7.4.2013 | 14:30
Fermingardagurinn
Nú standa yfir fermingar og ţessa helgi fermdust 22 börn í Akureyrarkirkju, ţau fyrstu af um ţađ bil 130 fermingarbörnum ársins 2013. Hér eru nokkrar myndir frá síđustu spennuţrungnu mínútunum fyrir fermingarathöfnina.
Börnin voru mćtt laust fyrir klukkan 10 í morgun en messan hófst kl. 10:30. Konur úr Kvenfélagi Akureyrarkirkju tóku á móti börnunum og hjálpuđu ţeim í kyrtlana.
Margar telpnanna fóru eldsnemma á fćtur til ađ komast í hárgreiđslu. Drengirnir gátu flestir sofiđ lengur ţó ađ nú séu jafnréttistímar.
Fermingardagurinn er hamingjudagur. Ţá eiga börnin ađ finna hvađ ţau eru okkur dýrmćt og hvađ viđ erum ţakklát fyrir ţau.
Margir eru búnir ađ leggja mikiđ á sig til ađ fermingardagurinn verđi sem ánćgjulegastur. Veislur hafa veriđ útbúnar, föt keypt, gjafir valdar og ástvinir ferđast landshluta á milli og koma jafnvel frá útlöndum til ađ samfagna fermingarbarninu. Krakkarnir eru líka búnir ađ hafa mikiđ fyrir deginum og hafa til dćmis sótt fermingarfrćđslu allan veturinn og lćrt sálma, vers, bođorđin tíu og ýmislegt fleira. Nú er komiđ ađ lokaáfanganum. Dagskrá fermingarmessunnar er brotin saman og henni stungiđ inn í splunkunýja sálmabókina.
Síđustu andartökin í hinni ófermdu tilveru ţessara herramanna.
Organistinn Sigrún Magna Ţórsteinsdóttir ćfir Stúlknakór Akureyrarkirkju sem sá um sönginn í fermingarmessunni.
Fermingarbörnin búin ađ stilla sér upp í röđina nokkrum sekúndum áđur en kirkjuklukkurnar hringdu og messan byrjađi. Ţetta var yndislegur hópur.
Guđ blessi ţau!
Athugasemdir
ţér er vonandi ekkert illa viđ ađ ég guđleysinginn stelist hérna inn á síđuna en hef alltaf langađ til ađ spyrja ţig um frćndgarđinn síđan ég sá nafniđ.Ţannig er ađ frćndfólkiđ mitt frá Molastöđum í Fljótum (BYKO ćttin) hefur sömu nafngiftir.Jón Helgi,Alfređ Jónsson,Svavar Jónsson svo ég nefni nokkra.Amma mín var Jósefína Jósefsdóttir systir Helgu frá Molastöđum.ER einhver tenging ţarna?
Jósef Smári Ásmundsson, 7.4.2013 kl. 20:11
Komdu fagnandi, Jósef Smári! Nei, ég held ađ ţetta séu skemmtilegar tilviljanir. Ég heiti í höfuđiđ á móđurafa mínum, Svavari Björnssyni frá Grenivík. Alfređsnafniđ er frá fóstra hans pabba, sem ég kallađi alltaf afa. Sá var Jónsson og úr Innbćnum á Akureyri. Systir hans, Helga, giftist ađ mig minnir til Siglufjarđar. Kristján langafi minn var uppalinn í Flókadalnum og Emelía amma mín kom úr Ólafsfirđi. Ţar á ég skyldfólk. Hin amma mín, Pálína, var frá Hesteyri í Jökulfjörđum. Hennar mađur, Guđlaugur afi, var úr Kinninni. En Fljótin eru ein fallegasta sveit landsins og ég fć mér oft málningu og nagla í BYKO.
Svavar Alfređ Jónsson, 7.4.2013 kl. 20:25
Nú jćja.Ţú ert svo sen ekkert verri fyrir ţađ.En ţakka ţér fyrir ađ svala forvitni minni.Ţá ćtti mađur ađ geta sofiđ á nóttinni.
Jósef Smári Ásmundsson, 8.4.2013 kl. 05:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.