25.9.2013 | 22:34
Náttúruperlan Glerá
Upphaf Glerárgljúfra
Nú á ađ virkja Glerána á ný. Í tengslum viđ ţá framkvćmd á ađ leggja nýjan göngustíg upp međ ánni. Mér líst vel á ţađ ţví Akureyringar hafa ekki uppgötvađ ţá náttúruperlu sem Gleráin er. Ţeir hafa fariđ illa međ ána.
Ţegar ég var ađ slíta barnsskónum litađi samvinnuhreyfingin ull og gćrur á Glerárbökkum. Litarefni bárust út í ána. Mátti stundum sjá á henni helstu tískuliti í ríkjum kommúnista í Austur-Evrópu en ţangađ fór stór hluti ullarframleiđslunnar.
Nokkru ofar viđ ána er steypustöđ. Um tíma voru stöđvarnar tvćr. Öll ţau ár sem sementsslubbiđ hefur runniđ uppstyttulítiđ ofan í bćjará Akureyringa hefur nánast enginn amast viđ ţeirri mengun.
Á sínum tíma var öskuhaugum bćjarins valinn stađur í námunda viđ ána. Var stutt fyrir úrganginn ađ fjúka ofan í dásemdargljúfur Glerárinnar ţar sem spikfeitar og hvćsandi rottur nöguđu nammi sitt.
Gleráin er yndislega falleg. Í henni eru nokkrir fossar.
Sá neđsti og mesti er rétt neđan viđ gömlu stífluna.
Efsti fossinn er nánast á ćfingasvćđi Skotfélags Akureyrar ţannig ađ vissara er fyrir náttúruskođara ađ bregđa sér í viđeigandi klćđnađ hyggist ţeir heimsćkja fossinn. Ég held ađ hann heiti Vegghamarsfoss. Ţar byrja Glerárgljúfur sem eru ţröng og hrikaleg en líka gróđursćl. Í ţeim miđjum er Snókahvammsfoss. Snókahvönn er annađ heiti á geithvönn en hún mun hafa vaxiđ í hvamminum.
Rétt hjá steypustöđinni, viđ göngubrúna, er lítill og snotur foss.
Gaman er ađ ganga međ Glerá sumar sem vetur en hún getur veriđ hrikaleg í vorleysingum enda jökulá. Ţađ fékk ég ađ reyna einn vordaginn ţegar ég var smástrákur. Ţá héldum viđ félagarnir glađbeittir til veiđa í Glerá vopnađir prikum. Á ţau höfđum viđ fest snćrisspotta međ teiknibólum.
Vatnsfalliđ hafđi svipađan lit og áferđ og súrmjólk međ miklum púđursykri og var lítt írennilegt ungum stangveiđimönnum enda veiddum viđ ekkert. Á hinn bóginn mátti litlu muna ađ áin veiddi annan okkar.
Ég man enn hvernig straumurinn hrifsađi mig og ég fann hvernig ég flaut hćgt og bítandi út í beljandi jökulfljótiđ. Ég grét og öskrađi en vinur minn komst ekki til mín.
Allt í einu var ýtt var aftan á mig. Ég komst ţađ nálćgt landi ađ ég gat stungiđ fingri í sprungu ţar í klöppinni. Um leiđ og ég byrjađi ađ draga mig í land međ fingrinum fann ég ađ mér var hjálpađ aftur.
Ţađ er ţví ekki mér ađ ţakka ađ ég er ađ skrifa ţetta hérna um Glerána.
Mér ţykir vćnt um hana og ber virđingu fyrir henni, straumi hennar, gljúfrum og fossum.
Vegghamarsfoss
Snókahvammsfoss
Smáfoss í Glerá
Vetrarfegurđ viđ Glerá
Athugasemdir
Sćll Svavar.
Sammála, gott framtak hjá Akureyringum, Andra Teits og fleirum.
Ég man líka eftir litrófinu í Glerá og man eftir vísu og gátu sem ég er ekkert alveg viss um ađ sé nákvćmlega rétt en er svona í minni mínu:
Hver er sú á
sem aldrei frýs
gul og rauđ og grćn og blá
og gerđ af SÍS
Mig minnir ađ Halldór Blöndal hafi fariđ međ ţessa vísu einhver tímann á stjórnmálafundi á Akureyri. Gaman ef einhver getur stađfest ađ H.Bl hafi samiđ og flutt gátuna/vísuna og einnig leiđrétt hana ef mig misminnir:)
Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráđ) 25.9.2013 kl. 23:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.