Úr íslenskum fjölmiðlum

DSC_0102 

Laugardaginn 25. maí síðastliðinn mátti meðal annars lesa þetta í leiðara Morgunblaðsins.

Það verður seint talin sérstaklega eftirsóknarverð staða að vera endalaust í aðlögunarferli að ESB, hvort sem farið er hratt eða hægt eða hlé tekin árum eða áratugum saman.

Sama dag birtir Egill Helgason, þáttastjórnandi á Ríkisútvarpinu og sérstakur samfélagsrýnir þess, færslu á netsíðu sinni, Silfur Egils .

Fyrirsögnin er afdrátttarlaus:

Engin aðlögun

Færslan er stutt og hefst á þessum orðum :

Það hefur verið talað um að við séum í aðlögunarviðræðum við ESB. Þetta er hugtak sem var fundið upp í áróðursskyni.

Í dag, 29. 5., birtir Ríkisútvarpið, vinnustaður hins kunna samfélagsrýnis, frétt á vef sínum. Hún byrjar svona:

Ekki er ljóst hvað verður um IPA-styrkina sem Ísland hefur fengið frá Evrópusambandinu vegna aðlögunar að sambandinu nú þegar ótímabundið hlé hefur verið gert á aðildarviðræðunum. 

Fjögur ár eru síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Fá mál hafa fengið meiri umfjöllun fjölmiðla en aðildarumsóknin. Í viku hverri birtast margar blaðagreinar um kosti og galla þess að vera í Evrópusambandinu.

Samt virðist þjóðin ekki vera upplýstari um málið en svo, að það er ekki einu sinni á hreinu í hverju aðildarumsóknin er fólgin. Meira að segja þeir sem eiga að sjá um að upplýsa þjóðina virðast ekki sammála um hvað gerist þegar þjóðir sækja um aðild að ESB.

Er það ekki frekar slappt eftir margra ára linnulausar umræður?

Er nú ekki kominn tími til að upplýsa þjóðina um málið?

Og kannski er fyrsta skrefið að samfélagsrýnar landsins komist til botns í því?

Myndina tók ég í Hvalvatnsfirði. Vonandi kemst ég þangað í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þykir þér ekki, séra Svavar, ástæða til að taka eitthvert mark á yfirlýsingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þessi mál? Menn ættu að lesa orð hennar sjálfrar (mín þýðing, sjá nánar HÉR; allar feitletranir eru undirritaðs, JVJ, en textinn sjálfur Evrópusambandsins):

"Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."

Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy, útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Sami texti á ensku er á tilvísaðri vefsíðu Fullveldisvaktarinnar, þannig að ef einhver telur sig hafa ástæðu til að leiðrétta eitthvað af ofangreindu, þá er honum/henni velkomið að freista þess.

En feitletraði textinn hér ofar ætti að sýna það nógsamlega, að hér hefur AÐLÖGUN verið í gangi, hvað svo sem óupplýstur Egill Helgason hefur vogað sér að fullyrða út í bláinn.

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 30.5.2013 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband