Hjólaferð um Mósel, 7. kafli

Eins og fram hefur komið var þriðji gististaðurinn okkar hjá þeim Oster-hjónum í vínbænum Ürzig. Við kvöddum þau með miklum trega. Það var huggun harmi gegn að hjóla út í góðviðrið í Mósel, finna hlýja golu leika við andlitið og gróðurangan fylla vitin.

PICT0234   

Hjólavegurinn eftir Mósel liggur yfirleitt nálægt ánni. Hann er aðeins ætlaður reiðhjólum og ekki nema stuttir kaflar eru samhliða bílvegum. Stundum þarf að hjóla yfir brýr og fyrir kemur líka að unnt er að hjóla beggja megin árinnar. Þá völdum við leiðina sem hafði fleiri fýsilega viðkomustaði.

PICT0197

Á þriðja degi ferðarinnar hjóluðum við styst og gátum því leyft okkur óvenju mikið hangs og slór. Hér erum við á einum áningarstaðnum, litlu kaffihúsi við hjólaveginn þar sem hægt var að sitja úti, hressa sig á vínglasi og fylgjast með umferðinni, reiðhjólum og prömmunum sem sigldu eftir ánni.

PICT0220

Hér erum við komin á fjórða gististaðinn okkar, þorpið Pünderich. Ekki vorum við svikin af honum frekar en öðrum viðkomustöðum í þessari ferð okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband