Meira um Mörk

Mörk eru um 10.000 ferkílómetrar að stærð. Norðan við Mörk er héraðið Emilia Romagna, Umbria og Toscana liggja vestan við en í suðri er Abruzzia. Mörk ná að Adríahafi í austri og er strandlengjan um 180 km löng. 31% héraðsins er fjalllendi en 69% telst hæðótt. Íbúar eru um ein og hálf milljón. Flestir búa í smáborgum. Aðeins 14% borganna hafa yfir 20.000 íbúa. Fjórar sýslur eru á Mörkum, Pesaro-Urbino, Ancona, Macerata og Ascoli Piceno. Höfuðborg Marka er Ancona og þar tók ég myndina sem fylgir færslunni.Ítalía 2005 104

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband