuður og plain old trésmiður. Ég vinn við styrklauusar auglýsingar og stundum fyrir leikhús, en síðastliðin rúm 4 ár hef ég unnið við að hanna og smíða nokkur hús á Siglufirði fyrir ferðaiðnaðinn. Nokkuð sem hefur gerbreytt þeim bæ til bjartari vona. Mjög gefandi og krefjandi starf. Nú stendur til að halda áfram og smíða hótel eftir mínum hugmyndum. Ég er þó mest að smíða, sem launamaður eða verktaki.  Kvikmyndagerðrmaður er titill, sem ég vel af því að ég starfaði mikið sem launamaður við þann margþætta geira.

Bara svo þú vitir deili á mér og  hættir að hrapa að ályktunum um mig.  Ég hef ekkert á móti þér annað en það að þú ræðst oft inn með ógrundaða sleggjudóma um fólk en átt bágt með að ræða málefnin.  Það gefur ekki af sér góðan þokka.

Nú skalt þú segja okkur af sjálfum þér til að hreinsa andrúmsloftið og rökstyðja hugmyndir þínar um kjarabótina við Evrópusambandsaðild.  Mér er ekki illa við ESB af því að ég hef tekið trúarbragðalega afstöðu án ígrundunar.  Satt að segja var ég ekki afundinn þessu í byrjun, en svo fór ég að grúska...og maður minn, hvílík vonbrigði og hryllingur.

Kannski þú ættir að kíkja á málið nánar og þá getum við máske allavega mæst miðja leið eins og síviliseraðir menn.

Ég er enginn aumingi og afæta, ég get fullvissað þig um það, svo þú skalt sparað dylgjurnar.  Það geturðu líka gert í tilfelli Svavars, hans framlag til samfélagsins er stærra en bara að skíra og gifta. 

Góðar stundir og vonandi sjáum við bjartari Óskar í komandi kommentum.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2011 kl. 12:49

7 identicon

Það er allt of oft háttur Íslendinga að ráðast á persónuna en salta málefnið. Kannski ástæðan sé fólksfæðin hér á landi og nándin við náungann ég veit það ekki en í ölli falli er það ósmekklegt. Afleiðingarnar eru þær að umræðan verður ómálefnaleg og leiðinleg og niðurstaðan engin. Áfram með málefnalega umræðu! Kv. YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband