Og ég er lítill foss

DSC_0093 

Laugardaginn 22. október næstkomandi, fyrsta vetrardag, opna ég ljósmyndasýningu í Náttúrufræðistofu Kópavogs í Hamraborg 6a. 

Opnunarathöfnin hefst kl. 14 með ávarpi Hjálmars Hjálmarssonar, forseta bæjarstjórnar Kópavogs. Tónlistarflutning annast þau Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdemarsson.

Sýningin nefnist Eyjafjarðarfossar. Þar eru myndir af 42 fossum úr 25 eyfirskum vatnsföllum. Talnaglöggir menn hafa reiknað út að samtals sé fallhæð þessara fossa hátt í 300 metrar.

Í sýningarskrá segir:

Fossasýningin í Náttúrufræðistofu Kópavogs er þriðja uppsetningin á sýningunni, þó aukin og endurbætt. Fyrsta sýningin var í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í október 2010 og sú næsta í febrúar 2011 í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Nú hefur fossunum verið safnað saman suður yfir heiðar í því skyni að veita fólki á höfuðborgarsvæðinu sýn á þessa rennblautu dýrgripi Eyjafjarðar. Að lokinni sýningunni í Náttúrufræðistofunni ferðast fossarnir til Bochum í Þýskalandi þar sem þeir verða hengdir upp fyrir aðdáendur náttúru Íslands og góðrar ljósmyndunar.

Myndirnar verða til sýnis til 1. desember. Sýningarstjóri er dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Titill þessarar færslu er fenginn úr ljóði eftir Birgittu Jónsdóttur. Myndin er af smáfossum í Gilsglili í Öxnadal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Þú tekur nú líka afspyrnu flottar myndir. Hlakka til að berja þær betur augum á Náttúrufræðistofunni.

Dagný, 24.10.2011 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband