24.2.2007 | 12:47
Byrja að blogga
Sá á, er ástina á, en sá er hana á eigi, sá er hver öreigi. Því að hún er sá kostur, ef án er þann kost, megu aðrir kostir eigi vera kostir. Og hún ein er himinríkis verð. Og sá , er hana fyllir, sá fyllir öll lög Guðs, og öll brýtur sá, er hana brýtur....Nú er að sönnu og sá sannur eigandi, hver er ástina á, þá boðin er, en sannlega sá hver öreigi, er hennar er andvani, þótt margt annað þyki eiga.
Fer ekki vel á því að byrja bloggið með þessari tilvitnun í Íslenska hómilíubók?
Athugasemdir
Sæll félagi Svavar
Jú það fer vel á því að hefja bloggið á ástinni. Ég á mér eina setningu um ástina sem kom til mín í draumi og mér finnst segja mér svo mikið um hana: "Ástin er ekki að leita að verðlaunum, ástin er verðlaun".
Hólmgeir Karlsson, 27.2.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.