17.7.2012 | 11:48
Hjólaferð um Mósel, 8. kafli
Pünderich reyndist vera snoturt þorp með mörgum krúttlegum húsum og þröngum götum. Ekki var mikið um að vera í bænum en gaman þótti okkur að rölta um hann. Gististaðurinn okkar var inni í miðjum bæ. Þar var hreint og þrifalegt. Við keyptum okkur kvöldmat á staðnum og snæddum m. a. Flammkuchen eða tarte flambée, sem er þýsk-franska útgáfan af pítsu. Um kvöldið fylgdumst við með leik í Evrópumótinu í knattspyrnu með hópi heimamanna.
Í Pünderich fyrir framan gistihúsið okkar.
Eftir kvöldmatinn fengum við okkur labbitúr um bæinn. Yndislegir píanótónar bárust frá þessu húsi út í kvöldkyrrðina.
Eftir góða næturhvíld í Pünderich var haldið af stað. Framundan var síðasti hluti ferðarinnar og sá lengsti. Margar brýr eru yfir Mósel og einnig ganga ferjur yfir ána. Þessi er í Pünderich.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.