Allt vonda fólkið

DSC_0803

Ósköp getur verið gott og notalegt að virða fyrir sér allt þetta vonda fólk sem þessi þjóð samanstendur af.

Hér erum við, þau góðu - þarna eru hin, þau vondu.

Þarna eru útrásarvíkingarnir sem komu okkur á kaldan klaka, auðmennirnir sem settu allt á hausinn í gegndarlausri græðgi, vanhæfu embættismennirnir sem sváfu á verðinum og spilltu stjórnmálamennirnir sem brugðust. Þarna eru líka þjófarnir, svikararnir, nauðgararnir, morðingjarnir og níðingarnir. Þarna er þetta ógeðslega samfélag. Þarna eru listamennirnir, afæturnar, lattelepjararnir. Þarna eru forpokuðu landsbyggðarlúðarnir, útgerðarmennirnir, sægreifarnir og landbúnaðaraðallinn, einangrunarsinnarnir og landráðaliðið. Þarna eru múslimarnir, trúleysingjarnir og trúfíflin.

Þarna er allt þetta dæmalausa fólk. En hérna megin tölvunnar erum við.

Vonda fólkið er viðfangsefnið í athugasemdunum. Góða fólkið skrifar þær.

Manneskjan er varasöm og menningarlagið á yfirborði mannlífsins er bæði þunnt og viðkvæmt. Hatursfull umræða getur skemmt þetta lag. Afleiðingar þess geta verið skelfilegar.

Ef til vill er óöryggi okkar sjálfra og brotin sjálfsmynd ein ástæða þess að við freistumst svo gjarnan til að vera dómhörð í garð annarra. Við þekkjum eigin breyskleika en erum það blind á eigin hæfileika að við sjáum ekki aðra leið en að nota bresti annarra til að upphefja okkur.

Í vanmætti okkar leitum við skjóls í vanmætti hinna. Breyskleiki náungans er bæði hækjan í veikleika okkar og bareflið í óöryggi okkar.

Og þannig ætlum við að byggja nýtt Ísland.

Myndin heitir Dauði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

þú gleymdir prestunum."Sá aumi verður  að finna annan ,sér aumari,þá er hann sæll".Eins og Gorgy sagði í djúpi dalanna.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband